A-landslið kvenna

- Auglýsing -

35 kvenna hópur valinn fyrir HM – tveir mánuðir í fyrsta leik

Þjálfarateymi A landslið kvenna hefur valið þá 35 leikmenn sem koma til greina á HM 2023 sem fer fram í Noregi, Svíþjóð og Danmörku frá 29. nóvember til 17. desember. Aðeins verður hægt að velja leikmenn til þátttöku í...

Færeyingar mæta með hörkulið gegn Íslendingum

Íslenska landsliðið í handknattleik mætir færeyska landsliðinu í Þórshöfn 15. október í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik kvenna. Claus Mogensen og Simon Olsen þjálfarar færeyska landsliðsins hafa valið 16 leikmenn sem mæta Svíum 12. október og Íslendingum þremur dögum síðar....

Hópur valinn fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik hefur valið 21 leikmann til þess að taka þátt í undirbúningi og síðan þátttöku í tveimur fyrstu leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni Evrópumótsins í næsta mánuði. Leikið verður á Ásvöllum miðvikudaginn 11. október...
- Auglýsing -

Miðasala á HM kvenna – ekki er ráð nema í tíma sé tekið

Rétt rúmir tveir mánuðir eru þangað til íslenska landsliðið í handknattleik hefur leik á heimsmeistaramóti kvenna sem haldið verður í Danmörku, Noregi og Svíþjóð frá 29. nóvember til 17. desember. Íslenska landsliðið verður í riðli með landsliðum Angóla, Frakklands...

A-landslið kvenna: Fylgdu stelpunum okkar til Færeyja

Fréttatilkynning frá HSÍ.Stelpurnar okkar leika gegn Færeyjum í Þórshöfn í undankeppni EM 2024 15. október nk. HSÍ hefur í samstarfi við Icelandair ákveðið að bjóða stuðningsmönnum liðsins að fylgja liðinu til Færeyja. Leiguvél Icelandair flýgur frá Reykjavíkurflugvelli 14. okt....

Leiktímar íslenska landsliðsins á HM hafa verið staðfestir

Íslenska landsliðið tekur þátt í heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna í fyrsta sinn í 12 ár síðar á þessu ári. Dregið var í riðla í sumar en loksins í morgun voru leiktímar riðlakeppninnar staðfestir. Allar þrjár viðureignir íslenska landsliðsins í...
- Auglýsing -

Verkefnið verður erfitt en um leið skemmtilegt

„Það lá alltaf fyrir að við myndum mæta hörkuliðum á heimsmeistaramótinu og sú er nú orðin raunin,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik þegar handbolta.is heyrði í honum hljóðið eftir að dregið var í riðla heimsmeistaramótsins í handknattleik...

Dregið verður í riðla HM kvenna í Gautaborg í dag

Ísland verður á meðal nafna 32 þjóða í skálunum þegar dregið verður í riðla á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Gautaborg í dag. Keppnin fer í upphafi fram í átta riðlum með fjórum liðum í hverjum riðli. Hafist verður...

Ísland í fjórða styrkleikaflokki – dregið á fimmtudaginn

Eins og kom fram fyrr í dag verður íslenska landsliðið í handknattleik kvenna á meðal 32 þátttökuliða á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Danmörku, Noregi og í Svíþjóð frá 30. nóvember til 17. desember. Ísland fékk annað af tveimur...
- Auglýsing -

Kvennalandslið Íslands á leið á HM í desember

Kvennalandsliðið í handknattleik, stelpurnar okkar, fengu úthlutað sæti á HM ásamt Austurríki samkvæmt tilkynningu Alþjóðahandknattleikssambandsins (IHF) í morgun þegar ákveðið var hvaða tvö lið fengju boðssæti á HM 2023.Leikið verður í Skandinavíu, það er að segja í Noregi,...

Tyrkir eru með hörkulið

Kvennalandsliðið í handknattleik kemur saman á föstudaginn og hefur þá undirbúning fyrir tvo mikilvæga leiki við Tyrki í 6. riðli undankeppni Evrópumótsins sem fram fara 2. og 6. mars. Fyrri viðureignin verður í Kastamonu í Tyrklandi á miðvikudaginn eftir...

Arnar hefur valið 19 leikmenn fyrir Tyrkjaleikina

Valdir hafa verið 19 leikmenn til æfinga og þátttöku í tveimur landsleikjum í undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik gegn Tyrkjum 2. og 6. mars. Hópurinn kemur saman til æfinga undir stjórn Arnars Péturssonar landsliðsþjálfara á föstudaginn og heldur liðið...
- Auglýsing -

HSÍ hlýtur hæsta styrkinn úr Afrekssjóði

Handknattleikssamband Íslands fær hæsta styrkinn úr Afreksjóði ÍSÍ af þeim 30 sérsamböndum sem fá úthlutað fyrir yfirstandandi ár. Alls koma 86,6 milljónir kr. í hlut HSÍ en 543 milljónir eru til úthlutunar að þessu sinni. Þetta kemur fram í...

Sandra og Auður Ester fengu viðurkenningu í mótslok

Á verðlaunahófi handknattleiksmótsins í Cheb í Tékklandi í dag voru bestu leikmenn hvers liðs útnefndir. Sandra Erlingsdóttir var útnefnd sem besti leikmaður A-landsliðs Íslands og Auður Ester Gestsdóttir hjá B-landsliðinu.Sandra skoraði 17 mörk á mótinu ásamt að stjórna sóknarleiknum...

Naumt tap fyrir fyrir HM-förum

Tékkneska A-landsliðiðið vann íslenska A-landsliðið með tveggja marka mun, 27:25, í síðasta leiknum á fjögurra liða móti í Cheb í Tékklandi í dag. Þetta var síðasta vináttuleikur tékkneska liðsins áður en það fer til Spánar eftir helgina til þátttöku...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -