Landslið Íslands og Tékklands í handknattleik kvenna eigast nú við á æfingamóti í Cheb í Tékklandi. Handbolta.is var að berast hlekkur á steymi frá leiknum sem hér með er deilt með lesendum. Leikurinn hófst klukkan 13.https://www.tvcom.cz/Zapas/Sport-Hazena/Soutez-O-stit-mesta-Chebu/Pohlavi-Zeny/Sezona-2021/204725-CR-Island.htm?fbclid=IwAR1Mxyjdp00JN_IhDvDI3_m8qbaNrjYGd-ccmGwLvWKwMEBqQgN9XchapNo
B-landslið Íslands í handknattleik vann stórsigur á U20 ára landsliði Tékka í morgun í þriðju og síðustu umferð æfingamótsins í Cheb í Tékklandi, 35:18. Íslenska liðið tók öll völd á leikvellinum strax í upphafi og var með sex marka...
„Ég var gríðarlega sáttur við spilamennskuna hjá stelpunum í kvöld,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna í skilaboðum til handbolta.is í kvöld að loknum átta marka sigri á landsliði Sviss, 30:22, í annarri umferð á æfingamóti í Cheb...
A-landslið kvenna í handknattleik vann öruggan sigur á landsliði Sviss, 30:22, í annarri umferð á æfingamóti í Cheb í Tékklandi í kvöld. Íslenska liðið var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda og hleypti þeim svissnesku aldrei nærri....
„Ég er svo ferlega svekkt eftir þetta tap að ég get varla talað,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, annar þjálfari B-landsliðs kvenna við handbolta.is í kvöld eftir eins marks tap fyrir Sviss, 28:27, á æfingamóti í Cheb í Tékklandi í...
B-landsliðið í handknattleik kvenna missti fimm marka forskot niður í eins marks tap, 28:27, gegn Sviss í kvöld á æfingamóti í Cheb í Tékklandi. Þar með hefur íslenska liðið tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. Lokaleikurinn verður gegn...
A-landslið kvenna tapaði með fimm marka mun fyrir norska B-landsliðinu í handknattleik í fyrstu umferð á æfingamóti í Cheb í Tékklandi í kvöld, 30:25. Norska liðið var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:14.Viðureignin var jöfn fyrsta stundarfjórðunginn...
„Frammistaðan var svekkjandi fyrir okkur öll. Við náðum okkur því miður ekki á strik að þessu sinni sama hvar á er litið,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari U18 ára landsliðs kvenna við handbolta.is eftir 11 mark tap fyrir Serbum,...
Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, tapaði illa fyrir Serbum í úrslitaleik undankeppni Evrópumótsins í Belgrad í kvöld, 31:20, eftir að hafa verið átta mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 15:7.Slæmur upphafskafli setti strik...
B-landslið Íslands í handknattleik tapaði með fimm marka mun fyrir norska landsliðinu á æfingamóti í Cheb í Tékklandi í dag, 25:20, eftir að hafa verið sex mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 14:8.Ísland byrjaði leikinn vel í dag og...
A- og B-landslið kvenna í handknattleik komu til Cheb í Tékklandi í gærkvöld þar sem þau verða við æfingar og keppni fram á laugardag. Í dag æfðu bæði lið af miklu kappi og lögð á ráðin fyrir leikina sem...
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, hefur gert eina breytingu á íslenska landsliðshópnum sem heldur til Tékklands í fyrramálið.Þórey Rósa Stefánsdóttir leikmaður Fram kemur inn fyrir Tinnu Sól Björgvinsdóttur leikmann HK sem er frá vegna meiðsla.A og B landslið...
Þjálfarateymi A- og B-landsliða kvenna hefur valið þá leikmenn sem halda til Cheb í Tékklandi 23. nóvember þar sem verður tekið þátt í tveimur fjögurra liða mótum ásamt landsliðum frá Noregi, Sviss og Tékklandi. Keppni stendur yfir frá 25....
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tekur þátt í fjögurra liða móti í Tékklandi í síðustu viku þessa mánaðar. Á mótinu mætir það landsliðum Tékka og Svisslendinga auk B-landsliðs (rekruttroppen) Noregs. Greint var frá því í dag hvernig norska B-liðið verður...
Lovísa Thompson, leikmaður Vals og íslenska landsliðsins í handknattleik, ætlar að rifa seglin um stundarsakir og taka sér hlé frá handknattleik þangað til hún finnur löngunina á nýja leik. Hún ætlar að sleppa takinu af Lovísu Thompson og vera...