„Ég er stoltur af þeim heiðri að fá að vinna fyrir íslenska landsliðið. Það er eitthvað sem mig hefur lengi dreymt um að gerðist einn góðan veðurdag. Um leið er ég þakklátur fyrir að TTH Holstebro hafi verið reiðbúið...
Snorri Steinn Guðjónsson var í dag ráðinn landsliðsþjálfari í handknattleik karla. Samningur hans við Handknattleikssamband Íslands er til þriggja ára eða fram á mitt árið 2026.Aðstoðarþjálfari verður frá sama tíma Arnór Atlason, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi aðstoðarþjálfari Aalborg...
Handknattleikssamband Íslands hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 13 í dag. Samkvæmt heimildum er tilefni fundarins að kynna til sögunnar nýjan landsliðsþjálfara í handknattleik í karlaflokki og væntanlegan aðstoðarþjálfara auk komandi verkefna landsliðsins undir stjórn nýja þjálfarateymisins.Að öllum líkindum er...
Miklar líkur eru á að tilkynnt verði um ráðningu Snorra Steins Guðjónssonar í starf landsliðsþjálfara karla í handknattleik í dag. Samkvæmt heimildum handbolta.is falla flest vötn til þess að Handknattleikssamband Íslands boði til fréttamannafundar þegar á daginn líður og...
Andri Sigfússon og Ásgeir Örn Hallgrímsson hafa tekið að sér þjálfun 15 ára landsliðs pilta í handknattleik. Andri og Ásgeir Örn hafa valið hóp til æfinga um næstu helgi, 2. – 4. júní.Æfingar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar...
Ásbjörn Friðriksson og Haraldur Þorvarðarson hafa valið hóp til æfinga hjá U16 ára landsliði karla helgina 2. – 4. júní n.k. Æfingar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar og frekari upplýsingar koma inn á Sportabler.Þjálfarar:Ásbjörn Friðriksson.Haraldur Þorvarðarson.Leikmannahópur:Alexander Ásgrímsson, ÍR.Andri...
Rakel Dögg Bragadóttir og Sigurjón Friðbjörn Björnsson, þjálfarar U17 ára landsliðs kvenna í handknattleik hafa valið hóp fyrir verkefni sumarsins en liðið tekur þátt á Evrópumótinu sem fram fer í Svartfjallalandi 2. – 14. ágúst. Til undirbúnings fyrir EM...
Fréttatilkynning frá Handknattleikssambandi Íslands:Miðasala á leiki Íslands á EM 2024 er hafin. Að þessu sinni fer öll miðasala á mótið í gegnum mótshaldara án aðkomu HSÍ. Þeir stuðningsmenn Íslands sem ætla að fylgja liðinu út fara inn á eftirfarandi slóð: https://www.eventim.de/en/promotion/mens-ehf-euro-2024-mun-c-team-a-121559/?affiliate=HB4 og setja...
Að loknum æfingum og að vandlega íhuguðu máli hafa Heimir Ríkarðsson og Einar Jónsson þjálfarar U19 ára landsliðs karla í handknattleik valið keppnishóp fyrir verkefni sumarsins þar sem hæst ber þátttaka á heimsmeistaramótinu í Króatíu frá 2. til 13....
Danski blaðamaðurinn Oliver Preben Jørgensen hefur eftir Kasper Jørgensen framkvæmdastjóra danska meistaraliðsins GOG að hann hafi rætt við Snorra Stein Guðjónsson þjálfara Vals um starf þjálfara GOG. Félagið skyggnist eftir þjálfara sem gæti tekið við þjálfun liðs GOG í...
Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson þjálfarar 21 árs landsliðs karla hafa valið 18 leikmenn til þess að taka þátt í tveimur vináttulandsleikjum við Færeyinga 3. og 4. júní á Íslandi. Leikirnir eru liður í undirbúningi beggja landsliða fyrir...
Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson, þjálfarar U19 ára landsliðs kvenna, hafa valið leikmenn til undirbúnings og síðar þátttöku á Evrópumótinu sem fram fer í Pitesti og Mioveni í Rúmeníu frá 6. til 16. júlí. Sextán leikmenn eru...
U17 ára landslið karla í handknattleik mun standa í ströngu í sumar. Framundan er þátttaka í tveimur alþjóðlegum mótum. Fyrra mótið verður Opna Evrópumótið sem fram fer í Partille í Svíþjóð frá 3. til 7. júlí, samhliða hinu sívinsæla...
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hafa valið hóp stúlkna til æfinga hjá U16 ára landsliðinu helgina 26. – 28. maí. Allar æfingar liðsins fara fram á höfuðborgarsvæðinu. Æfingatímar verða kynntir á Sportabler á næstu dögum.Nánari upplýsingar veita...
Þriðja stórmótið í röð dróst íslenska landsliðið í riðil með Ungverjum þegar dregið var í riðla Evrópumóts karla í handknattleik í Düsseldorf í dag. Ísland verður í sannkölluðum austur-Evrópuriðli á mótinu því auk Ungverja verða Serbar og Svartfellingar andstæðingar...