Landsliðin

- Auglýsing -

HM 2023 – Dagskrá, úrslit, undanúrslit og 8-liða

Eftir að milliðrilakeppni heimsmeistaramóts karla í handknattleik lauk mánudagskvöldið 23. janúar taka við átta liða úrslit, undanúrslit og loks úrslitaleikurinn sunnudaginn 29. janúar, auk leikja um sæti.Hér fyrir neðan er leikjadagskrá næstu daga á HM. Dagskráin verður uppfærð með...

HSÍ fær nærri 83 milljónir úr afrekssjóði – framlagið lækkar á milli ára

Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) hlýtur 82,6 milljóna styrk úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) fyrir árið 2023. Það er fjórum milljónum lægra en á síðasta ári og í samræmi við sjóðurinn hefur úr aðeins minna að spila nú en...

Tölfræði – niðurstaða af HM

Bjarki Már Elísson lék mest af leikmönnum íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi samkvæmt upplýsingum sem handbolti.is hefur tekið saman úr gögnum frá af mótssíðu HM og einnig úr samantekt tölfræðiveitunnar HBStatz. Samantektina er að finna hér...
- Auglýsing -

Markahæstur annað HM í röð – hverjir hafa skorað mest frá 1958?

Bjarki Már Elísson varð markahæstur Íslendinga á HM annað mótið í röð. Að þessu sinni skoraði hann 45 mörk í sex leikjum og eins kom fram á handbolta.is í fyrradag.Guðjón Valur Sigurðsson hefur oftast verið markahæstur íslensku landsliðsmannanna á...

HM 2023 – Milliriðlar, leikjadagskrá, staðan

Milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik karla stendur yfir frá 18. til 23. janúar í Kraká, Gautaborg, Katowice og Malmö. Leikið verður í fjórum riðlum og komast tvö efstu lið hvers riðils áfram í átta liða úrslit sem leikin verða í...

Tólfta sætið á HM varð endanlega niðurstaða

Talsvert hefur hallað undan fæti hjá íslenska landsliðinu í handknattleik karla eftir því sem liðið hefur á daginn þegar litið er til röðunar í sæti á heimsmeistaramótinu. Í morgun var íslenska landsliðið í 10. sæti en eftir að Króatar...
- Auglýsing -

Bjarki Már markahæstur – fjórði efstur frá upphafi

Bjarki Már Elísson varð markahæstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu með 45 mörk í sex leikjum, 7,5 mörk að jafnaði í leik. Hann er einnig kominn í fjórða sæti á lista yfir markahæstu leikmenn Íslands á HM frá upphafi með 125...

Gísli Þorgeir er efstur á blaði á HM

Gísli Þorgeir Kristjánsson er efstur leikmanna heimsmeistaramótsins í handknattleik þegar mörk og stoðsendingar hafa verið lagðar saman. Slær hann m.a. út stoðsendingakóngi þýsku 1.deildarinnar á síðasta tímabili, Svíanum Jim Gottfridsson.Gísli Þorgeir er samanlagt með 57 mörk og stoðsendingar, þar...

Ísland í 10. sæti á HM – veik von sæti í ÓL-forkeppni

Eins og sakir standa hafnar íslenska landsliðið í tíunda sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla sem stendur yfir í Svíþjóð og Póllandi. Eftir að keppni lauk í milliriðlum eitt og tvö í gærkvöld var byrjað að raða þjóðum niður...
- Auglýsing -

Myndasyrpa: Takk fyrir okkur – bless í bili

Íslendingar flykktust í þúsundavís á leiki íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Svíþjóð en þátttöku íslenska landsliðsins lauk í gær. Aldrei áður hafa fleiri Íslendingar komið á leiki landsliðsins á erlendri grundu og hugsanlegt er þeir hafi sjaldan...

Enduðum sem betur fer á því að vinna leikinn

„Við enduðum sem betur fer á því að vinna leikinn,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson landsliðsmaður í handknattleik glaður í bragði þegar handbolti.is hitti hann að máli þegar hann gekk af leikvelli í Scandinavium íþróttahöllinni í Gautaborg í kvöld eftir...

„Ég er kominn heim!“

Það voru Ungverjar sem endanlega sendu Íslendinga heim! frá heimsmeistarakeppninni í Svíþjóð og Póllandi 2023, þegar þeir lögðu landslið Grænhöfðaeyja 42:30 í Gautaborg, sunnudaginn 22. janúar. Það má segja að Ungverjar hafi fyrst greitt inn á farseðil Íslendinga heim...
- Auglýsing -

Setjum stefnuna á EM

„Við ætluðum okkur að verða heimsmeistarar á mótinu en því miður þá gekk það ekki upp. Þar með setjum við bara stefnuna á EM að ári í München. Ég vona að sem flestir áhorfendur komi með okkur þangað,“ sagði...

Alltaf er gott að ljúka móti á sigri

Íslenska landsliðið í handknattleik karla lauk keppni á heimsmeistaramótinu í handknattleik í kvöld með fjögurra marka torsóttum sigri á landsliði Brasilíu, 41:37, eftir að hafa verið undir, 22:18, að loknum fyrri hálfleik. Snemma í síðari hálfleik var forskot Brasilíumanna...

Enga hjálp var að fá frá Grænhöfðaeyjum

Ekki tókst landsliði Grænhöfðaeyja að greiða leið íslenska landsliðsins í átta liða úrslit á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í dag. Grænhöfðeyingar töpuðu með 12 marka mun fyrir Ungverjum með 12 marka mun, 42:30, í lokaumferð milliriðlakeppninnar í Scandinavium í...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -