Eftir tvo góða vináttuleiki við færeyska landsliðið í Færeyjum um síðustu helgi hefur kvennalandsliðið í handknattleik æft hér á landi síðustu daga auk þess að leggja á ráðin fyrir viðureignir gegn ísraelska landsliðinu í forkeppni heimsmeistaramótsins um næstu helgi....
Íslenska landsliðið vann færeyska landsliðið örugglega í síðari vináttuleik helgarinnar í Klaksvík í kvöld, 27:22, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir í hálfleik, 15:8. Sigurinn í dag var afar öruggur. Færeyska liðið komst aldrei með tærnar þar sem...
Landslið Íslands og Færeyja mætast öðru sinni í vináttuleik í handknattleik kvenna í Klaksvík í Færeyjum klukkan 16 í dag. Íslenska liðið vann viðureignina í gær með fimm marka mun, 28:23 eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í...
Íslenska landsliðið vann það færeyska með fimm marka mun í fyrri vináttuleik þjóðanna í handknattleik kvenna í Skála á Austurey í kvöld, 28:23, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11. Liðin mætast öðru sinni í Klaksvík...
„Markmiðið er að spila hópinn saman, vinna í varnarleiknum okkar og taka í heildina skref til framfara,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona og leikmaður BSV Sachsen Zwickau í samtali við handbolta.is fyrir helgina spurð að markmiðum landsliðsins fyrir vináttuleikina...
„Við viljum nýta hvern leik til þess að taka framförum og byggja ofan á þá vinnu sem innt hefur verið af hendi í síðustu verkefnum,“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir landsliðskona og liðsmaður Fram, spurð um væntanlega vináttuleiki við færeyska...
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik kom til Skála í Skálafirði á Austurey Færeyja um miðjan daginn í dag eftir ferð frá Íslandi árla morguns. Á morgun mætast landslið Íslands og Færeyja í Höllinni í Skála í fyrri vináttuleik þjóðanna um...
Kvennalandsliðið í handknattleik hélt af landi brott í morgun til Færeyja þar sem það mætir færeyska landsliðinu í tveimur vináttuleikjum í Skála og Klaksvík á morgun og á sunnudaginn.Ljóst er að tveir nýliðar þreyta frumraun sína með A-landsliðinu...
Handknattleikskonan unga, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, kvaddi uppeldisfélag sitt HK í sumar og gekk til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Önnereds eftir að hafa samið til þriggja ára. Dvölin hjá Gautaborgarliðinu varð snubbótt. Í byrjun október samdi Jóhanna Margrét við Skara...
Unnur Ómarsdóttir, vinstri hornamaður KA/Þórs, fer ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik til Færeyja á morgun vegna meiðsla sem hún varð fyrir á æfingu í byrjun vikunnar. Í hennar stað hefur Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kallað inn Lilju Ágústsdóttur úr...
Valdir hafa verið fjölmennir hópar 15 og 16 ára landsliða kvenna til æfinga um aðra helgi.U-16 ára landslið kvennaHrafnhildur Skúladóttir hefur valið eftirfarandi leikmenn til æfinga 4. – 6. nóvember.Adela Eyrún Jóhannsdóttir, HK.Arna Dögg Kristinsdóttir, KA/ÞórArndís Áslaug Grímsdóttir, Gróttu.Ásdís...
Ísland sendir í fyrsta sinn landslið til keppni á Evrópumóti 17 ára landsliða kvenna á næsta sumri. Mótið fer fram í Norður Makedóníu. Undirbúningur er að hefjast enda er tíminn fljótur að líða. Á dögunum völdu Rakel Dögg Bragadóttir...
Katrín Tinna Jensdóttir, leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Volda, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið í handknattleik í kjölfar meiðsla hjá Lovísu Thompson og Berglindi Þorsteinsdóttur. Þær hafa báðar orðið að draga sig út úr hópnum af þeim sökum. Landsliðið...
Tvær færeyskar handknattleikskonur sem leika hér á landi, Ingibjørg Olsen hjá ÍBV og Natasja Hammer úr Haukum, eru í 24 kvenna æfingahópi færeyska landsliðsins sem býr sig undir vináttuleiki við íslenska landsliðið í Færeyjum um næstu helgi. Leikirnir verða...
Landslið kvenna, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, tekur þátt í Evrópumótinu sem fram fer í Rúmeníu næsta sumar, eins og kom fram í fréttum í síðustu viku. Þegar er farið að huga að undirbúningi liðsins fyrir þátttökuna en...