„Það er óhætt að segja að íslensku stelpurnar hafi stimplað sig gríðarlega vel inn í þetta stórmót með frammistöðu sinni. Frammistaða þeirra og árangur vakti mikla athygli hér ytra,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U18 ára liðs kvenna...
U18 ára landslið karla í handknattleik mætir landsliði Slóvena í krossspili um níunda til tólfta sæti sæti á Evrópumótinu í handknattleik á föstudaginn.Slóvenar unnu stórsigur á Færeyingum, 33:23, í dag og hinum milliriðli keppni liðanna í neðri hluta...
„Þetta var svakalegur leikur. Við lékum í raun fantavel. Barátta og vinnusemi var ótrúlega góð og frammistaðan á köflum stórkostleg. Það sem varð okkur að falli í leiknum þegar upp er staðið eru fimmtán hraðaupphlaup og dauðafæri sem fóru...
U18 ára landsliðið í handknattleik karla vann öruggan sigur á Ítölum, 34:28, í síðari leik sínum í milliriðlakeppni neðri hluta liðanna á Evrópumótinu í Podgorica í Svartfjallalandi í dag. Þar með leikur íslenska liðið að öllum líkindum við Frakka...
Íslenska landsliðið hafnaði í áttunda sæti á heimsmeistaramóti U18 ára liða í handknattleik kvenna í Skopje í Norður Makedóníu. Eftir vítakeppni mátti íslenska landsliðið bíta í það súra epli að tapa fyrir Egyptum, 35:33.Jafnt var eftir venjulegan leiktíma,...
Ísland og Egyptaland mætast í leik um 7. sætið á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik, 18 ára og yngri, í Boris Trajkovski íþróttahöllinni í Skopje í Norður Makedóníu kl. 9.45.Hér fyrir neðan er hægt að tengjast streymi frá leiknum.https://www.youtube.com/watch?v=giC_5N3PonM
Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson, þjálfarar U18 ára landsliðs kvenna, sátu kófsveittir í allan dag yfir undirbúningi fyrir lokaleik íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu sem hefst klukkan 9.45 í fyrramálið að íslenskum tíma. Þá mætir íslenska landsliðið egypska...
„Þetta var einn af þeim leikjum þar sem allt gekk upp í lokin sem gerir sigurinn fyrir alla eftirminnilegri,“ sagði Heimir Ríkarðsson annar af þjálfurum U18 ára landsliðs karla þegar handbolti.is sló á þráðinn til Heimis eftir ævintýralegan sigur...
Kjartan Þór Júlíusson tryggði U19 ára landsliðinu sigur á Svartfellingum, 30:29, þegar hann skoraði sigurmarkið átta sekúndum fyrir leikslok í viðureign Íslands og Svartfjalllands á Evrópumótinu í Podgorica í Svartfjallalandi í dag.Sigurinn var afar mikilvægur því með honum er...
„Okkar markmið er að tryggja okkur sæti á HM á næsta ári og komast inn á EM eftir tvö ár. Til þess að ná því verðum við helst að vinna að minnsta kosti einn leik í milliriðlakeppninni og best...
Piltarnir í U18 ára landsliði í handknattleik sem taka þátt í Evrópumeistaramótinu í Podgorica í Svartfjallalandi þessa dagana reyndu með sér í spurningakeppni í kvöld til að skerpa hugann fyrir átökin við Svartfellinga í milliriðlakeppni EM á morgun.Þema spurningakeppninnar...
U18 ára landslið Íslands mætir landsliði Egyptalands í leiknum um 7. sætið á heimsmeistaramótinu í Skopje í Norður Makedóníu á miðvikudaginn. Það var staðfest í kvöld eftir að lið Egypta tapaði naumlega fyrir landsliði Svíþjóðar, 30:27, í krossspili um...
„Ég er gríðarlega ánægður með liðið. Að vera í leik við Frakka þrátt fyrir að vera með lemstrað lið, alltént í síðari hálfleik undirstrikar í hversu mikilli sókn stelpurnar eru. Ekki má gleyma því að andstæðingurinn er einn sá...
U18 ára landsliðið í handknattleik kvenna leikur um 7. sætið á heimsmeistaramótinu í handknattleik á miðvikudaginn við annað hvort Egypta eða Svía. Þetta liggur fyrir eftir að íslenska liðið tapaði fyrir Frökkum með þriggja marka mun, 32:29, í krossspili...
Ísland og Frakkland mætast í krossspili um fimmta til áttunda sætið á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik, 18 ára og yngri, í Jane Sandanski íþróttahöllinni í Skopje í Norður Makedóníu kl. 16.15.Hér fyrir neðan er hægt að tengjast streymi...