Dagur Gautason, Hafþór Már Vignisson og félagar í ØIF Arendal unnu Elverum í æsispennandi leik, 29:28, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik á heimavelli í dag. Bæði lið fengu tækifæri til þess að skora á síðustu 10 sekúndum leiksins en...
Ekki gengur sem skyldi hjá Rúnari Sigtryggssyni og lærisveinum hans í þýska 1. deildarliðinu SC DHfK Leipzig. Eftir afar góðan árangur á undirbúningstímanum hefur gengið brösulega það sem af er leiktíðinni í þýsku 1. deildinni. Jafntefli við Magdeburg á...
Gömlu samherjarnir úr íslenska landsliðinu í handknattleik, Aron Kristjánsson og Dagur Sigurðsson, verða andstæðingar í undanúrslitaleik handknattleikskeppni Asíuleikanna í Hangzhou í Kína á þriðjudaginn. Barein vann A-riðil átta liða úrslitanna en japanska landsliðið hafnaði í öðru sæti í B-riðli.
Landsliðs...
Íslensku handknattleiksmennirnir Orri Freyr Þorkelsson og Stiven Tobar Valencia voru báðir í sigurliðum í portúgölsku efstu deildinni í gær. Orri Freyr og félagar unnu Águas Santas Mianeza, 35:18, á heimavelli í Lissabon. Sporting er efst í deildinni með 15...
Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk, þar af fjögur úr vítaköstum, þegar lið hans Magdeburg vann meistara THW Kiel, 34:31, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Janus Daði Smárason skoraði ekki mark að þessu sinni....
Sandra Erlingsdóttir lék einkar vel með TuS Metzingen þegar liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í dag með fjögurra marka sigri á HSG Blomberg-Lippe, 28:24, í Blomberg. Staðan var jöfn þegar fyrri hálfleikur var að...
Berta Rut Harðardóttir og samherjar hennar í Kristianstad HK eru áfram á góðri siglingu í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna. Liðið er í efsta sæti á undan Skuru IK eftir fjórar umferðir með átta stig, fullt hús. Í dag...
Áfram halda landslið Barein og Japan, undir stjórn Arons Kristjánssonar og Dags Sigurðssonar, að vinna sína leiki í handknattleikskeppni karla á Asíuleikunum í Hangzhou í Kína. Eftir leiki í morgun er ljóst að úrslitaleikir bíða beggja landsliða á morgun...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, var næst markahæstur hjá PAUC í gærkvöld þegar liðið vann Dijon, 33:26, í frönsku 1. deildinni í handknattleik. PAUC er í fimmta sæti með sex stig eftir fjóra leiki. Nimes, Nantes, Montpellier og PSG eru...
Elvar Örn Jónsson fór á kostum í kvöld þegar MT Melsungen vann Hannover-Burgdorf örugglega á heimavelli, 34:26, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Selfyssingurinn skoraði sjö mörk og gaf sex stoðsendingar. Hann var spakur í vörninni og var ekki...
„Þetta er einfaldlega ævintýri sem gat ekki annað en hoppað á. Að fá að upplifa gjörólíka menningu, aðra siði og breyta um leið áhugamáli yfir í atvinnu,“ sagði Ólafur Brim Stefánsson tilvonandi handknattleiksmaður Al Yarmouk í samtali við handbolta.is....
Aron Kristjánsson og liðsmenn hans í landsliði Barein unnu í morgun afar mikilvægan sigur á Suður Kóreu í fyrst leik liða þjóðanna í átta liða úrslitum Asíuleikanna í Hangzhou í austurhluta Kína.
Eftir afar jafnan leik um skeið í...
Arnór Viðarsson og Dagur Arnarsson léku ekki með ÍBV gegn Gróttu í Olísdeild karla í handknattleik í gær. Arnór er tognaður á nára og Dagur meiddur á ökkla. Því miður hefur handbolti.is ekki upplýsingar um hversu lengi þeir félagar...
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði fjögur mörk þegar nýliðar Amo Handboll unnu sinn þriðja leik í kvöld í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik á heimavelli, í Alstermo. Amo lagði HK Aranäs, 33:27, eftir að hafa verið átta mörkum yfir að loknum...
Gummersbach vann annan leik sinn í röð í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld þegar liðið lagði HC Erlangen á heimavelli, 33:28. Eftir skrykkjótt gengi í fyrstu leikjunum er vonandi að Gummersbach-liðið sé að ná sér á strik....