Dregið verður í forkeppni Evrópudeildar karla í handknattleik á morgun. Saman verða dregin tíu lið sem reyna munu með sér heima og að heiman í lok ágúst og í byrjun september. Meðal liðanna 10 eru tvö sem sem tengjast...
Arnar Daði Arnarsson handknattleiksþjálfari, og ekki síst handknattleikssérfræðingur, segir frá því á Twitter í morgun að sögusagnir hermi að Janus Daði Smárason landsliðsmaður í handknattleik sé orðaður við Evrópumeistara SC Magdeburg frá Þýskalandi.
Janus Daði Smárason er orðaður við Magdeburg....
Andrea Jacobsen, landsliðskona í handknattleik, hefur fært sig um set og gengið til til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Silkeborg-Voel. Samningur hennar til er til eins árs.
Andrea lék með EH Aalborg í næstu efstu deild danska handknattleiksins á síðasta...
„Ég er ótrúlega spenntur að takast á við að leika með og kynnast nýjum samherjum í annarri deild og sjá um leið hvernig handboltinn er í samanburði við Noreg þar sem ég hef verið síðustu tvö ár. Til viðbótar...
Portúgalska handknattleiksliðið Sporting í Lissabon staðfesti í morgun að Orri Freyr Þorkelsson hafi samið um að leika með liði félagsins næstu tvö árin. Koma Hafnfirðingsins til félagsins hefur legið í loftinu um talsvert skeið. Orri Freyr kemur til Sporting...
Sigrún Jóhannsdóttir, handknattleikskona úr FH, hefur ákveðið að ganga til liðs við norska handknattleiksliðið Rival/Nord í Haugasundi. Skiptin koma ekki beinlínis í opna skjöldu vegna þess að maður hennar, Jörgen Freyr Ólafsson Naabye, var ráðinn þjálfari Rival/Nord á dögunum....
Norska meistaraliðið Kolstad, sem íslensku landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson leika með, er sagt vera í talsverðum fjárhagskröggum. TV2 í Noregi sagði frá þessu í kvöld. Þar kemur fram að leikmenn og aðrir starfsmenn hafi...
Fyrsti opinberi kappleikur danska úrvalsdeildarliðsins TTH Holstebro undir stjórn nýs þjálfara, Arnórs Atlasonar, verður á heimavelli 27. ágúst þegar Aalborg Håndbold kemur í heimsókn Gråkjær Arena. Leikur liðanna verður liður í sextán liða úrslitum bikarkeppninnar. Arnór hætti störfum hjá...
HK-ingurinn Bjarki Finnbogason hefur samið við sænska liðið ASK 72 handboll sem leikur í næst efstu deild handknattleiksins á næstu leiktíð, Allsvenskan. Félagið sagði frá komu Bjarka í morgun og virðist ríkja nokkur eftirvænting vegna komu Bjarka sem getur...
Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Evrópumeistara SC Magdeburg gekkst undir aðgerð á hægri öxl á Schulthess Clinic í Zürich í Sviss í fyrradag. Standa vonir til þess að aðgerðin hafi tekist vel.
Félagið segir frá aðgerðinni...
Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður Nantes í Frakklandi og íslenska landsliðsins á glæsilegustu tilþrif síðasta keppnistímabils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla. EHF hefur tekið saman tíu glæsilegustu tilþrif markvarða. Hiklaust var ævintýraleg varsla Viktors Gísla í leik við THW Kiel...
Landsliðsmaðurinn í handknattleik, Bjarki Már Elísson, gekkst í gær undir aðgerð á vinstra hné hér á landi vegna meiðsla sem hrjáðu hann allt síðastliðið keppnistímabil. Félagslið Bjarka, ungverska meistaraliðið Telekom Veszprém, segir frá þessu á Instagram síðu sinni og...
„Við erum ánægðir með að vinna fimmta sætið úr því sem komið var í keppninni. Það voru okkur vonbrigði að ná ekki inn í undanúrslitin. Þegar svo er komið var ekkert sjálfsagt að rífa sig upp og vinna tvo...
Handknattleiksþjálfarinn og handknattleiksmaðurinn fyrrverandi, Finnur Hansson, hefur verið ráðinn þjálfari hjá færeyska úrvalsdeildarliðinu Team Klaksvik. Frá þessu er m.a. sagt á vef FM1. Mikill hugur er Klaksvíkingum en þeir hafa m.a. skráð lið sitt til leiks í Evrópukeppni...
Handknattleiksþjálfarinn Jörgen Freyr Ólafsson Naabye hefur verið ráðinn þjálfari hjá norska félaginu Rival/Nord og HTG sem er með bækistöðvar í Haugasundi. Greint var frá ráðningunni í morgun en hún er til tveggja ára. Jörgen Freyr hefur tvö síðastliðin ár...