- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir verður fjarri keppnisvellinum í hálft ár

Gísli Þorgeir fyrir miðri mynd með verðlaungrip Meistaradeildarinnar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Evrópumeistara SC Magdeburg gekkst undir aðgerð á hægri öxl á Schulthess Clinic í Zürich í Sviss í fyrradag. Standa vonir til þess að aðgerðin hafi tekist vel.

Félagið segir frá aðgerðinni á heimasíðu sinni í gær og lætur þess getið gengið sé út frá að Gísli Þorgeir verði fjarri handknattleiksvellinum í sex mánuði. Þar með ríkir óvissa um þátttöku Gísla Þorgeir á Evrópumóti landsliða sem stendur yfir í janúar í Þýskalandi.

Nauðsynleg aðgerð

Nauðsynlegt var að grípa til aðgerðar á öxlinni eftir að Gísli Þorgeir fór úr axlarlið í undanúrslitaleik Magdeburg og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í Köln 17. júní.

Keppnisharka

Gísli Þorgeir sýndi mikla keppnishörku daginn eftir að hann fór úr axlarlið þegar hann tók þátt í úrslitaleiknum og reið baggamuninn. Var hann fyrir vikið valinn mikilvægasti leikmaður úrslitahelginnar eftir lið hans, SC Magdeburg, vann Meistaradeildina í fyrsta sinn í meira en tvo áratug.

Sá besti

Auk þess að vera valinn mikilvægasti leikmaður úrslitahelgar Meistaradeildar Evrópu var Gísli Þorgeir metinn besti leikmaður þýsku deildarinnar auk þess að hreppa nafnbótinu leikmaður keppnistímabilsins hjá félagi sínu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -