Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar í BSV Sachsen Zwickau unnu í gærkvöld sinn þriðja leik í röð í þýsku 1. deildinni í handknattleik. BSV Sachsen Zwickau vann að þessu sinni VfL Waiblingen á útivelli með eins marks mun, 27:26....
Aron Pálmarsson lék mjög vel og var talinn vera besti leikmaður Aalborg Håndbold í gær þegar liðið vann Danmerkurmeistara GOG, 30:26, í dönsku úrvalsdeildini að viðstöddum 5.000 áhorfendum í Gigantium í Álaborg. Aron skoraði sex mörk úr átta skotum...
Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður sá til þess að lið hennar, Ringkøbing Håndbold, fór með bæði stigin úr heimsókn til Ajax í dag í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik, 28:27.
Elín Jóna varði skot frá leikmanni Ajax sex sekúndum fyrir leikslok...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og samherjar í PAUC komust í gærkvöld í undanúrslit frönsku bikarkeppninnar í handknattleik. PAUC vann þá Nimes á heimavelli, 38:34, í átta liða úrslitum. PAUC var einnig með yfirhöndina að loknum fyrri hálfleik, 21:18.
Donni skoraði...
Örn Vésteinsson Östenberg skoraði eitt mark og átti þrjár stoðsendingar þegar lið hans TuS N-Lübbecke vann Potsdam, 33:26, á heimavelli í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Örn gekk til liðs við N-Lübbecke skömmu fyrir jólin. Liðið er...
Ómar Ingi Magnússon leikur að öllum líkindum ekki meira handknattleik það sem eftir er keppnistímabilsins. Hann gekkst í gær undir aðgerð á hæl, eftir því sem félag hans, SC Magdeburg, segir frá í dag. Þar sem fram kemur að...
Hafþór Már Vignisson hefur gengið til liðs við norska úrvalsdeildarliðið ØIF Arendal. Hann hefur samið við félagið til eins og hálfs árs, fram á mitt næsta ár. Í skilaboðum til handbolti.is í morgun sagðist Hafþór Már gera sér vonir...
Norski landsliðsmaðurinn Tobias Grøndahl tryggði Noregsmeisturum Elverum baráttusigur á ØIF Arendal á útivelli í gærkvöld, 32:31, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Grøndahl skoraði sigurmarkið úr vítakasti þegar leiktíminn var úti. Orri Freyr Þorkelsson skoraði eitt mark fyrir Elverum sem...
„Ég var búinn að horfa til þess um nokkurt skeið að komast aftur „heim til Þýskalands“ þar sem ég þjálfaði árum saman og kunni vel við mig. Þegar þessi möguleiki bauðst þá þótti mér hann spennandi og ákvað að...
Aðalsteinn Eyjólfsson tekur við þjálfun þýska handknattleiksliðsins GWD Minden í sumar. Hann færir sig þar með aftur um set yfir til Þýskalands eftir þriggja ára dvöl hjá ríkjandi meisturum Kadetten Schaffhausen í Sviss.
Frá þessu sagði Mindener Tageblatt fyrir...
Gunnar Valur Arason þjálfari Fjölnis/Fylkis í Grill 66-deild kvenna var úrskurðaður í eins leiks keppnisbann á fundi aganefndar HSÍ í fyrradag. Gunnar Valur hlaut útilokun með skýrslu vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar í leik Gróttu og Fjölnis/Fylkis í Grill...
Ekkert varð af því að handknattleikskonan Lovísa Thompson gengi til liðs við norska úrvalsdeildarliðið Tertnes eins og til stóð. Tertnes sagði frá komu hennar rétt fyrir miðjan desember og var þess þá getið að Lovísa léki með liðinu út...
Jakob Lárusson hafði betur í gær þegar íslensku þjálfararnir mættust með lið sín í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna. Kyndill, sem Jakob þjálfar, sótti EB heim og vann með átta marka, 32:24.
Kristinn Guðmundsson er þjálfar EB frá Eiði. Kyndill...
Fjórtándi sigur danska handknattleiksliðsins EH Aalborg á keppnistímabilinu var í höfn í gær þegar liðið lagði Roskilde Håndbold, 29:23, á heimavelli í næsta efstu deild kvenna eftir að hafa verið 16:12 yfir í hálfleik. Andrea Jacobsen landsliðskona skoraði tvö...
Handknattleikskonan Ásdís Guðmundsdóttir er hætt að leika með sænska úrvalsdeildarliðinu Skara HF og er flutt heim til Akureyrar. Frá þessu greinir Akureyri.net í dag. Þar segir ennfremur að Ásdís hafi fengið samningi sínum við sænska félagið rift af persónulegum...