Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handknattleik, markakóngur EM 2022, og Þýskalandsmesitari með SC Magdeburg, var í kvöld kjörinn Íþróttamaður ársins 2022 annað árið í röð. Kjörinu var lýst í hófi Samtaka íþróttafréttamanna, sem standa að kjörinu, og Íþrótta- og...
Íslands- og bikarmeistarar Vals í handknattleik karla eru lið ársins 2022 að mati félaga í Samtökum íþróttafréttamanna. Valsmenn tóku við viðurkenningu sinni í kvöld í hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í Hörpu. Þetta er í fyrsta...
Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Evrópu- og heimsmeistara Noregs í handknattleik kvenna, var í kvöld kjörinn þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna í hófi sem samtökin héldu ásamt Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands í Hörpu.
Þórir hreppir hnossið annað árið í röð. Hann hlaut...
Kjöri Íþróttamanns ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna verður lýst í 67. sinn í kvöld í Hörpu. Einnig verður greint frá niðurstöðum félaga í samtökunum í kjöri á þjálfara ársins og á liði ársins.
Félagar í Samtökum íþróttafréttamanna eru 31 og tóku...
Áfram heldur handbolti.is að rifja upp þær fréttir sem voru oftast lesnar á árinu sem brátt er liðið í aldanna skaut. Í dag er röðin komin að fréttum sem höfnuðu í 11. til 15. sæti. Á morgun verður...
Díana Dögg Magnúsdóttir fyrirliði BSV Sachsen Zwickau er í 21. sæti yfir markahæstu leikmenn þýsku 1. deildarinnar. Hún hefur skorað 39 mörk. Alina Grijseels, leikmaður Dortmund, er markahæst í deildinni með 62 mörk.
Hans Lindberg varð í fyrrakvöld næst markahæsti...
Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon eru á meðal tíu handknattleikskarla sem koma til greina í kjöri á handknattleikskarli árisins 2022 í þýskum handknattleik. Þýska fréttasíðan handball-world stendur fyrir valinu í annað sinn en það er hluti af...
Áfram heldur handbolti.is að rifja upp þær fréttir sem voru oftast lesnar á árinu sem brátt er liðið í aldanna skaut. Í gær voru birtar þær fimm fréttir sem höfnuðu í 21. til 25. sæti og í dag er...
Oddur Gretarsson, vinstri hornamaður Balingen-Weilstetten, er í liði 18. umferðar 2. deildar karla í handknattleik sem valið var eftir að umferðinni lauk á mánudagskvöldið. Oddur lék afar vel í sigurleik Balingen-Weilstetten á Eintracht Hagen, 34:29. Hann skoraði 10 mörk í...
Sandra Erlingsdóttir, handknattleikskona ársins hér á landi og landsliðskona, og stöllur hennar í TuS Metzingen unnu í kvöld fjórða sigurinn í röð í þýsku 1. deildinni í handknattleik er þær unnu Buxtehunder SV frá Hamborg með fjögurra marka...
Íslendingaliðið Gummersbach vann HSV Hamburg í háspennuleik á heimavelli í kvöld í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 31:30. Eyjapeyjarnir Elliði Snær Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson lögðu lóð sín á vogarskálarnar í sigrinum í síðasta leik liðsins á árinu.
Elliði...
Örn Vésteinsson Östenberg lék sinn fyrsta leik með Tus N-Lübbecke í gær þegar liðið vann baráttusigur á Konstanz á útivelli, 26:25, í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Örn gekk til liðs við Tus N-Lübbecke rétt fyrir jólin. Hann skoraði...
„Hrikalega spennandi leikur og eitt stig. Það er betra en ekkert þótt maður hafi verið farinn að horfa á bæði stigin því við vorum marki yfir þegar 35 sekúndur voru eftir,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir fyrirliði BSV Sachsen Zwickau...
Íslensku landsliðsmennirnir Arnar Freyr Arnarsson, Elvar Örn Jónsson og Ýmir Örn Gíslason luku leikárinu í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag með sigrum. Meira að segja komust Ýmir Örn og félagar í efsta sæti deildarinnar, alltént um stundarsakir.
Ýmir...
Segja má að Akureyringurinn Oddur Gretarsson hafi ekki slegið feilnótu í dag þegar hann fór á kostum í fimm marka sigri Balingen-Weilstetten í heimsókn til Eintracht Hagen í þýsku 2. deildinni í handknattleik, 34:29. Oddur skoraði 10 mörk úr...