Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Í undanúrslit í tíunda sinn – aldrei unnið keppnina

Ungverska liðið Veszprém varð í kvöld þriðja liðið í sögunni til þess að komast í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla. Þrátt fyrir tveggja marka tap fyrir Aalborg Håndbold í Álaborg í síðari leik liðanna, 37:35, þá heldur ungverska...

Íslendingaliðið er komið í úrslit

Orri Freyr Þorkelsson skoraði tvö mörk í kvöld þegar Elverum vann Nærbø með 12 marka mun í þriðja og síðasta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik á heimavelli í kvöld. Lokatölur, 40:28, en aðeins munaði einu...

Molakaffi: Brynja Katrín, Dana Björg, Mem, Zagreb, Nexe, Podravka, Bjelovar, Vardar, Pelister, Gorenje

Brynja Katrín Benediktsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val. Brynja er línumaður og fædd árið 2004. Hún hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands. Brynja kom til félagsins fyrr í vetur og spilaði sína fyrstu leiki í...
- Auglýsing -

Viktor Gísli og félagar tryggðu sér efsta sæti

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG tryggðu sér efsta sætið í riðli eitt í átta liða úrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld þegar þeir lögðu Ribe-Esbjerg á heimavelli, 33:29, í næst síðustu umferð riðlakeppninnar. Henni lýkur á...

Góð staða hjá Aðalsteini í Sviss

Kadetten Schaffhausen, liðið sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar, stendur orðið vel að vígi í undanúrslitum um meistaratitilinn í Sviss. Kadetten Schaffhausen vann GC Amicitia Zürich í hörkuleik í Zürich í dag, 34:32, og hefur þar með tvo vinninga í rimmu...

Íslendingaliðið komst í efsta sætið

Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold sem Aron Pálmarsson leikur með og Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari hjá vann Mors-Thy með fjögurra marka mun, 38:34, í næst síðustu umferð í riðli tvö í átta liða úrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag....
- Auglýsing -

Meistaraefnin gefa ekkert eftir

Áfram heldur SC Magdeburg á leið sinni að fyrsta þýska meistaratitlinum í 21 ár. Liðið vann öruggan sigur á MT Melsungen á heimavelli í dag, 33:26. Þar með endurheimti Magdeburgliðið fjögurra stiga forskot í efsta sæti þegar fimm umferðir...

Berjast fyrir sæti í deildinni allt til loka

Áfram er róðurinn erfiður og þungur hjá Díönu Dögg Magnúsdóttur og samherjum hennar í BSV Sachsen Zwickau í botnbaráttu þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. BSV Sachsen Zwickau tapaði í gær fyrir Sport-Union Neckarsulm á heimavelli með tveggja marka mun,...

Molakaffi: Hannes Jón, Arnór Þór, Daníel Þór, Gottfridsson, Heymann, Evrópudeild kvenna

Hannes Jón Jónsson og lærisveinar hans í Alpla Hard unnu Linz með átta marka mun, 28:20, á heimavelli í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum um austurríska meistaratitilinn í handknattleik karla í gær. Alpla Hard er ríkjandi meistari í Austurríki. Arnór...
- Auglýsing -

Lærisveinar Guðjóns Vals vinna deildina

Gummersbach, liðið sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar, tryggði sér í dag sigur í þýsku 2. deildinni í handknattleik með stórsigri á Ludwigshafen, 32:21, á heimavelli. Fyrr í vikunni var liðið öruggt um sæti í 1. deild á næstu leiktíð....

Orri Freyr og Aron Dagur bikarmeistarar í Noregi

Íslensku handknattleiksmennirnir Orri Freyr Þorkelsson og Aron Dagur Pálsson urðu í dag norskir bikarmeistarar í handknattleik karla með Elverum. Elverum lagði Arendal í úrslitaleik með þriggja marka mun, 35:32, í Jordal Amfi austur af Ósló.Hvorki Orri Freyr né Aron...

Molakaffi: Benedikt Marinó, Grétar Ari, Tumi Steinn, Dibirov

Ungur og efnilegur handknattleiksmaður, Benedikt Marinó Herdísarson, hefur skrifað undir nýjan samning við Stjörnuna. Benedikt Marinó var í leikmannahópi Stjörnunnar í 14 leikjum í Olísdeild í vetur sem leið. Má vænta þess að hann verði oftar í eldlínunni á...
- Auglýsing -

Óvæntur mótherji Bjarna Ófeigs og félaga í úrslitum

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar í IFK SKövde mæta Ystads IF í úrslitum um sænska meistaratitilinn í handknattleik karla. Mörgum að óvörum þá vann Ystads IF ríkjandi meistara og nýkrýnda deildarmeistara IK Sävehof með þremur vinningum gegn einum í...

Molakaffi: Aðalsteinn, Orri, Bjarki, Ýmir, Heiðmar, Daníel, Ólafur, Janus

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen unnu GC Amicitia Zürich með fimm marka mun, 34:29, í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum um svissneska meistaratitilinn í handknattleik í gær. Leikið var í Shaffhausen. Orri Freyr Gíslason, sem gekk...

Haukur og félagar eru í góðri stöðu

Haukur Þrastarson og samherjar hans í pólska meistaraliðinu Vive Kielce standa vel að vígi eftir þriggja marka sigur á Montpellier í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í kvöld, 31:28. Leikurinn fór fram í...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -