Nýr meirihluti í Hveragerði leggur til á næsta bæjarstjórnarfundi að Geir Sveinsson fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik og fyrirliði landsliðsins til margra ára, verði ráðinn næsti bæjarstjóri í Hveragerði. Frá þessu var sagt á heimsíðu bæjarins í gær. Ríflega 20...
Berta Rut Harðardóttir handknattleikskona úr Haukum hefur skrifað undir eins árs samning við danska handknattleiksliðið Holstebro Håndbold.Berta Rut er 22 ára gömul og getur leikið jafnt í hægra horni og sem hægri skytta. Hún hefur á undanförnum árum verið...
Eftir að Halldór Jóhann Sigfússon samdi við Tvis Holstebro og verður annar af tveimur þjálfurum liðsins á næsta keppnistímabili er útlit fyrir a.m.k. fimmtán handknattleiksmenn og þjálfarar verði í eldlínunni í tveimur efstu deildum danska handknattleiksins á næsta keppnistímabili....
Á ýmsu er bryddað upp á meðan sumarleyfi standa yfir hjá handknattleiksliðum Evrópu. Þýska liðið Flensburg varpaði fram þeirri spurningu til stuðningsmanna sinna á dögunum hvaða leikmaður liðsins lyfti mestri þyngd í bekkpressu. Flestir giskuðu á að fyrirliði þýska...
Landsliðskonan í handknattleik, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, fer svo sannarlega vel af stað með nýju liði sínu, Önnereds HK. Jóhanna Margrét var í stóru hlutverki hjá Gautaborgarliðinu þegar það vann til gullverðlauna í flokki liða 21 árs og yngri á...
„Forráðamenn Holstebro voru mjög ákafir að fá mig til liðs við sig sem gerði það enn meira freistandi að taka þetta stökk,“ sagði handknattleiksþjálfari Halldór Jóhann Sigfússon nýráðinn þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Tvis Holstebro þegar handbolta.is sló á þráðinn til...
Halldór Jóhann Sigfússon hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Team Tvis Holstebro á Jótlandi í Danmörku. Félagið staðfesti ráðningu Halldórs í rauða bítið í morgun á heimasíðu sinni og staðfesti þar með frétt handbolta.is síðan í fyrradag.Hann er fyrsti íslenski...
Arnór Atlason hefur framlengt samning sinn um þjálfun danska U20 ára landsliðs karla um eitt ár eða fram yfir heimsmeistaramót U21 árs landsliða sem fram fer eftir ár. Þetta kemur fram í tilkynningu danska handknattleikssambandsins.Arnór er væntanlega þegar...
Halldór Jóhann Sigfússon, sem þjálfað hefur karlalið Selfoss undanfarin tvö ár, er að hverfa frá störfum hjá félaginu og flytja til Danmerkur, eftir því sem Visir.is segir frá í dag samkvæmt heimildum.Heimildir handbolta.is herma að Halldór Jóhann verði annar...
„Mesta breytingin var örugglega að flytja út til Þýskalands og búa einn en ég hef vanist því núna,“ segir Andri Már Rúnarsson handknattleiksmaður hjá þýska 1. deildarliðinu Stuttgart og einn leikmanna U20 ára landsliðsins sem síðar í...
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og samherjar hans í sænska handknattleiksliðinu IFK Skövde HK taka ekki þátt í Evrópukeppni á næsta keppnistímabili. Skövde hafnaði í öðru sæti í sænsku úrvalsdeildinni í vor og tapað fyrir Ystad í úrslitaeinvígi um meistaratitilinn og...
Handknattleiksmaðurinn Örn Vésteinsson Östenberg hefur sagt skilið við TV Emsdetten í Þýskaland og samið við norska úrvalsdeildarliðið Haslum. Örn þekkir vel til í norskum handknattleik en hann hefur m.a. leikið með Bodø og Nøtterøy en síðarnefnda liðið yfirgaf hann...
Axel Stefánsson og liðsmenn hans í norska liðinu Storhamar Håndball Elite drógust m.a. í riðli með ungverska stórliðinu í Györ í B-riðil Meistaradeildar kvenna í handknattleik þegar dregið var í riðla í morgun. Storhamar, sem hafnaði í öðru sæti...
Þýskalandsmeistarar SC Magdeburg með Gísla Þorgeir Kristjánsson og Ómar Inga Magnússon innanborðs, hafnaði m.a. í riðli með Bjarka Má Elíssyni og nýjum samherjum hans í ungverska liðinu Veszprém þegar dregið var í riðla Meistaradeildar Evrópu í karlaflokki í morgun....
Grétar Ari Guðjónsson leikur í efstu deild franska handknattleiksins á næstu leiktíð. Hann hefur samið við nýliða deildarinnar, Sélestat, til næstu tveggja ára. Grétar Ari hefur undanfarin tvö ár leikið með Nice og staðið sig afar vel og verið...