Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk og átti tvær stoðsendingar þegar Flensburg tapaði með þriggja marka mun fyrir Barcelona í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Barcelona í gær. Flensburg er þar með úr leik...
Oddur Gretarsson lék í kvöld sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu með liði sínu Balingen í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Oddur hefur verið lengi að koma til baka eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné á síðasta sumri.
Oddur...
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar í IFK Skövde fengu ekki draumabyrjun í úrslitakeppninni um sænska meistaratitilinn í handknattleik í kvöld á heimavelli. Þeir töpuðu fyrir Ystads IF með tveggja marka mun, 30:28, eftir að hafa verið þremur mörkum undir...
Kadetten Schaffhausen, sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar, er komið í úrslit um meistaratitilinn í handknattleik karla í Sviss. Kadetten vann GC Amicitia Zürich í þriðja sinn í dag, að þessu sinni 28:21, á heimavelli. Kadetten vann þar með einvígi liðanna...
„Það hefur verið mikið fjör síðustu daga eftir ljóst varð að við förum upp úr deildinni enda hefur það geggjaða þýðingu fyrir allan bæinn,“ sagði Elliði Snær Viðarsson leikmaður þýska 2. deildarliðsins Gummersbach en liðið tryggði sér á dögunum...
„Mér finnst vera önnur ára yfir liðinu okkar núna heldur en í fyrra. Þá var bara geggjað að komast í úrslit en núna er eins og það verði ekkert merkilegt ef við vinnum ekki titilinn,“ segir Bjarni Ófeigur Valdimarsson...
Tumi Steinn Rúnarsson og samherjar hans í Coburg gerðu jafntefli við Bietigheim, 29:29, í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gærkvöldi. Leikið var á heimavelli í Bietigheim í Stuttgart. Tumi Steinn skoraði ekki mark að þessu sinni en átti...
Haukur Þrastarson og samherjar hans í pólska meistaraliðinu Vive Kielce komust í kvöld í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Vive Kielce vann franska liðið Montpellier öðru sinni í átta liða úrslitum, að þessu sinni með átta marka mun, 30:22,...
„Þetta tap var eins svekkjandi og það getur orðið,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir leikmaður BSV Sachsen Zwickau eftir eins marks tap fyrir Leverkusen, 25:24, á útivelli í kvöld í þýsku 1. deildinni í handknattleik.
Leverkusen skoraði sigurmarkið á síðustu...
Ungverska liðið Veszprém varð í kvöld þriðja liðið í sögunni til þess að komast í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla. Þrátt fyrir tveggja marka tap fyrir Aalborg Håndbold í Álaborg í síðari leik liðanna, 37:35, þá heldur ungverska...
Orri Freyr Þorkelsson skoraði tvö mörk í kvöld þegar Elverum vann Nærbø með 12 marka mun í þriðja og síðasta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik á heimavelli í kvöld. Lokatölur, 40:28, en aðeins munaði einu...
Brynja Katrín Benediktsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val. Brynja er línumaður og fædd árið 2004. Hún hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands. Brynja kom til félagsins fyrr í vetur og spilaði sína fyrstu leiki í...
Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG tryggðu sér efsta sætið í riðli eitt í átta liða úrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld þegar þeir lögðu Ribe-Esbjerg á heimavelli, 33:29, í næst síðustu umferð riðlakeppninnar. Henni lýkur á...
Kadetten Schaffhausen, liðið sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar, stendur orðið vel að vígi í undanúrslitum um meistaratitilinn í Sviss. Kadetten Schaffhausen vann GC Amicitia Zürich í hörkuleik í Zürich í dag, 34:32, og hefur þar með tvo vinninga í rimmu...
Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold sem Aron Pálmarsson leikur með og Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari hjá vann Mors-Thy með fjögurra marka mun, 38:34, í næst síðustu umferð í riðli tvö í átta liða úrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag....