Roland Eradze, handknattleiksþjálfari hjá HC Motor, ákvað í gær að yfirgefa Úkraínu enda ekkert annað að gera eins og ástandið er í landinu. Hann og Gintaras Savukynas, þjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor eru saman á bíl út úr landinu...
Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG biðu óvænt lægri hlut í kvöld í heimsókn sinni til Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik, 30:27. Þetta var fyrsta tap GOG í deildinni á leiktíðinni eftir 20 sigurleiki og eitt jafntefli....
Roland Eradze og félagar hans í úkraínska meistaraliðinu HC Motor komust heilu og höldnu heim til borgarinnar Zaporizjzja í nótt eftir rútuferð frá Kænugarði í gær. Roland staðfesti komu sína til Zaporizjzja í skilaboðum til handbolta.is í morgun.
HC Motor...
Elvar Örn Jónsson skoraði tvö mörk og átti tvær stoðsendingar fyrir lið Melsungen þegar það gerði jafntefli við Leipzig, 22:22, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki en lék til sín...
„Við erum í rútu á leið frá Kyiv til Zaporizhia og vonumst til en vitum ekki hvort við komumst á leiðarenda,“ sagði Roland Eradze, aðstoðarþjálfari úkraínska meistaraliðsins í handknattleik HC Motor Zaporizhia í samtali við handbolta.is fyrir stundu.
Roland var...
Sandra Erlingsdóttir var markahæst hjá EH Aalborg í stórsigri á Gudme HK, 34:24, í viðureign liðanna á Fjóni í gærkvöld í dönsku 1. deildinni í handknattleik. Sandra skoraði níu mörk, þar af fimm úr vítaköstum. EH Aalborg er í...
Aron Pálmarsson mætti til leiks á ný með Danmerkurmeisturum Aalborg Håndbold í kvöld og var í sigurliðinu þegar Aalborg vann Noregsmeistara Elverum örugglega á heimavelli, 32:27. Aalborg heldur þar með efsta sæti A-riðils, er stigi á undan THW Kiel,...
Aron Pálmarsson kemur inn í lið Aalborg Håndbold í dag þegar Álaborgarar taka á móti norsku meisturunum Elverum i riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik.
Aron hefur ekkert leikið handknattleik síðan hann meiddist snemma í viðureign Íslands og Svartfjallalands á Evrópumótinu...
Arnari Gunnarssyni var í gær sagt upp störfum hjá færeyska karlaliðinu Neistanum eftir rúmlega hálft annað ár í starfi, samkvæmt heimildum handbolta.is. Uppsögnin kemur í kjölfar taps Neistans fyrir H71, 28:12, í úrslitum bikarkeppninnar á laugardagskvöld.
Arnar þjálfaði í Þýskalandi...
Elliði Snær Viðarsson, leikmaður Gummersbach og íslenska landsliðsins, er í liði 22. umferðar í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Elliði Snær fór á kostum með Gummersbach þegar liðið vann Eisenach á sunnudaginn á heimavelli, 28:25. Skoraði Eyjamaðurinn m.a. sex...
Bjarki Már Elísson bauð upp á flugeldasýningu í kvöld þegar hann skoraði 15 mörk í 15 skotum er Lemgo tók á móti franska liðinu Nantes í Evrópudeildinni í handknattleik. Bjarka Má héldu bókstaflega engin bönd, hann var hreint ótrúlegur...
Tveir íslenskir handknattleiksmenn eru í liði 21. umferðar í þýsku 1. deildinni en greint var frá niðurstöðum í gær. Er þar um að ræða hornamennina Arnór Þór Gunnarsson hjá Bergischer HC og Bjarka Má Elísson leikmann bikarmeistara Lemgo. Þetta...
Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla var heiðraður í gærkvöld þegar viðurkenningar á Die German Handball Awards 2021 fóru fram en þá var lýst niðurstöðu í kjöri í ýmsum flokkum á handknattleiksfólki sem skaraði fram úr á síðasta...
Elliði Snær Viðarsson skoraði sex mörk í sjö skotum þegar lið hans, Gummersbach, vann Eisenach, 28:25, á heimavelli í gær í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Gummersbach heldur efsta sæti deildinnar. Liðið er með 34 stig eftir 22 leiki...
Bjarni Ófeigur Valdimarsson og samherjar í sænska liðinu IFK Skövde féllu í dag úr leik með minnsta mun í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik. Skövde tapaði fyrir SKA Minsk, 29:28, að lokinni vítakeppni í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands.
Fyrri viðureign liðanna...