Akureyringurinn Harpa Rut Jónsdóttir og stöllur hennar í LK Zug standa orðið afar vel að vígi í kapphlaupinu um meistaratitilinn í handknattleik kvenna í Sviss eftir að liðið vann LC Brühl í kvöld, 24:22, á heimavelli eftir að hafa...
Aron Rafn Eðvarðsson átti stórleik í marki Bietigheim í kvöld þegar liðið sótti Rimpar úlfana heim í þýsku 2. deildinni í handknattleik og vann með fjögurra marka mun, 25:21, eftir að hafa verið sex mörkum yfir að loknum fyrri...
Bjarki Már Elísson skoraði 11 mörk og var markahæstur hjá Lemgo þegar liðið vann Tusem Essen í miklum markaleik í Essen í gærkvöldi í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 39:37. Lemgo færðist upp í níunda sæti með 31 stig...
Gummersbach, liðið sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar og Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson leikur með, komst í kvöld í efsta sæti þýsku 2. deildarinnar með 14 marka sigri á Dessauer, 34:20, á útivelli.Gummersbach er þar með komið með 47 stig...
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og samherjar hans í PAUC treystu stöðu sína í fjórða sæti frönsku úrvalsdeildinnar í handknattleik með tveggja marka sigri á Ivry, 27:25, á heimavelli í frestuðum leik úr sjöttu umferð.PAUC hefur þar með 32 stig...
Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handknattleik eftir öruggan sigur á Meshkov Brest frá Hvíta-Rússlandi, 40:28, í síðari leik liðanna í Barcelona í kvöld. Barcelona stóð afar vel að vígi eftir fjögurra...
„Ég hlakka til að vinna aftur með Gumma á næsta tímabili,“ sagði Alexander Petersson, landsliðsmaður í handknattleik og núverandi liðsmaður Flensburg í Þýskalandi þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans í vikunni og spurði hann út í nýgerðan samning...
Danska meistaraliðið Aalborg, en Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins, er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Aalborg hafði betur í tveimur leikjum gegn þýska liðinu Flensburg, samtals 55:54, eftir tap í kvöld, 33:29 í Flensburg.Aalborg hefur aldrei komist...
MT Melsungen, liðið sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar og Arnar Freyr Arnarsson leikur með, komst upp í sjöunda sæti þýsku 1. deildarinnar í kvöld eftir baráttusigur á Arnóri Þór Gunnarssyni og félögum í Bergischer HV, 25:23. Melsungen var marki...
Elvar Ásgeirsson og samherjar í Nancy standa vel að vígi eftir fyrri undanúrslitaleikinn við Dijon í umspili frönsku B-deildarinnar í handknattleik. Nancy vann fyrri viðureign liðanna í kvöld á heimavelli Dijon með tveggja marka mun, 29:27. Síðari viðureignin verður...
Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og þjálfari, varð í gær úkraínskur bikarmeistari í handknattleik karla með Motor Zaporozhye. Motor vann Donbass, 27:24 í úrslitaleik.Roland er fyrsti Íslendingurinn til þess að verða lands-, og bikarmeistari í handknattleik í Úkraínu. Hann...
Harpa Rut Jónsdóttir og samherjar í LK Zug unnu í kvöld fyrsta úrslitaleikinn við LC Brühl um svissneska meistaratitilinn í handknattleik eftir mikla spennu og framlengingu, 30:29. Leikið var í Brühl en liðið varð efst í deildarkeppninni á leiktíðinni...
Svíinn Jonathan Carlsbogard tryggði Lemgo annað stigið eftir mikinn endasprett gegn Göppingen í dag í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 26:26. Carlsbogard jafnaði metin þegar þrjár sekúndur voru eftir en leikmenn Göppingen höfðu tapað boltanum níu sekúndum áður. Göppingen...
Handknattleiksmaðurinn Daníel Þór Ingason horfir fram til næsta keppnistímabils með eftirvæntingu eftir að hann skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við þýska 1. deildarliðið Balingen- Weilstetten. Hann reiknar með að leika stórt hlutverk í varnarleik liðsins enda beinlínis...
Síðasti heimaleikur EHV Aue undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar var á sunnudaginn þegar Aue vann Lübeck-Schwartau 34:26. Á laugardaginn leikur Aue sinn síðasta leik undir stjórn Akureyringsins þegar Aue sækir Fürstenfeldbruck heim. Af þessu tilefni er Rúnar kvaddur með virktum...