Sveini Jóhannssyni og samherjum í SönderjyskE var kippt niður á jörðina í kvöld. Eftir magnaðan sigur á Danmerkurmeisturum Aalborg Håndbold í síðustu viku þá máttu Sveinn og félagar bíta í súra eplið í kvöld er þeir töpuðu fyrir Lemvig-Thyborøn...
Líkur eru á að Oddur Gretarsson, landsliðsmaður og hornamaður þýska liðsins Balingen-Weilstetten, leiki ekki handknattleik fyrr en komið verður inn á næsta ár. Oddur fór í aðgerð í lok júní vegna brjóskeyðingar í hné.
„Um var að ræða fremur litla...
Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur staðið sig afar vel með liðinu sínu Ringköbing í tveimur fyrstu leikjum nýliðanna í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna það sem af er keppnistímabilsins. Elín Jóna er með um 33% hlutfallsmarkvörslu í leikjunum tveimur....
Afturelding hefur lánað handknattleiksmanninn Hafstein Óla Berg Ramos Rocha til HK frá og með 3. september til 1. júní á næsta ári eftir því sem fram kemur á félagaskiptasíðu HSÍ. Hafsteinn kom til Aftureldingar sumarið 2020 frá Fjölni.Ágúst Ingi...
Franska handknattleiksliðið HBC Nantes staðfesti loks fyrir hádegið að félagið hafi samið við landsliðsmarkvörðinn Viktor Gísla Hallgrímsson frá og með næsta keppnistímabili. Viktor Gísli, sem er 21 árs hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið en lið þess...
Rúmt ár er liðið síðan Guðjón Valur Sigurðsson lagði handknattleiksskóna á hilluna eftir langan og magnaðan feril sem handknattleiksmaður, þar af sem atvinnumaður í Þýskalandi, Spáni og síðast í Frakklandi í tvo áratugi með nokkrum af bestu handknattleiksliðum heims.
Guðjón...
Roland Eradze og félagar hans í úkraínska meistaraliðinu Motor Zaporozhye hrepptu bronsverðlaun í Austur-Evrópudeildinni (SHEA Gazprom League) í handknattleik karla en leikið var til úrslita á mótinu á föstudag og í gær. Motor vann hvít-rússnesku meistarana Meshkov Brest með...
Harpa Rut Jónsdóttir skoraði eitt mark þegar lið hennar LK Zug vann Herzogenbuchsee, 27:24, í fyrstu umferð svissnesku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær. Harpa og félagar eru ríkjandi meistarar í Sviss.
Afar góður leikur Elínar Jónu Þorsteinsdóttur, landsliðsmarkvarðar, dugði skammt...
„Þetta var hrikalega mikilvægur sigur í mjög erfiðum leik,“ sagði Elías Már Halldórsson þjálfari kvennaliðs Fredrikstad Bkl við handbolta.is í dag eftir að lið hans fagnaði sínum fyrsta sigri í annarri umferð norsku úrvalsdeildarinnar. Fredrikstad Bkl sótti tvö stig...
Orri Freyr Þorkelsson fór á kostum í fyrsta heimaleiknum í dag með Elverum í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar liðið vann Haslum, 37:21, í annarri umferð deildarinnar. Orri Freyr skoraði níu mörk í 11 tilraunum og var markahæsti leikmaður...
Lið íslensku handknattleikskvennanna í þýska handknattleiknum áttu erfitt uppdráttar í fyrstu umferð fyrstu og annarrar deildar í gær. Báðar máttu þær sætta sig við tap, hvor á sinni vígstöðinni. Díana Dögg Magnúsdóttir með nýliðum BSV Sachsen Zwickau í efstu...
Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í svissneska handknattleiksliðinu Kadetten komust í gær í aðra umferð Evrópudeildarinnar. Kadetten lagði serbneska liðið Vojvodina með 11 marka mun á heimavelli, 34:23, og samtals með fimm marka mun, 54:49, í tveimur leikjum.
Eftir sex...
Bjarki Már Elísson og samherjar í bikarmeistaraliði Lemgo töpuðu naumlega fyrir Þýskalandsmeisturum THW Kiel, 30:29, í meistarakeppninni í handknattleik í kvöld. Kiel var þremur mörkum yfir, 17:14, að loknum fyrri hálfleik og hélt yfirhöndinni lengst af í leiknum.
Leikmenn Lemgo...
Það skiptust á skin og skúrir hjá íslensku handknattleiksmönnunum í sænsku bikarkeppninni í dag. Daníel Freyr Andrésson og Aron Dagur Pálsson fögnuðu sigri en Teitur Örn Einarsson og félagar töpuðu.
Daníel Freyr stóð í marki Guif frá Eskilstuna þegar liðið...
Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í danska liðinu GOG komust í dag í aðra umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik með 11 marka sigri á Celje Lasko frá Slóveníu, 36:25. Leikið var í Danmörku og þurfti GOG að vinna upp fjögurra...