Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Guðjón Valur og Elliði Snær byrja vel

Guðjón Valur Sigurðsson byrjaði þjálfaraferil sinn á sigri í upphafsleik Gummersbach í þýsku 2.deildinni í handknattleik þegar liðið sótti VfL Lübeck-Schwartau heim, 27:25. Gummersbach var marki yfir í hálfleik, 14:13.Eyjapeyinn Elliði Snær Viðarsson getur líka afar vel við unað...

Teitur Örn með 5 og Kristianstad eitt efst

Teitur Örn Einarsson skoraði fimm mörk og Ólafur Andrés Guðmundsson eitt þegar IFK Kristianstad tyllti sér á topp sænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld eftir sigur á IFK Ystads, 29:24. Kristianstad er eina lið deildarinnar sem ekki hefur tapað stigi fram...

Frestað hjá Kristjáni Erni

Fyrsta heimaleik Kristjáns Arnar Kristjánssonar með franska liðinu PAUC sem fram átti að fara í kvöld hefur verið frestað en liðið átti að taka á móti Montpellier. Ástæðan fyrir frestuninni er sú að verulegar takmarkanir eru á komu áhorfenda...
- Auglýsing -

Þórir og stöllur skelltu Dönum

Þórir Hergeirsson og norska landsliðið fór afar vel af stað á fjögurra liða æfingamóti í Horsens í Danmörku í gær, Golden league, sem er upphitunarmót fyrir EM sem fram fer í Danmörku og í Noregi í desember.Norska landsliðið tók...

Nokkrar perlur frá Aroni og félögum – myndskeið

Aron Pálmarsson fór á kostum með Barcelona í gær þegar liðið vann Nantes, 35:27, í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Aron skoraði sex mörk í sjö skotum, átti einnig nokkrar stoðsendingar. Hér má sjá nokkrar af perlum Arons og samherja...

Betri fréttir af Hauki

Í nýrri frétt á heimasíðu pólska liðsins Vive Kielce segir að meiri bjartsýni ríki en áður um að meiðsli Hauks Þrastarsonar séu ekki eins alvarleg og í fyrstu var óttast. Við skoðun bendir margt til þess að fremra krossband...
- Auglýsing -

Íslendingar í eldlínu Evrópudeildar

Þrjú svokölluð Íslendingalið drógust saman í riðil í Evrópudeildinni í handknattleik karla þegar dregið var í riðla keppninnar á tíunda tímanum í morgun. Alls voru nöfn 24 liða í pottinum og voru þau dregin í fjóra riðla með sex...

Aron og félagar léku á als oddi

Aron Pálmarsson og samherjar í Barcelona sýndu nokkrar af sínum bestu hliðum í gærkvöld þegar þeir unnu sinn þriðja leik í Meistaradeild Evrópu í handknattleik, 35:27, í heimsókn sinni til Nantes í Frakklandi.Barcelona var þremur mörkum yfir í...

Sleit Haukur krossband?

Haukur Þrastarson meiddist á vinstra hné í leik Kielce og Elverum í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í kvöld. Á þessari stundu er ekki ljóst hversu alvarleg meiðslin eru. Ljóst er hinsvegar að menn búa sig undir að meiðslin geti...
- Auglýsing -

Bjarki Már heldur áfram

Markakóngur þýsku 1. deildarinnar í handknattleik á síðustu leiktíð, Bjarki Már Elísson, byrjar leiktíðina af krafti. Hann skoraði átta mörk í kvöld, þar af eitt úr vítakasti þegar Lemgo vann nýliða Coburg, 33:26, á heimavelli í fyrstu umferð deildarinnar....

Þurfti nánast að læra leikinn upp á nýtt

„Undirbúningstímabilið var langt og strangt og ég get viðurkennt að það tók á bæði líkamlega og andlega,“ sagði Bjarki Már Elísson, leikmaður Lemgo, markakóngur þýsku deildarinnar á síðasta tímabili og landsliðsmaður, þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans í...

Drætti frestað í sólarhring

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur frestað því að draga í riðla Evrópudeildarinnar í karlaflokki um sólarhring. Ástæðan er sú að í gærkvöld vaknaði grunur um kórónuveirusmit hjá starfsmanni EHF sem vann við undirbúning dráttarins sem fram átti að fara fyrir...
- Auglýsing -

Þokast nær toppnum

Aron Dagur Pálsson og samherjar í Alingsås þokast nær toppnum í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Þeir unnu í kvöld sinn þriðja leik í röð í deildinni og sitja nú í þriðja sæti með sex stig eftir fjóra leiki.Aron...

Arnór og félagar áfram á sigurbraut

Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold heldur áfram að gera það gott í Meistaradeild karla í handknattleik. Í kvöld vann liðið Zagreb í Króatíu, 27:26 eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 15:12.Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgarliðsins sem hefur...

„Ég er í ágætum málum“

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handknattleik og leikmaður Vendsyssel í Danmörku er á sínu þriðja keppnistímabili með liðinu. Eftir tvö ár með liðinu í 1. deild fluttist það upp í úrvalsdeild í vor eftir að keppnistímabilið fékk snubbóttan...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -