Grétar Ari Guðjónsson, markvörður, og samherjar hans í franska handknattleiksliðinu Nice unnu í kvöld sinn annan leik í röð er þeir lögðu Besancon, 30:23, á heimavelli í B-deildinni. Nice er þar með komið upp í áttunda sæti með...
Óskar Ólafsson átti stórleik með Drammen í kvöld þegar liðið gerði jafntefli við Nærbø á heimavelli, 30:30, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Spútniklið Nærbø var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:13.Óskar, sem fyrr í mánuðinum var valinn...
Einn leikmaður í herbúðum Guðjóns Vals Sigurðssonar þjálfara þýska 2. deildarliðsins Vfl Gummersbach greindist í morgun jákvæður við skimun eftir kórónuveirunni. Af þeim sökum hefur tveimur næstu leikjum liðsins verið slegið á frest.
Leikmenn Gummersbach áttu fyrir höndum tvo...
Aron Dagur Pálsson og samherjar í sænska úrvalsdeildarliðinu Alingsås unnu magnaðan sigur á þýska liðinu SC Magdeburg í Evrópudeildinni í handknattleik á heimavelli í gærkvöld. Hornamaðurinn Samuel Lindberg skoraði sigurmarkið, 30:29, á hreint ævintýralegan hátt á síðustu sekúndu eftir...
Fjórir íslenskir handknattleiksmenn eru á meðal 30 markahæstu í þýsku 1. deildinni í handknattleik karla um þessar mundir. Viggó Kristjánsson, Stuttgart, og Bjarki Már Elísson, Lemgo, er í tveimur af þremur efstu sætunum.
Á listanum eru einnig að finna...
„Ég held að þessi sigur hafi verið frekar óvæntur fyrir flesta,“ sagði Aron Dagur Pálsson, leikmaður sænska liðsins Alingsås við handbolta.is eftir að liðið vann hið þýska SC Magdeburg, 30:29, á heimavelli í C-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik í kvöld...
Hvorki gengur né rekur hjá danska úrvalsdeildarliðinu Skjern um þessar mundir en Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik leikur með liðinu. Í kvöld tapaði liðið fjórða leik sínum í röð þegar það sótti Bjerringbro/Silkeborg heim, 32:26.
Elvar Örn skoraði...
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, og þjálfari þýska liðsins MT Melsungen losnar úr 14 daga sóttkví frá og með morgundeginum. Sama á við alla hans leikmenn, þar á meðal íslenska landsliðsmanninn Arnar Frey Arnarsson.
Smit kom upp í...
Tveir íslenskir handknattleiksmenn slógu svo hressilega í gegn með frammistöðu sinni í 9. umferð þýsku deildarinnar sem leikin var um síðustu helgi að þeir fengu sæti í liði umferðarinnar. Um er að ræða Akureyringinn Odd Gretarsson sem skoraði níu...
Ekkert verður af því að Viktor Gísli Hallgrímsson og samherjar í danska liðinu GOG mæti Trimo Trebnje frá Slóveníu í Evrópudeildinni í handknattleik annað kvöld eftir að þjálfari GOG, Nicolej Krickau, og leikmaðurinn Emil Madsen greindust með kórónuveiruna í...
Sveinn Jóhannsson og samherjar í SönderjyskE náðu í tvö mikilvæg stig þegar þeir sóttu Århus Håndbold heim í kvöld í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. SönderjyskE var með yfirhöndina í leiknum nánast frá upphafi til enda. Leikmenn Århus gerðu harða...
Daníel Freyr Andrésson, markvörður, og samherjar hans í Guif riðu ekki feitum hesti frá heimsókn sinni til Sävehof í kvöld í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik en leikurinn fór fram í Partille. Sóknarmenn Guif-liðsins virtust miður sín. Þeim tókst aðeins...
Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Kadetten Schaffhausen í Sviss, leikmenn liðsins og starfsmenn eru komnir í tíu daga sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist hjá einum í hópnum að lokinni ferð liðsins til Norður-Makedóníu í síðustu viku þar sem Kadetten lék við...
Handknattleiksmarkvörðurinn Sveinbjörn Pétursson, sem leikur með þýska liðinu EHV Aue, var einn leikmanna liðsins sem fékk kórónuveiruna fyrir meira en mánuði. Þetta staðfestir hann við vefmiðilinn akureyri.net í dag. Sveinbjörn hefur jafnað sig og segist vera orðinn eldhress.
Aftur kom...
„Í fyrsta sinn á stórmóti síðan á HM 2017 sjáum við fram á að hafa nær alla okkar bestu leikmenn tilbúna í verkefnið,“ sagði Þórir Heirgeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í samtali við handbolta.is. Þótt enn hafi ekki verið staðfest...