- Auglýsing -
- Auglýsing -

Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Þrír leikir á þremur dögum

Eftir að hafa losnað út eftir 10 daga sóttkví þá verða Aron Pálmarsson og samherjar í Barcelona að leika þrjá leiki á þremur dögum í röð. Á fimmtudaginn taka þeir á móti danska meistaraliðinu Aalborg í Meistaradeild Evrópu....

Mega ráða niðurstöðunni

Aganefnd Handknattleikssambands Færeyja hefur kveðið upp úrskurð í kæru VÍF vegna mistaka við framkvæmd leiks liðsins við Neistan, sem Arnar Gunnarsson þjálfar. Liðin áttust við í Höllinni á Hálsi í Þórshöfn 11. okótber. Telja stjórnendur VÍF að mistök hafi verið...

Ráku af sér slyðruorðið

Leikmenn sænska liðsins IFK Kristianstad risu upp á afturlappirnar í kvöld og ráku af sér slyðruorðið eftir tvo tapleiki í röð og gjörsigruðu leikmenn Dinamo Búkarest í Kristianstad í annarri umferð B-riðils Evrópudeildarinnar í handknattleik karla, 31:22, eftir að...
- Auglýsing -

Fyrsti sigurinn í Evrópudeildinni

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í danska liðinu GOG unnu í kvöld sinn fyrsta leik í Evrópudeildinni í handknattleik. GOG vann Pelister frá Norður-Makedóníu í hörkuleik í eina leik dagsins í annarri umferð D-riðils, 30:29, á heimavelli. Staðan var...

Tveir Íslendingar í vali á leikmanni áratugarins

Tveir Íslendingar eru á lista yfir 89 handknattleiksmenn sem koma til álita í valinu á besta handknattleiksmanni áratugarins sem handboltavefsíðan handball-planet stendur fyrir um þessar mundir. Annars vegar er um að ræða hornamanninn Guðjón Val Sigurðsson, sem síðast lék...

Stökk á draumatækifærið

Valsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason er kominn í burðarhlutverk í vörn toppliðs þýsku 1. deildarinnar Rhein-Neckar Löwen aðeins örfáum mánuðum eftir að hann gekk til liðs við félagið. Varnarleikurinn hefur um leið verið til fyrirmyndar og til að mynda skoraði...
- Auglýsing -

Íslendingalið stendur völtum fótum

Danska úrvalsdeildarliðið Århus United, sem Thea Imani Sturludóttir landsliðskona leikur með, stendur höllum fæti um þessar mundir ef marka má fregnir í Århus Stiftstidende. Þar segir að félagið vanti tvær milljónir danskra króna, jafnvirði um 44,5 milljóna króna, inn...

Þjálfarateymið styrkt

Forráðamenn Ribe-Esbjerg, þar sem þrír íslenskir handknattleiksmenn leika, hefur ákveðið að styrkja þjálfarateymi sitt og freista þess að blása lífi í liðið sem hefur farið afleitlega af stað í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Ákveðið hefur verið að Mathias Madsen...

Aron og félagar frjálsir menn á ný

Aron Pálmarsson og aðrir leikmenn spænska stórliðsins Barcelona losna í fyrramálið úr sóttkví og sumir jafnvel úr eingangrun eftir að kórónuveirusmit kom upp innan liðsins fyrir 10 dögum. Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í dag. Þar segir að allir...
- Auglýsing -

Ágúst Elí var öflugur í sigurleik

Ágúst Elí Björgvinsson átti afar góðan leik þegar KIF Kolding vann einkar mikilvægan sigur á botnliði Ringsted á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld, 27:25, eftir að hafa verið marki undir að loknum fyrri hálfeik, 13:12....

Fyrsti Íslendingurinn í liði umferðarinnar

Janus Daði Smárason, leikmaður Göppingen, er í liði fimmtu umferðar þýsku 1. deildarinnar en liðið var kynnt í dag, daginn eftir að fimmtu umferð lauk. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem valinn er í lið umferðarinnar það sem af er...

Aukin reynsla og trú á eigin hæfileikum

Viggó Kristjánsson hefur vakið mikla athygli í þýsku 1. deildinni í handknattleik það sem af er leiktíðar. Hann er markahæsti leikmaður deildarinnar um þessar mundir með 37 mörk eftir fimm umferðir, ríflega sjö mörk að jafnaði í leik. Viggó, sem...
- Auglýsing -

Alfreð klár með hópinn í fyrstu leikina

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla, hefur tilkynnt hvaða leikmenn hann ætlar að tefla fram í tveimur leikjum í undankeppni EM í byrjun nóvember. Þjóðverjar eiga að mæta Bosníu í Düsseldorf 5. nóvember og Eistlendingum þremur dögum síðar...

Tveir Íslendingar á meðal fjögurra efstu

Tveir íslenskir handknattleiksmenn eru á meðal fjögurra markahæstu manna í þýsku 1. deildinni í handknattleik þegar fimm umferðir eru að baki. Viggó Kristjánsson trónir á toppnum með rúm sjö mörk skoruð að jafnaði í leik fram til þessa. Hann...

Guðjón Valur og lærisveinar tylltu sér á toppinn

Gummersbach komst í kvöld í efsta sæti þýsku 2. deildarinnar í handknattleik með þægilegum sigri á botnliði Emsdetten á heimavelli þess síðarnefnda, 27:24. Gummersbach var einnig þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12. Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson stóð vaktina í vörninni...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -