Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Ólafur fór hamförum

Íslendingaliðið IFK Kristianstad hóf keppni í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í dag með mikilvægum sigri á HK Malmö, 26:24. Leikið var í Baltiska-íþróttahöllinni í Malmö. Íslensku landsliðsmennirnir í liði IFK voru í stórum hlutverkum að vanda.Segja má að...

Stórsigur í Zwickau

Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar hennar í BSV Sachsen Zwickau unnu í dag stórsigur á HSG Freiburg á heimavelli, 21:13, í þýsku 2.deildinni í handknattleik, annarri umferð. Í hálfleik benti fátt til að sigurinn yrði svo stór sem...

Viktor og félagar áfram á sigurbraut

GOG, liðið sem Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með, heldur áfram á sigurbraut í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Í dag vann GOG liðsmenn Århus Håndbold, 29:21, á heimavelli og átti Viktor Gísli fínan leik. Hann stóð í marki liðsins allan...
- Auglýsing -

Misjafnt gengi Íslendinga

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður, og Steinunn Hansdóttir léku báðar með Vendsyssel sem tapaði á heimavelli fyrir Skanderborg í fjórðu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag, 26:19. Leikið var á heimavelli Vendsyssel á Jótalandi.Elín Jóna kom lítið við...

Aron markahæstur í stórsigri

Spænska 1. deildin er komin á fulla ferð. Í gærkvöld hófst önnur umferðin sem leikin er í vikunni og voru það meistarar Barcelona sem riðu á vaðið með heimsókn sinni til La Rioja. Sem fyrr þá voru yfirburðir Barcelona-liðsins...

Fyrsti sigurinn í höfn

Skjern, liðið sem Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik leikur með vann langþráðan sigur í gærkvöld þegar það sótti Frederica heim í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Lokatölur, 35:31. Að loknum fyrri hálfleik var staðan, 18:15, Skjern í vilElvar Örn...
- Auglýsing -

Fyrsti leikur Hauks

Haukur Þrastarson tók þátt í sínum fyrsta kappleik með pólska meistaraliðinu Vive Kilce í dag þegar liðið mætti Szczerin á heimavelli og vann öruggan 15 marka sigur, 37:22, í annarri umferð pólsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik.Haukur skoraði ekki mark í...

Arnór og meistararnir á sigurbraut

Aalborg vann sinn þriðja sigur í röð í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöld þegar liðið sótti Ribe-Esbjerg heim á vesturhluta Jótlands, 35:30. Arnór Atlason, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, er aðstoðarþjálfari dönsku meistaranna sem tróna nú á toppi deildarinnar.Rúnar Kárason átti...

Tveir Íslendingar í liði umferðarinnar

Tveir íslenskir handknattleiksmenn eru í liði annarrar umferðar í dönsku úrvalsdeildinni en við val á liðinu er litið til nokkurra tölfræðiþátta og þannig metin frammistaða leikmanna í einstökum leikstöðum vallarins.Elvar Örn Jónsson hjá Skjern skaraði fram úr öðrum leikmönnum...
- Auglýsing -

Átakalítill upphafsleikur

Eins og við var að búast þá var lið Helvetia Anaitasuna þeim Aroni Pálmarssyni og samherjum í Barcelona ekki mikil fyrirstaða í kvöld í upphafsleik þeirra í spænsku 1. deildinni í handknattleik. Lokatölur voru 31:18 en að loknum fyrri...

Íslendingar á sigurbraut

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður, og samherjar hans í GOG fögnuðu góðum sigri í kvöld á Bjerringbro/Silkeborg, 36:31, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik en leikið var á heimavelli síðarnefnda liðsins. GOG var marki yfir að loknum fyrri hálfleik,...

Hleypur í skarðið fyrir Stefán Rafn

Ungverska stórliðið Pick Szeged hefur samið við slóvakann, Martin Stranovsky, 31 árs gamlan hornamann til fjögurra mánaða. Honum er ætlað að hlaupa í skarðið fyrir Stefán Rafn Sigurmannsson meðan hann jafnar sig á erfiðum meiðslum.Stranovsky kemur frá Tatran...
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir og Ómar Ingi komnir á fullt

Handknattleiksmennirnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon eru komnir á fulla ferð með liði SC Magdeburg. Þeir voru báðir með í fyrrakvöld þegar Magdeburg vann 2. deildarlið Eisenach, 35:22, í æfingaleik á heimavelli.Ómar Ingi Magnússon skoraði tvö mörk...

Þjálfari Íslendinga greinist með Covid19

Jürgen Schweikardt, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Stuttgart, hefur greinst með kórónuveiruna eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu í morgun. Hann fékk niðurstöðu úr prófi á mánudag en mun hafa gengist undir það á laugardag.Tveir íslenskir handknattleiksmenn...

Botninn datt úr í síðari

Elvar Örn Jónsson var besti maður Skjern-liðsins þegar það mátti þola tap á heimavelli í kvöld fyrir spræku liði Skanderborg, 31:28, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Elvar Örn skoraði sjö mörk í níu skotum og átti auk þess þrjár...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -