Keppni hefst í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld með fjórum leikjum og sá fimmti í fyrstu umferð fer fram annað kvöld. Eins og áður þá kljást 12 lið næstu mánuði um deildarmeistaratitilinn og sæti á meðal átta efstu...
Þá er komið að því að flautað verður til leiks í Olísdeild karla. Fyrstu fjórir leikir keppnistímabilsins verða háðir í kvöld. Að þessu sinni verður upphafsleikur Olísdeildar í nýju og glæsilegu íþróttahúsi Framara í Úlfarsárdal sem opnað var í...
Afturelding hefur samið við úkraínska hornamanninn Ihor Kopyshynskyi til eins árs og verður hann gjaldgengur með Mosfellingum í kvöld þegar þeir sækja Íslands- og bikarmeistara Vals heim í fyrstu umferð Olísdeildar karla.
Kopyshynskyi gekk til liðs við Hauka í upphafi...
Haraldur Bolli Heimisson skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA. Haraldur Bolli er tvítugur línumaður sem fékk eldskírn sína með meistaraflokksliði KA á síðasta keppnistímabili.
Orri Freyr Þorkelsson skoraði eitt mark fyrir Elverum þegar liðið tapaði fyrir...
Það kom ekki á óvart þegar Íslands-, deildar- og bikarmeisturum Vals var spáð efsta sæti í árlegri spá þjálfara og fyrirliða liðanna í Olísdeilda karla. Greint var frá niðurstöðum spárinnar í hádeginu í dag á árlegum kynningarfundi Olísdeildar.
Ef marka...
„Innherjaupplýsingar komu sér vel,“ sagði Rúnar Sigtryggsson þjálfari Hauka sposkur á svip þegar handbolti.is innti hann eftir nýjustu viðbótinni í Haukaliðið sem tilkynnt var um í dag. Sonur Rúnars, Andri Már, gekk til liðs við Hauka frá þýska 1....
Haukum hefur borist liðsauki fyrir átökin sem eru framundan í Olísdeild karla í handknattleik. Greint er frá því á Facebooksíðu Stuttgart í Þýskalandi að Andri Már Rúnarsson hafi óskað eftir að verða leystur undan samning við félagið og hann...
Dregið var í aðra umferð í Evrópubikarkeppni karla í handknattleik karla í morgun og voru nöfn þriggja íslenskra félagsliða í skálunum sem dregið var úr.
ÍBV, sem ennþá á eftir að leika við Holon HC frá Ísrael, mætir Donbas Donetsk...
Skarphéðinn Ívar Einarsson og Dagur Árni Heimisson hafa skrifað undir nýja tveggja ára samninga við handknattleiksdeild KA. Skarphéðinn er ný orðinn 17 ára og kom inn í meistaraflokkslið KA á síðustu leiktíð. Hann var í U18 ára landsliðinu sem...
Þrefaldir meistarar síðasta keppnistímabils, Valur, mæta sterkir til leiks á nýju keppnistímabili ef marka má frammistöðu þeirra gegn KA í meistarakeppni HSÍ í Origohöllinni í dag. Valsmenn voru talsvert sterkari en KA-menn frá upphafi til enda og unnu með...
Íslands-, deildar- og bikarmeistarar Vals og KA mætast í meistarakeppni karla í handknattleik í Origohöllinni við Hlíðarenda í dag. Flautað verður til leiks klukkan 16.
Viðureignin í meistarakeppninni markar upphaf Íslandsmótsins hvert ár en þá leiða saman hesta sína...
Nýliðar Olísdeildar karla í handknattleik, Hörður á Ísafirði, hafa samið við 21 árs gamlan brasilískan markvörð, Emannuel Augusto Evangelista. Standa vonir til þess að Brasilíumaðurinn verði klár í slaginn í Olísdeildinni þegar Hörður sækir Íslands- og bikarmeistara Vals heim...
Hinn þrautreyndi handknattleiksþjálfari Guðlaugur Arnarsson kemur inn í þjálfarateymi karlaliðs KA á komandi keppnistímabili og mun starfa með Jónatan Þór Magnússyni aðalþjálfara. Sverre Andreas Jakobsson verður áfram í þriggja manna þjálfarateymi KA eins og undanfarin ár.
Samhliða störfum...
Eyjamaðurinn Friðrik Hólm Jónsson hefur fengið félagaskipti frá ÍBV til nýliða ÍR í Olísdeild karla. Þetta kemur fram í félagaskiptaskrá á vef HSÍ. Friðrik Hólm er vinstri hornamaður og hefur leikið með ÍBV síðustu árin og var m.a. í...
Haukar hafa samið við markvörðurinn Matas Pranckevicius um að leika með Hafnarfjarðarliðinu á keppnistímabilinu sem hefst í næstu viku. Pranckevicius er 24 ára gamall Litái. Hann hefur verið við æfingar með Haukaliðinu undanfarna daga með það í huga að...