Íslandsmeistarar Vals mæta Bjarka Má Elíssyni og samherjum í þýska bikarmeistaraliðinu Lemgo í annarri umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik karla. Dregið var í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu, EHF, í Vínarborg í morgun.Fyrri leikurinn verður á heimavelli Vals þriðjudaginn 21. september...
Afturelding hefur lánað handknattleiksmanninn Hafstein Óla Berg Ramos Rocha til HK frá og með 3. september til 1. júní á næsta ári eftir því sem fram kemur á félagaskiptasíðu HSÍ. Hafsteinn kom til Aftureldingar sumarið 2020 frá Fjölni.Ágúst Ingi...
Í fyrramálið kemur í ljós hvaða lið verður andstæðingur Vals í annarri umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik karla. Eftir að fyrstu umferð keppninnar lauk í gær er svo komið að það verða nöfn 24 liða í pottinum þegar dregið verður...
Serbinn Igor Mrsulja og Japaninn Akimasa Abe sem Grótta hefur samið við eru ekki komnir með leikheimild hér á landi. Þetta staðfesti Arnar Daði Arnarsson, þjálfari karlaliðs Gróttu, við handbolta.is í kvöld. Arnar Daði sagði að ólíklegt væri að...
Hornamaðurinn örvhenti, Leonharð Þorgeir Harðarson, hefur framlengt samningi sínum við handknattleiksdeild FH fram yfir keppnistímabilið 2024. Fyrri samningur hans gilti til næsta vors en Leonharð og FH voru sammála um að tvínóna ekki við að gera nýjan samning í...
Handknattleiksdeild ÍBV staðfesti í gær að Grímur Hergeirsson hafi samið við deildina um að þjálfara meistaraflokkslið karla með Erlingi Richardssyni á komandi leiktíð. Nokkuð er síðan handbolti.is sagði frá þessu enda var Grímur með ÍBV-liðinu ásamt Erlingi á Ragnarsmótinu...
Íslandsmeistarar Vals eru komnir áfram í aðra umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik karla eftir eins marks sigur í dag á RK Porec, 22:21, og samanlagt 44:39, eftir tvo leiki. Valsmenn unnu einnig fyrri leikinn í gær, 22:18. Báðar viðureignir fór...
Valsmenn standa ágætlega eftir fjögurra marka sigur, 22:18, á RK Porec í fyrri viðureigninni í 1. umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í Porec í Króatíu í dag. Þrátt fyrir mikla erfiðleika í sóknarleiknum í síðari hálfleik þá tókst Val...
Handknattleiksmaðurinn Björgvin Þór Hólmgeirsson hefur endurskoðað ákvörðun sína um að rifa seglin á handknattleiksvellinum, tekið fram handboltaskóna á nýjan leik og hafið æfingar með Stjörnunni.Björgvin Þór staðfesti þetta í samtali við Vísir.is í gær.Hann sagði í samtali við handbolta.is...
„Ég viðurkenni að ég veit ekki mikið um þetta lið sem við erum að fara að mæta enda hefur verið erfitt að fá glöggar upplýsingar um það,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, spurður um hvað hann vissi...
Handknattleiksdeild Hauka hefur lánað Kristófer Mána Jónasson tímabundið til Aftureldingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá handknattleiksdeild Hauka í kvöld. Kristófer Máni er þriðji leikmaðurinn sem Haukar lána til Aftureldingar fyrir komandi leiktíð.Í síðustu viku var greint frá því...
Íslandsmeistarar Vals lögðu af stað frá landinu í morgun. Ferð þeirra er heitið til Króatíu þar sem þeirra bíða tveir leikir í 1. umferð Evrópudeildarinnar gegn RK Porec um helginga. Fyrri viðureignin verður klukkan 17 á föstudaginn og sú...
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ekki sáttur við að leikurinn við Val í meistarakeppni HSÍ hafi verið settur á dagskrá í kvöld og það með nokkuð skömmum fyrirvara. Að hans mati hafi verið um tímaskekkju að ræða. Það...
„Ég var mjög ánægður með strákana, ekki síst þar sem ég vissi ekki alveg hvað myndi gerast eftir það sem á undan er gengið hjá okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, eftir sigur á Haukum, 28:24, í...
Íslandsmeistarar Vals unnu í kvöld meistarakeppni HSÍ handknattleik kala þegar þeir lögðu deildarmeistara síðasta árs, Hauka, örugglega, 28:24, í Origohöllinni á Hlíðarenda. Sigurinn er gott veganesti fyrir Valsmenn sem halda í fyrramálið út til Króatíu þar sem þeir mæta...