- Auglýsing -
- Auglýsing -

Olís kvenna

- Auglýsing -

Valur leikur til úrslita – Fram er úr leik

Fram er úr leik í keppninni um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna eftir annað tap fyrir Val í undanúrslitarimmu liðanna, 24:19, í Origohöllinni í kvöld. Valur mætir annað hvort deildarmeisturum KA/Þórs eða ÍBV í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. KA/Þór og ÍBV...

Geggjað mark á mikilvægum tímapunkti

„Við unnum þetta á liðsheildinni,“ sagði Rakel Sara Elvarsdóttir, markahæsti leikmaður KA/Þórs í samtali við handbolta.is í Vestmannaeyjum í kvöld eftir að KA/Þór knúði fram oddaleik í undanúrslitaeinvígi sínu við ÍBV, 24:21, í Vestmannaeyjum. Rakel Sara skoraði sex mörk,...

Mark Rakelar Söru var gulls ígildi

KA/Þór tryggði sér oddaleik í undanúrslitum Olísdeildar kvenna með þriggja marka sigri í mögnuðum leik í Vestmannaeyjum í kvöld, 24:21, eftir spennuþrungnar lokamínútur þar sem ÍBV náði að jafna metin, 21:21, í fyrsta sinn í síðari hluta seinni hálfleiks....
- Auglýsing -

Myndskeið: Vaskir trommarar frá Akureyri mættir til Eyja

Nokkrir stuðningsmenn KA/Þórs eru eru mættir í áhorfendastúkuna í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum til að styðja sitt lið í leiknum við ÍBV. Þar á meðal er fjórir vopnaðir trommum, kjuðum og grímum. Þeir ætla að ekki að láta sitt eftir...

Birna Berg með ÍBV í kvöld

Birna Berg Haraldsdóttir landsliðskona í handknattleik er í leikmannahópi ÍBV í dag í annarri viðureign Eyjaliðsins við deildarmeistara KA/Þórs í undanúrslitum Olísdeildar kvenna. Liðin hefja leik í Vestmannaeyjum klukkan 18.Birna hefur ekki tekið þátt í leikjum í úrslitakeppninni, en...

Dagskráin: KA/Þór og Fram verða að sækja vinninga á útivelli

Í kvöld ræðst hvort deildarmeisturum KA/Þórs og deildarmeisturum síðasta árs, Fram, tekst að knýja fram oddaleiki í rimmum sínum sínum við ÍBV og Val í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik þegar leikir annarrar umferðar undanúrslita fara fram. Deildarmeistarar KA/Þórs mæta...
- Auglýsing -

Handboltinn okkar: Undanúrslit Olísdeildar kvenna til umræðu

Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar gáfu frá sér sinn 58. þátt í dag en umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru þeir Jói Lange og Gestur Guðrúnarson.  Í þættinum fóru þeir yfir leikina í undanúrslitunum í Olísdeild kvenna sem fram...

Haukar semja við efnilegan markvörð frá Akureyri

Handknattleiksdeild Hauka hefur samið við markvörðinn Ólöfu Maren Bjarnadóttur til næstu tveggja ára. Hún bætist við leikmannahóp Hauka fyrir næsta keppnistímabil. Ólöf kemur til liðs við Hauka frá uppeldisfélagi sínu KA/Þór en þar hefur hún fengið smjörþefinn af Olísdeild kvenna...

„Ætlum ekki strax í sumarfrí“

Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, sagði í samtali við handbolta.is að liðið hafi leikið undir pari í síðari hálfleik í gær gegn ÍBV í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í KA-heimilinu. KA/Þór tapaði leiknum, 27:26, eftir að...
- Auglýsing -

Ég er ótrúlega stolt af liðinu

„Til að byrja með langar mig bara að segja hvað ég er ótrúlega stolt af liðinu. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og við erum ótrúlega samstilltur og góður hópur. Ég er bara mjög glöð og þakklát fyrir...

Vörnin var lykill að sigrinum

„Varnarleikur okkar var lykillinn að sigrinum,“ sagði Thea Imani Sturludóttir, leikmaður Vals sem fór á kostum í dag þegar Valur lagði Fram, 28:22, í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik. Thea Imani skoraði níu mörk og...

Mætum dýrvitlausar á miðvikudaginn

„Ég hef ekki skýringar svona rétt eftir leik en kannski má segja að við höfum ekki hitt á okkar besta dag meðan Valsliðið gerði það aftur á móti og margt féll með því. Þar skildi á milli,“ sagði Hildur...
- Auglýsing -

Myndaveisla: KA/Þór – ÍBV

ÍBV vann deildarmeistara KA/Þórs í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik í KA-heimilinu í dag, 27:26, í hörkuleik. Egill Bjarni Friðjónsson var að vanda með myndavélina á lofti í KA-heimilinu og sendi handbolta.is syrpu mynda sem...

Myndskeið: Eyjamenn halda uppi fjöri á Akureyrarflugvelli

Handboltalið ÍBV og um 50 stuðningsmenn liðsins komast hvorki lönd né strönd frá Akureyri þessa stundina eftir frækilegan sigur á deildarmeisturum KA/Þórs í dag, 27:26, í fyrsta leik undanúrslita Olísdeildar kvenna í handknattleik. Flugvél sem á að flytja hópinn...

Valsliðið lék við hvern sinn fingur

Valur tók forystuna í einvíginu við Fram með öruggum sex marka sigri, 28:22, í Framhúsinu í dag í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik. Valsiðið hitti svo sannarlega á góðan dag og segja má að leikmenn...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -