Olís kvenna

- Auglýsing -

Dagskráin: Nýliðarnir sækja Valsara heim

Einn leikur fer fram á Íslandsmóti meistaraflokka í handknattleik í kvöld, miðvikudag. Í 4. umferð Olísdeildar kvenna sækja nýliðar ÍR, sem hafa gert það gott, Íslandsmeistara Vals heim í Origohöllina. Stefnt er á að leikurinn hefjist klukkan 19.30.Valur er...

Afturelding hélt í við ÍBV í nærri 50 mínútur

ÍBV lagði Aftureldingu, 32:24, í fyrsta leik fjórðu umferðar Olísdeildar kvenna í handknatttleik í Vestmannaeyjum í kvöld eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik.Með sigrinum komst ÍBV upp að hlið Vals í efsta sæti deildarinnar....

Brasilískar systur bætast í hópinn hjá KA/Þór

Handknattleiksdeild KA/Þórs hefur gengið frá samningum við brasilískar systur, Nathália Fraga og Isabelle Fraga um að leika með liðinu í vetur.Vonir standa til að Nathália Fraga geti spilað gegn Stjörnunni en verið er að klára síðustu pappírana tengt atvinnuleyfinu...
- Auglýsing -

Kvennakastið – annar þáttur

2. þáttur af Kvennakastinu, hlaðvarpsþætti þar sem kastljósinu er beint að handknattleik kvenna, er kominn í loftið. Meðal efnis:🔥 Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals í viðtali.🔥 Valur með alvöru frammistöðu gegn stórliði frá Rúmeníu.🔥 Toppslagir á sitthvorum enda töflunnar í...

Dagskráin: Eyjar og Kaplakriki

Tveir leikir verða háðir á Íslandsmótinu í handknattleik í kvöld ef samgöngur setja ekki strik í reikninginn. Fjórða umferð Olísdeildar kvenna hefst í Vestmannaeyjum með viðureign ÍBV og Aftureldingar. Til stóð að leikurinn færi fram í gær. Vegna þátttöku...

Meistarar Vals treysta á alvöru stuðning í stórverkefni dagsins

Íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í dag þegar liðið mætir H.C. Dunarea Braila frá Rúmeníu í Origohöllinni klukkan 17. Um er að ræða fyrri viðureign liðanna í 1. umferð undankeppni...
- Auglýsing -

Dagskráin: Íslandsmótið og Evrópukeppni

Ekkert verður af viðureign ÍBV og Aftureldingar í Olísdeild kvenna sem til stóð að fram færi í dag í Vestmannaeyjum. Samgöngur setja strik í reikninginn. Gerð verður atlaga til að koma leiknum á dagskrá annað kvöld.Valur mætir rúmenska...

ÍR og Fram komin í hóp með Haukum og ÍBV

ÍR og Fram færðust upp að hlið ÍBV og Hauka með fjögur stig eftir þrjár umferðir með sigrum í leikjum sínum gegn KA/Þór og Stjörnunni í dag þegar þriðju umferð Olísdeildar kvenna lauk. Tvö síðarnefndu liðin eru áfram stigalaus...

Leikjavakt: Olísdeild kvenna, tveir leikir

Tveir síðustu leikir Olísdeildar kvenna fara fram í dag. Klukkan 16.15 hefst viðureign Stjörnunnar og Fram í Mýrinni í Garðabæ. Stundarfjórðungi síðar mætast lið ÍR og KA/Þórs í Skógarseli, heimavelli ÍR.Handbolti.is fylgist með báðum leikjum á leikjavakt hér fyrir...
- Auglýsing -

Zecevic leikur með Stjörnunni á nýjan leik

Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur staðfest að Darija Zecevic markvörður tekur upp þráðinn með liðinu. Zecevic lék með Stjörnunni frá 2021 til 2023 en upp úr slitnaði á milli hennar og félagsins í vor. Stefndi í að Zecevic réri á ný...

Dagskráin: Átta leikir í dag í þremur deildum

Þriðju umferð í Olísdeildum kvenna og karla lýkur í dag með þremur viðureignum. Tveimur í Olísdeild kvenna og einum í karladeildinni.Keppni hófst í Grill 66-deild kvenna í gærkvöld. Í dag verður haldið af stað í Grill 66-deild karla með...

Áskorun frá leikmönnum Íslandsmeistaraliðs Vals

Fréttatilkynning frá leikmönnum og þjálfurum Íslandsmeistara Vals.Miðasala á leik Vals og H.C. Dunarea Braila.Tengt efni:https://handbolti.is/fyrsta-tapid-thjalfarinn-rekinn-fyrir-islandsfor/
- Auglýsing -

Haukar voru öflugri gegn Aftureldingu á Ásvöllum

Leikmenn Hauka voru fremri liðsmönnum Aftureldingar þegar liðin mættust í Olísdeild kvenna á Ásvöllum í kvöld. Að lokum munaði aðeins þremur mörkum á liðunum, 25:22, eftir að Haukar höfðu verið með fimm til sex marka forskot nær allan síðari...

Dagskráin: Þrír leikir í þriðju umferð

Þriðja umferð Olísdeildar karla í handknattleik hefst í kvöld með tveimur leikjum. Einnig verður einn leikur í 3. umferð Olísdeildar kvenna.Leikir kvöldsinsOlísdeild kvenna:Ásvellir: Haukar - Afturelding, kl. 19.30.Olísdeild karla:Kórinn: HK - KA, kl. 19.30.Úlfarsárdalur: Fram - Afturelding, kl. 19.30.Staðan...

Verðum að skoða hvað skal til bragðs taka

„Fyrri hálfleikur var frábær af okkar hálfu, varnarleikurinn var stórkostlegur og markvarslan góð. Auk þess var sóknarleikurinn mjög góður. Í upphafi síðari hálfleiks byrjaði Eyjaliðið að plúsa Elínu Rósu. Þá fór allt í lás hjá okkur, það verður bara...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -