- Auglýsing -
- Auglýsing -

Olísdeildir

- Auglýsing -

Handkastið: Hans síðasta tímabil í Eyjum

„Ég held að næsta trappa hans á verði að fara í atvinnumennskuna. Þetta verður hans síðasta tímabil í Eyjum,“ segir Styrmir Sigurðsson einn umsjónarmanna Hlaðvarpsþáttarins Handkastið um Arnór Viðarsson í nýjasta þættinum þar rætt er m.a. um Íslandsmeistara ÍBV...

Handkastið: Erum nær öðrum liðum en fyrir tveimur árum

„Munurinn núna og þegar við vorum síðast í Olísdeildinni er að mínu mati sá að við erum nær öðrum liðum í deildinni. Síðast var rosalega mikill munur. Ég tel hann vera minni núna,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari nýliða...

Gísli Þorgeir heiðraður með gullmerki FH

Gísli Þorgeir Kristjánsson Evrópumeistari í handknattleik með þýska liðinu SC Magdeburg og landsliðsmaður í handknattleik var á dögunum veitt gullmerki FH, uppeldisfélags síns. Tilefnið var það helst að Gísli Þorgeir var valinn besti leikmaður úrslitahelgar Meistaradeildar Evrópu í júní...
- Auglýsing -

Bæði lið eiga eftir að verða mikið betri

„Á köflum var þetta ágætur leikur en það er einnig ljóst að bæði lið eiga eftir að verða betri þegar á tímabilið líður. Margir leikmenn beggja liða eru meiddir og voru ekki með að þessu sinni,“ sagði Ágúst Þór...

Það er stutt fyrir mig að fara á æfingar

„Ég mæti á eina og eina æfingu til þess að fá útrás og svo ég sé ekki með læti heima,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fyrrverandi landsliðskona glöð í bragði í samtali við handbolta.is í gær eftir að hún lék...

Handkastið: Hefðum viljað fá fleiri í sumar

„Við hefðum viljað bæta við okkur fleiri leikmönnum í sumar og eru svo sem ennþá að leita,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson nýr þjálfari KA þegar Arnar Daði Arnarsson einn umsjónarmanna Handkastins spurði hann hvort til stæði að styrkja lið...
- Auglýsing -

Molakaffi: Tumi Steinn, Sveinbjörn, Hildur, Jón Karl, Pilpuks

Tumi Steinn Rúnarsson og samherjar hans í Coburg töpuðu naumlega í heimsókn til Lübeck-Schwartau, 30:29, í fyrstu umferð þýsku 2. deildarinnar í handknattleik karla í gærkvöld. Mikill darraðadans var stigin á síðustu sekúndum þegar Tumi Steinn og félagar freistuðu...

Valsliðið hrósaði sigri í Meistarakeppni HSÍ

Valur vann ÍBV í Meistarakeppni HSÍ í handknattleik kvenna í Origohöllinni í kvöld, 30:23, eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:15. Í Meistarakeppninni mætast Íslands- og bikarmeistarar síðustu leiktíðar og slá tóninn fyrir komandi keppnistímabili....

Atli Ævar hættur – Guðjón Baldur sleit krossband

Línumaðurinn öflugi Atli Ævar Ingólfsson sem leikið hefur með Selfoss undanfarin ár hefur lagt handboltaskóna á hillina. Þetta kemur fram í nýjasta þætti Handkastsins sem fór í loftið í gærkvöld. Fleiri skörð hafa verið hoggin í raðir Selfossliðsins frá...
- Auglýsing -

Meistarakeppnin: Tvö bestu liðin mætast

Íslandsmeistarar Vals taka á móti bikar- og deildarmeisturum ÍBV í Meistarakeppni kvenna í handknattleik í Origohöllinni síðdegis. Flautað verður til leiks klukkan 17.30. Viðureignin markar upphaf leiktíðarinnar í handknattleik kvenna hér á landi. Framundan er annasamt tímabil þar sem...

Handkastið: Króati er undir smásjá á Selfossi

„Við erum með Króata, hægri skyttu, á reynslu en höfum ekkert gert upp við okkur hvort við höldum honum eða ekki,“ segir Þórir Ólafsson þjálfari Selfoss í samtali við nýjasta þátt Handkastsins sem fór í loftið í gærkvöld, fimmtudag....

ÍBV er meistari meistaranna

Íslandsmeistarar ÍBV hófu leiktíðina í handknattleik karla með því að tryggja sér sigurlaunin í Meistarakeppni HSÍ með sanngjörnum sigri á Aftureldingu í Vestmannaeyjum í kvöld, 30:25. Eyjamenn voru með yfirhöndina nánast frá upphafi. Forskot þeirra var fjögur mörk í...
- Auglýsing -

ÍBV – Afturelding – streymi frá Eyjum

ÍBV og Afturelding mætast í Meistarakeppni HSÍ í karlaflokki í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum klukkan 17. Opið streymi frá leiknum er hér fyrir neðan. https://www.youtube.com/live/vg5lZYRFWr0?feature=shared

Er óðum að sækja í sig veðrið eftir byltuna

Handknattleiksmaðurinn Guðmundur Bragi Ástþórsson er óðum að jafna sig í öxlunum eftir harða byltu undir lok viðureignar Hauka og ÍBV í Hafnarfjarðarmótinu í síðustu viku. Um tíma leit út fyrir meiðslin væri mjög alvarleg en sem betur fer reyndist...

Meistararnir mætast í Vestmannaeyjum

Fyrri leikurinn í Meistarakeppni HSÍ fer fram í kvöld þegar Íslands- og bikarmeistarar karla á síðustu leiktíð, ÍBV og Afturelding, mætast í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Flautað verður til leiks klukkan 17. ÍBV varð Íslandsmeistari í vor eftir æsispennandi úrslitaeinvígi við...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -