Grænlenska landsliðskonan Ivâna Meincke hefur gengið til liðs við Olísdeildarlið Stjörnunnar í handknattleik kvenna. Meincke, sem er línumaður, þekkir vel til handknattleiks hér á landi eftir að hafa leikið með FH.
Auk FH hefur Meincke leikið fyrir GSS í Grænlandi,...
Lúðvík Thorberg Arnkelsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Gróttu. Hann er fæddur árið 1997 og kom til félagsins fyrir þremur árum frá Fram.
Lúðvík getur bæði leikið sem skytta og leikstjórnandi. Hann var talsvert frá keppni...
Handknattleiksdeild Gróttu hefur samið við japanska markvörðinn Shuhei Narayama um að leika með liðinu á næstu leiktíð. Narayama er 27 ára gamall og kemur frá félaginu Wakunaga Leolic í Japan. Hann er 196 cm á hæð.
Grótta hefur verið með...
Handknattleiksþjálfarinn Carlos Martin Santos, sem hætti á dögunum þjálfun karlaliðs Harðar á Ísafirði, hefur átt í viðræðum við forráðamenn handknattleiksdeildar Selfoss. Þetta hefur handbolti.is samkvæmt heimildum.Samkvæmt heimildum handbolta.is eru verulegar líkur á að Santos komi inn í þjálfarateymi karlaliðs...
Hornamaðurinn Jakob Ingi Stefánsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við handknattleiksdeild Gróttu. Jakob Ingi kom til Gróttu frá Aftureldingu árið 2019 og hefur leikið 84 leiki í Gróttubúningnum.
Jakob skoraði 76 mörk fyrir Gróttu á seinasta tímabili og...
Danska handknattleikskonan Ida Margrethe Hoberg Rasmussen sem lék með KA/Þór frá áramótum og út leiktíðina í vor hefur samið við þýska 1. deildarliðið Blomberg-Lippe. Rasmussen kom til þýska liðsins með skömmum fyrirvara í upphafi vikunnar eftir að einn leikmanna...
„Við hófum æfingar 17. júlí. Við finnum það vel að strákarnir eru orðnir þyrstir í að hefja leik, enda langt síðan þeir léku síðast,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson þjálfari KA við handbolta.is spurður um tímabilið framundan.Halldór Stefán tók við...
Gróttumenn halda áfram að styrkja lið sitt fyrir næstu leiktíð í Olísdeild karla. Í dag tilkynnti handknattleiksdeild Gróttu um komu Ísfirðingsins Jóns Ómars Gíslasonar. Hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við lið Seltirninga.
Jón Ómar er fæddur árið 2000...
Handknattleikskonan Rakel Sara Elvarsdóttir hefur ákveðið flytja heim og leika með KA/Þór í Olísdeildinni og Poweradebikarnum á komandi leiktíð. Hún kemur til uppeldisfélagsins á nýjan leik eftir eins árs veru hjá Volda í Noregi. Volda var á meðal...
Ólafur Brim Stefánsson er kominn til liðs við handknattleikslið Gróttu að lokinni ársdvöl í herbúðum Fram. Hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við Gróttu, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Seltjarnarnesliðinu.
Ólafur Brim er 22 ára gamall...
Handknattleiksdeild Víkings hefur gert tveggja ára samning við Þorfinn Mána Björnsson. Hann kemur til Víkinga frá uppeldisfélagi sínu, Haukum.
Þorfinnur hefur undanfarin þrjú tímabil leikið í meistaraflokki hjá Haukum, látið mikið fyrir sér fara í ungmennaliði félagsins í Grill...
Tíu dagar eru síðan nýliðar Olísdeildar karla, HK, hófu æfingar á nýjan leik eftir sumarleyfi. Sebastian Alexandersson þjálfari HK segir mikinn hug vera í leikmönnum og þjálfurum fyrir komandi keppnistímabili. Allir séu tveimur árum eldri og reynslunni ríkari frá...
Japanskur markvörður, Shuhei Narayama, mun vera undir smásjá Róberts Gunnarssonar þjálfara Gróttu og forráðamanna félagsins. Svo segir Arnar Daði Arnarsson handboltaþjálfari og sérfræðingur á Twitter í dag.
Samkvæmt heimildum Sérfræðingsins mun Grótta tefla fram Japana í sínu liði fjórða tímabilið...
Carlos Martin Santos er hættur þjálfun handknattleiksliðs Harðar í karlaflokki. Frá þessu var sagt í tilkynningu handknattleiksdeildar Harðar á samfélagsmiðlum í morgun. Tilkynningin um brotthvarf Santos kemur ekki í opna skjöldu eftir það sem á undan er gengið.
Santos kom...
Handknattleikskonan Erika Ýr Ómarsdóttir, hefur skrifað undir samning við bikar- og deildarmeistara ÍBV. Erika Ýr er uppalin í Eyjum og var m.a. valin ÍBV-arar tímabilsins vorið 2021.
Íslensk handknattleikslið eru að hefja æfingar af fullum þunga þessa dagana eftir...