Á laugardaginn verður leikið í meistarakeppni karla í handknattleik. Þá mætast Íslands-, bikar-, og deildarmeistarar Vals og KA í Origohöll Valsara við Hlíðarenda. Flautað verður til leiks klukkan 16. KA vann sér þátttökurétt í meistarakeppninni með því að leika...
Aron Rafn Eðvarðsson fyrrverandi landsliðsmarkvörður og leikmaður Hauka, segir í samtali við Stöð2/Visir að vart séu líkur á að hann leiki með Haukum á komandi leiktíð. Einnig kunni svo að fara að hann leiki ekki handknattleik á nýjan leik....
Handknattleikskonan öfluga, Karen Knútsdóttir, leikur ekki með Íslandsmeisturum Fram á Ragnarsmótinu sem hefst í Sethöllinni á Selfossi annað kvöld. Karen tognaði í kálfa á dögunum og verður frá keppni í einhverjar vikur af þeim sökum.Karen sagði við handbolta.is í...
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði tvö mörk í gær þegar Önnereds vann Kristianstad HK, 35:19, í annarri umferð áttunda riðils sænsku bikarkeppninnar í handknattleik. Önnereds hefur unnið tvo fyrstu leiki sína og á sæti í 16-liða úrslitum víst eftir sigurinn...
Íslandsmeistarar Vals unnu Selfoss, 31:24, í æfingaleik í Origohöllinni í fyrrakvöld eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 16:15. Allir helstu leikmenn Vals komu við sögu í leiknum. Guðmundur Hólmar Helgason var ekki með Selfossi vegna lítilsháttar tognunar. Dönsku...
FH vann fyrsta bæjarslaginn við Hauka, 30:23, á þessu keppnistímabili í kvöld þegar liðið leiddu saman hesta sína á Ásvöllum í lokaumferð Hafnarfjarðarmótsins.FH hafði betur í Hafnarfjarðarslag – Stjarnan vann mótiðJói Long fylgdist með leiknum í gegnum linsuna...
FH vann öruggan sigur á Haukum í síðasta leik Hafnarfjarðarmóts karla í handknattleik á Ásvöllum í kvöld, 30:23, eftir að hafa verið átta mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 19:11. Þar með varð ljóst að Stjarnan vann Hafnarfjarðarmótið að...
Stjarnan vann síðasta leik sinn af af þremur á Hafnarfjarðarmótinu í handknattleik karla í kvöld er hún lagði ÍBV, 33:29, á Ásvöllum í næst síðasta leik mótsins að þessu sinni. Stjarnan fór þar með taplaus í gegnum mótinu. Fyrr...
Matas Pranckevicius, 24 ára markvörður frá Litáen, kemur til landsins á sunnudaginn og verður til reynslu hjá Haukum fram á fimmtudag með samning í huga. Aron Kristjánsson íþróttastjóri Hauka staðfesti komu Pranckevicius í samtali við handbolta.is í morgun.Pranckevicius, sem...
Þriðja og síðasta umferð Hafnarfjarðarmóts karla í handknattleik verður leikin á Ásvöllum í dag. Mótið hófst á mánudagskvöldið. Í síðustu umferðinni mætast ÍBV og Stjarnan annarsvegar og Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH hinsvegar.Fyrri viðureignin hefst klukkan 16.45 og sú...
Stjarnan fór með sigur úr býtum í UMSK-mótinu í handknattleik kvenna en liðið lék sinn þriðja og síðasta leik í kvöld og vann hann eins og tvo þá fyrri á mótinu. Stjarnan lauk þar með keppni með fullu húsi...
Ægir, íþróttafélag fatlaðra í Vestmannaeyjum, hefur hafið skipulagðar æfingar í handknattleik. Fyrsta æfingin var á mánudaginn. Viðtökur voru afar góðar og skein eftirvænting og einbeiting úr hverju andliti.Æfingarnar verða næstu vikur og mánuði í Týsheimilinu á mánudögum á milli...
Einn leikur fer fram á UMSK-móti kvenna í handknattleik í kvöld þegar Grótta sækir Stjörnuna heim í TM-höllina í Garðabæ. Leikurinn hefst klukkan 18.Þetta verður fyrsti leikur Gróttuliðsins í mótinu. Stjarnan lýkur hins vegar keppni með þessari viðureign. Stjörnuliðið...
Báðar viðureignir ÍBV og ísraelska liðsins HC Holon í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni karla í handknattleik verða háðar í Vestmannaeyjum í næsta mánuði. Samkvæmt vef Handknattleikssambands Evrópu verður flautað til leiks í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum klukkan 16 laugardaginn 10. september...
Kvennalið Vals og karlalið Aftureldingar og Fram fara til Albír á Spáni í dag. Þar verða þau í viku í Albír við æfingar og keppni áður Íslandsmótið í handknattleik hefst í Olísdeildum kvenna og karla í fyrri hluta næsta...