Áfram verður leikið í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld en keppni í deildinni hófst af krafti í gærkvöld með þremur hörkuleikjum. Leikmenn Aftureldingar og Stjörnunnar mætast að Varmá í kvöld. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, stýrir ekki sínum mönnum...
Bjarni Ófeigur Valdimarsson lék ekki með IFK Skövde á útivelli gegn Malmö í gærkvöld vegna lítilsháttar tognunar í nára. Skövde tapaði leiknum, 36:30. Örn Ingi Bjarkason hefur alveg gefið upp á bátinn að leika með Víkingi í Olísdeildinni í handknattleik...
Keppni í Olísdeild karla hófst í kvöld með þremur leikjum. Áfram verður haldið á morgun þegar Stjarnan sækir Aftureldingu heim á Varmá kl. 19.30. Fimmti leikur fyrstu umferðar verður háður í Schenkerhöllinni á Ásvöllum á laugardaginn og hefst kl....
Leikmenn Gróttu hófu keppnistímabilið í Olísdeildinni á sama hátt og þeir gerðu fyrir ári, þ.e. næstum því með jafntefli gegn liðinu sem flestir spá að standi upp sem sigurvegari í deildinni næsta vor. Í fyrra voru það leikmenn Hauka...
KA-menn sýndu nýliðum HK enga miskunn í Kórnum í kvöld í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Þeir fögnuðu góðum sigri, 28:25, eftir að hafa verið mest níu mörkum yfir, 27:18, þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Nýliðunum tókst...
Rúnar Kárason gerði gæfumuninn í Víkinni í kvöld þegar ÍBV sótti nýliða Víkinga heim og unnu með þriggja marka mun, 30:27, í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Eftir erfiðan fyrri hálfleik þá skaut Rúnar Víkinga í kaf í...
Þrír leikir voru í kvöld í Olísdeild karla í handknattleik, 1. umferð. Víkingur tók á móti ÍBV í Víkinni klukkan 18. Á sama tíma áttust við HK og KA í Kórnum. Klukkan 19.30 leiddu Grótta og Valur saman hesta...
Talsvert hefur verið um félagaskipti til og frá liðum í Olísdeild karla á síðustu vikum. Í tilefni þess að flautað verður til leiks í Olísdeildinni í kvöld er hér fyrir neðan tæpt á því helsta:Rúnar Kárason til ÍBV frá...
Keppni hefst í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld með þremur leikjum, í Kórnum, Víkinni og í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Áfram verður leikið í deildinni annað kvöld og á laugardaginn. Flautað verður til leiks í Olísdeild kvenna á...
Igor Mrsulja, nýr leikmaður Gróttu, og Patrekur Jóhannesson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar hefja keppnistímabilið í Olísdeildinni í leikbanni.Mrsulja var úrskurðaður í tveggja leikja bann á fundi aganefndar HSÍ í gær. Patrekur fékk eins leiks bann og verður fjarri góðu...
Niðurstaða af spá forráðamanna og fyrirliða liðanna í Olísdeild kvenna og Grill 66-deild kvenna sem kynnt var á blaðamannafundi í hádeginu í dag.Spáin fyrir Olís deild kvenna:Fram 127 stig.Valur 126 stig.KA/Þór 118 stig.Stjarnan 99 stig.ÍBV 82 stig.HK 50 stig.Haukar...
Niðurstaða af spá forráðamanna og fyrirliða liðanna í Olísdeild karla og Grill 66-deild karla sem kynnt var á blaðamannafundi í hádeginu í dag.Olísdeild karla:Valur 348 stig.Haukar 333 stig.ÍBV 273 stig.FH 258 stig.Stjarnan 246 stig.KA 209 stig.Afturelding 189 stig.Selfoss...
Kynningafundur Handknattleikssambands Íslands og Olís vegna Íslandsmótisins í handknattleik, Olísdeildar karla og kvenna og Grill66-deildar karla hefst klukkan 12 í Laugadalshöll.Handbolti.is er á fundinum og greinir frá því helsta sem fram fer í textalýsingu hér fyrir neðan. M.a....
Drengirnir í Hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar skelltu sér í Klaka-stúdíóið og tóku upp sinn sjötta þátt á þessu tímabili. Að þessu sinni var hann í umsjón Jóa Lange og Gests Guðrúnarsonar. Í þættinum byrjuðu þeir á því að fara yfir...
Birna Berg Haraldsdóttir, landsliðskona í handknattleik og leikmaður ÍBV, er með slitið krossband í hægra hné. Hún staðfestir það í samtali við Vísir í dag en grunur vaknaði strax á föstudaginn þegar hún meiddist í viðureign Gróttu og ÍBV...