Olísdeildir

- Auglýsing -

Mikilvægt og mikill léttir

„Þetta var kannski ekki fallegasti handboltaleikur sem hér hefur farið fram í Hleðsluhöllinni. Baráttan var í fyrirrúmi hjá báðum liðum,“ sagði Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Selfoss eftir kærkominn baráttusigur liðsins á ÍBV í Olísdeild karla í gærkvöld, 27:25. Með...

Hver mistök eru dýr

„Við förum enn einu sinni illa með leik á síðustu mínútum. Það er staðreynd málsins,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari karlaliðs ÍBV, í samtali við handbolta.is eftir tveggja marka tap ÍBV, 27:25, fyrir Selfoss í Olísdeild karla í Hleðsluhöllinni...

Gerir langtímasamning við Stjörnuna

Leó Snær Pétursson hefur gert nýjan samning um að leika með handknattleiksliði Stjörnunnar út leiktíðina vorið 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá handknattleiksdeild Stjörnunnar. Leó Snær gekk til liðs við Garðabæjarliðið 2017 eftir að hafa lokið tveggja ára...
- Auglýsing -

Molakaffi: Lék ekki í eina sekúndu en skoraði samt, Norðmaður til Álaborgar, áhorfendur í Madrid

Einar Sverrisson handknattleiksmaður hjá Selfoss glímir við meiðsli og lék ekkert með liðinu gegn ÍBV í gærkvöld. Hann var engu að síður á leikskýrslu og skoraði eitt mark. Selfoss fékk aukakasti í þann mund sem leiktíminn í fyrri hálfleik...

Bundu enda á taphrinu fyrir framan stuðningsmenn

Eftir þrjá tapleiki í röð tókst liði Selfoss loks að snúa þróuninni við og vinna í kvöld á heimavelli þegar ÍBV kom í heimsókn í Suðurlandsslag, 27:25. Eftir spennandi leik með kærkominni stemningu frá nokkrum hópi áhorfenda þá voru...

Óttast að Darri hafi slitið krossband

Darri Aronsson, hinn öflugi leikmaður Hauka, meiddist á hægra hné eftir nærri fimm mínútur í síðari hálfleik í viðureign KA og Hauka í KA-heimilinu í kvöld. Lá Aron góða stund eftir og var þjáður meðan hlúð var að honum...
- Auglýsing -

KA komið upp í þriðja sæti

KA-menn gerðu sér lítið fyrir og lögðu efsta lið Olísdeildarinnar, Hauka, með tveggja marka mun í KA-heimilinu í kvöld, 30:28. Þar með tyllti KA-liðið sér í þriðja sæti deildarinnar með 14 stig eftir 11 leiki og er aðeins þremur...

Endurhæfing gengur hægar en búist var við

Lúðvík Thorberg Arnkelsson var ekki í leikmannahópi Gróttu í sigri liðsins, 26:20, á Selfossi í 11. umferð Olís-deildar karla á mánudagskvöld.„Lúðvík varð fyrir því óláni að hrökkva úr lið á fingri á síðustu æfingu fyrir FH-leikinn í janúar og...

Dagskráin: Suðurlandsslagur – toppliðið sækir KA heim

Tveir leikir fara fram á Íslandsmótinu í handknattleik í kvöld. Báðar viðureignir eru liður í Olísdeild karla og eru lokaleikir úr fimmtu og sjöttu umferð. Efsta lið Olísdeildar, Haukar, sækir KA-menn heim í KA-heimilið klukkan 18. Hálftíma síðar leiða...
- Auglýsing -

Fyrirliðinn hættir – er á leið í fjórðu axlaraðgerðina

Valþór Atli Guðrúnarson, fyrirliði Þórs á Akureyri, þykir fullreynt að hann leiki einhverntímann handknattleik á nýjan leik og hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Valþór Atli segir frá þessu í samtali við akureyri.net í morgunsárið.Valþór Atli fór úr...

Þinghald vegna draugamarks

Þinghald verður í dag hjá dómstól Handknattleikssambands Íslands þar sem tekin verður fyrir kæra Stjörnunnar á framkvæmd leiks Stjörnunnar og KA/Þórs í Olísdeild kvenna sem fram fór í TM-höllinni laugardaginn 13. febrúar.Eins og kom fram á handbolti.is þá var...

Handboltinn okkar: Valsmenn, Nagy, ljót brot og óskráður leikmaður

37. þáttur af hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar kom út í dag  þar sem þeir félagar sem um þátt sjá, Gestur og Jói, fara yfir allt það helsta sem gerðist í 11. umferð Olísdeild karla. Þeir voru ánægðir með að Valsmenn...
- Auglýsing -

Alltof skammt gengið – taka þarf tillit til stærða íþróttahúsa

Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, segir að nýja reglugerð heilbrigðisráðherra um að heimila allt að 200 manns aðgang að íþróttakappleikjum ekki breyta miklu fyrir Hauka fjárhagslega. Ekki sé mögulegt að selja almennum áhorfendum aðgang að leikjum karlaliða og kvennaliða...

Tveir í bann – ekki vítaverð eða hættuleg framkoma

Tveir leikmenn Vals í Olísdeild karla verða að súpa seyðið af framkomu sinni í viðureign KA og Vals í KA-heimilinu í síðustu viku. Það er alltént niðurstaða aganefndar HSÍ sem birtur var eftir fund nefndarinnar í dag. Anton Rúnarsson...

Fögnum auðvitað en það er að mörgu að hyggja

„Við fögnum auðvitað að geta loksins tekið á móti áhorfendum á leiki, bæði meistaraflokkar en ekki síður að foreldrar geti fylgt börnum sínum í æskulýðsstarfi,“ segir Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss við handbolta.is vegna tíðinda dagsins um að...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -