Ekkert verður af því að Rúmeninn Viorel Bosca taki upp þráðinn með handknattleiksliði Þórs á Akureyri á nýjan leik í Olísdeild karla hvenær sem keppni hefst aftur. Bosca hefur samið um starfslok sín hjá Þór eftir að hafa meiðst...
Miðjumaðurinn sterki, Sveinn Andri Sveinsson, verður ekki með Aftureldingu það sem eftir er þessa keppnistímabils hvenær sem það hefst á ný og hversu lengi sem það mun standa. „Sveinn Andri er úr leik á þessu keppnistímabili með okkur,“ sagði...
Landsliðskonan í handknattleik, Perla Ruth Albertsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Fram og er því samningsbundin félaginu til vorsins 2023, segir í tilkynningu frá Handknattleiksdeild Fram. Perla Ruth, sem á að baki 22 A-landsleiki, gekk...
„Við fögnum því að hægt sé að fá undanþágu til æfinga hjá liðum í næst efstu deild og höfum þegar sótt um. Vonandi fæst hún í dag," sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ við handbolta.is um þær til tilslakanir...
Þessi frétt hefur verið uppfærð eftir að nákvæmari upplýsingar bárust handbolta.is frá Fannari Þór Friðgeirssyni vegna afar ónákvæmra upplýsinga í frétt á eyjar.net. sem vitnað var til. Eins hefur fyrirsögn verið hnikað til.„Það hefur eitthvað skolast til upplýsingarnar varðandi...
Það er kominn nýr þáttur út af hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar. Í þætti dagsins fengu þeir félagar íþróttafréttamanninn og fyrrverandi landsliðsmann í handknattleik, Einar Örn Jónsson til sín í heimsókn. Þeir röktu úr honum garnirnar og komu m.a. inn á...
Íþróttaæfingar fullorðinna, með og án snertingar, í greinum innan ÍSÍ í efstu deildum verður heimiluð frá og með fimmtdeginum næsta samkvæmt reglugerð sem heilbrigðisráðherra kynnti fyrir stundu í samtölum við fjölmiða eftir ríkisstjórnarfund. Nánar verður greint frá breytingunum í...
Saga Sif Gísladóttir, handknattleiksmarkvörður, hefur skrifað undir áframhaldandi samning við Val út leiktíðina 2024. Saga Sif kom til Vals fyrir þetta tímabil og fór vel af stað með liðinu í Olísdeildinni í fyrstu umferðunum í september. Saga Sif hefur...
Ekkert lát er á fregnum úr herbúðum kvennaliðs Vals um endurnýjun samninga. Fregnirnar eru að verða daglegt brauð. Ljóst er að Valsmenn leggja áherslu á að halda sínum unga og efnilega hópi saman. Í dag tilkynnti Valur að Ída...
Handknattleiksdeild FH hefur dregið karlalið sitt úr leik í Evrópubikarkeppninni í handknattleik og mætir þar af leiðandi ekki tékkneska liðinu Robe Zubří í 3. umferð keppninnar í þessum mánuði eins og til stóð.Þetta kemur fram í fréttatilkynningu...
Þegar blásið verður til leiks í Olísdeild kvenna, vonandi snemma á nýju ári, verður skarð fyrir skildi í liði HK þar sem einn besti leikmaður liðsins undanfarin ár, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, verður fjarri góðu gamni. Hún hefur tekið að...
Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar gáfu út nýjan þátt í dag þar sem þeir luku við yfirferðina um liðin í Olísdeild kvenna. Í þættinum fór Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þórs yfir stöðuna á liði sínu. Sigurður...
Valsmenn leggja vart frá sér pennann þessa daga og eru í óða önn að endurnýja og framlengja samninga við leikmenn kvennaliðs félagsins. Í gær skrifuðu Elín Rósa Magnúsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir undir framlengingu á samningum og í dag...
Leikmenn karlaliðs ÍR í handknattleik eru ekki aðeins á fullu þessa daga við að selja dagatöl, eins og kom fram á handbolti.is í gær, heldur eru þeir eftir fremsta megni að æfa hver í sínu lagi. Slíkt er hægara...
ÍRingar eru óhræddir við að fara óhefðbundnar leiðir í fjáröflum fyrir starf handknattleiksdeildarinnar. Víst er að þeir feta nýjar brautir með útgáfu á dagatali sem kom í sölu í gær. Dagatalið hefur bókstaflega verið rifið út að sögn Kristins...