Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu unnu góðan sigur með ágætri frammistöðu gegn Katar í upphafsleik þjóðanna í E-riðli heimsmeistaramótsins í handknattleik í kvöld, 31:27.
Þýska liðið var með yfirhöndina frá upphafi til enda, m.a. var forskotið...
Svo kann að fara að ungverska handknattleikssambandið dragi sig út úr hlutverki gestgjafi Evrópumóts kvenna í handknattleik árið 2024. Til stendur að Ungverjar haldi mótið í samstarfi við Austurríkismenn og Svisslendinga. Ástæðan er orkukreppa sem ríkir víða í...
Átta leikir fara fram á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í Svíþjóð og Póllandi í kvöld þegar keppni hefst í E, F, G og H-riðlum. Alfreð Gíslason og liðsmenn hans í þýska landsliðinu hefja leik í Katowice í Póllandi klukkan...
Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði fjögur mörk og Ásdís Guðmundsdóttir eitt þegar Skara HF vann Lugi, 29:22, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði ekki fyrir Skara-liðið að þessu sinni. Skara vann þar með...
Ungverjar fóru létt með Suður Kóreumenn í fyrri leik dagsins í D-riðli heimsmeistaramótsins í handknattleik í dag en lið þjóðanna eru með íslenska liðinu í riðli á mótinu. Lokatölur, 35:27, eftir að Ungverjar voru með 10 marka forskot í...
Ekki er aðeins leikið til verðlauna á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem hefst í Svíþjóð og Póllandi síðar í þessari viku. Heimsmeistaramótið er einnig einn helsti liður í undankeppni handknattleiksmóts Ólympíuleikanna sem fram fara í París, og reyndar einnig í...
Frakkar unnu heimamenn í pólska landsliðinu í upphafsleik heimsmeistaramótsins í handknattleik karla í Katowice í Póllandi í kvöld, 26:24, eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 14:13. Ungt lið Pólverja gaf Frökkum ekkert eftir frá upphafi til enda...
Í kvöld hefst 28. heimsmeistaramót Alþjóða handknattleikssambandsins í handknattleik karla í Póllandi með viðureign Póllands og Frakklands í Katowice klukkan 20. Á morgun verður flautað til leiks í Svíþjóð sem er gestgjafi mótsins ásamt Póllandi. Þetta er í fimmta...
Danski landsliðsmaðurinn Mads Mensah Larsen, sem greindist jákvæður við covidpróf í fyrrakvöld, fékk neikvæða niðurstöðu úr öðru prófi sem hann gekkst undir síðdegis í gær. Niðurstaða þess lá fyrir í morgun. Hann er þar með laus úr sólarhringseinangrun og...
Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður stóð á milli stanganna í marki Ringkøbing Håndbold í gærkvöld þegar liðið sótti Aarhus United heim og tapaði, 29:24, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Aarhus United sneri leiknum sér í hag á síðustu 20 mínútunum...
Forsvarsmenn nokkurra þátttökuþjóða heimsmeistaramóstins í handknattleik hafa ekki gefist upp í baráttunni við að fá felldar niður hinar svokölluðu covidreglur sem gilda eiga á mótinu sem hefst í Póllandi annað kvöld.
Morten Henriksen íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins staðfestir í samtali...
Sú óvenjulega staða er komin upp að Paulo Pereira landsliðsþjálfari Portúgals verður í leikbanni þegar lið hans mætir Íslandi á heimsmeistaramótinu í handknattleik á fimmtudagskvöldið.
Lét skapið hlaupa með sig í gönur
Ástæða leikbannsins er sú að Pereira var úrskurðaður...
Aftur hefur greinst covidsmit innan liðs heimsmeistara Dana. Að þessu sinni hjá Mads Mensah, eftir því sem fram kemur í tilkynningu danska handknattleikssambandsins í morgun. Mensah hefur verið einangraður frá hópnum meðan frekari rannsóknir fara fram.
Það sem skýtur Dönum...
Sænski handknattleiksmaðurinn Jim Gottfridsson var kjörinn besti handknattleiksmaður ársins 2022 í árlegu vali vefsíðunnar Handball-Planet sem kynnti niðurstöðuna í gærkvöld. Gottfridsson er fyrsti Svíinn sem hreppir hnossið í kjöri vefsíðunnar en hún hefur staðið fyrir því frá 2011...
Bjarki Finnbogason handknattleiksmaður úr HK fór til Svíþjóðar í haust og hefur síðan leikið með HB78, venslaliði úrvalsdeildarliðsins IF Hallby. Nú hefur orðið sú breyting á að forráðamenn IF Hallby hafa kallað Bjarka yfir í sitt lið til æfinga...