- Auglýsing -
- Auglýsing -

Útlönd

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Svíar í undanúrslit á kostnað Norðmanna

Svíar eru komnir í undanúrslit á Evrópumeistaramótinu í handknattleik á kostnað Norðmanna eftir hreint ævintýralegan sigur í síðasta leik milliriðils tvö í Bratislava í kvöld, 24:23. Eftir fyrri hálfleik benti fátt til annars en að Norðmenn ynnu öruggan sigur....

Spánverjar í undanúrslitum EM í tíunda sinn

Ríkjandi Evrópumeistarar Spánar eru komnir í undanúrslit á Evrópumótinu í handknattleik karla í handknattleik. Þeir innsigluðu þátttökurétt sinn í keppni fjögurra bestu liða mótsins með eins marks sigri á Pólverjum, 28:27, í Bratislava í dag. Í kvöld kemur í...

Óvíst að mikla hjálp verði að fá frá Dönum

Óvíst er að íslenska landsliðið í handknattleik fái mikla hjálp frá danska landsliðinu til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handknattleik. Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari Dana, segir í samtali við Jyllans-Posten að álaginu verði dreift á milli leikmanna...
- Auglýsing -

Molakaffi: Aron á HM, Palicka, Claar, Wiencek, Ernst, Alfreð

Landslið Barein, undir stjórn Arons Kristjánssonar, er komið í undanúrslit í Asíukeppninni í handknattleik eftir að hafa unnið öðru sinni í milliriðlakeppni mótsins. Barein vann Írak, 34:31 og er fyrir vikið efst í öðrum milliriðlinum með fjögur stig eins...

Gamalreyndur markvörður úr leik hjá Króötum

Hinn þrautreyndi markvörður, Mirko Alilovic, verður ekki í liði Króata í dag í leiknum við Íslendinga í þriðju umferð milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla í Búdapesti. Alilovic meiddist í leiknum við Dani í fyrradag.Í tilkynningu króatíska handknattleikssambandsins í gær...

Molakaffi: Elías Már, Spánn, Noregur, Svíþjóð, Þýskalaland, Metzingen

Elías Már Halldórsson og leikmenn hans í norska úrvalsdeildarliðinu Fredrikstad Bkl. tapaði fyrir Romerike Ravens, 27:25, á heimavelli í gær. Þar með höfðu liðin sætaskipti. Romerike Ravens fór í áttunda sætið en Fredrikstad Bkl féll um eitt sæti, í...
- Auglýsing -

Línur eru teknar að skýrast

Ellefta umferð Meistaradeildar kvenna í handknattleik fór fram um helgina. Línur eru farnar að skýrast um hvaða lið komast í útsláttarkeppnina. Þrír leikir voru á dagskrá í gær þar sem að CSM tók á móti Dortmund í leik sem...

Sá markahæsti á EM er úr leik

Markahæsti leikmaður Evrópumóts karla, Hollendingurinnn Kay Smits, tekur væntanlega ekki þátt í fleiri leikjum á Evrópumótinu. Hann greindist smitaður af kórónuveirunni í morgun eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá hollenska handknattleikssambandinu.Auk Smits reyndust Samir Benghanem og Jasper...

Þjóðverjar senda smitaða heim með sjúkraflugi

Þjóðverjar eru byrjaðir að fækka í liðsafla sínum á Evrópumeistaramótinu í handknattleik karla. Ekkert lið á mótinu hefur orðið harðar fyrir barðinu á covid19 en þýska landsliðið sem hefur kallað til 29 leikmenn, þar af fimm markverði.Tveir fyrstu leikmennirnir,...
- Auglýsing -

Molakaffi: Díana Dögg, Andrea, Aron, Jakobsen, Alilovic, á Plogv Hansen

Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði eitt mark í sex tilraunum þegar lið hennar BSV Sachsen Zwickau tapaði naumlega fyrir Oldenburg á heimavelli í gær í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 28:27. Hún átti einnig fjórar stoðsendingar.  Zwickau var fjórum mörkum...

Meistaraliðin öflugu mætast

Ellefta umferð Meistaradeildar kvenna í handknattleik fer fram um helgina. Í umferðinni ber væntanlega hæst tvær viðureignir á milli danskra og ungverskra liða. Esbjerg tekur á móti FTC í A-riðli þar sem að danska liðið getur aukið bilið á...

Þjálfari Frakka situr í covid-súpunni

Guillaume Gille, landsliðsþjálfari Frakka, er kominn í einangrun og stýrir ekki liði Ólympíumeistaranna gegn Íslendingum í annarri umferð milliriðlakeppninnar á Evrópumótinu í handknattleik á morgun.Franska handknattleikssambandið sagði frá þessu í dag. Gille, sem er 45 ára gamall, er kominn...
- Auglýsing -

Smitaður eftir leikinn við Íslendinga

Hans Lindberg, sem lék með danska landsliðinu gegn Íslendingum á Evrópumeistaramótinu í handknattleik í gærkvöld greindist smitaður af covid í dag. Þetta er fyrsta smitið sem kemur upp í herbúðum danska landsliðsins eftir að Evrópumeistaramótið hófst. Lindberg hefur tekið...

Molakaffi: Aron, Møllgaard, Svartfellingar, Króatar, Erlingur, Cañellas

Aron Kristjánsson og liðsmenn hans í Barein unnu þriðja leik sinn í röð afar auðveldlega á Asíumótinu í handknattleik í gær. Barein vann landslið Hong Kong, 46:20. Framundan er keppni í milliriðlum þar sem Bareinar verða í riðli með...

Rúmenum tókst ekki að vinna franska vígið

Þrír leikir voru á dagskrá í gærkvöld í Meistaradeild kvenna en um var að ræða leiki sem frestað var í 9.umferð. Brest og CSM áttust við í A-riðli þar sem að eftir 10 mínútna leik var útlit fyrir að...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -