Þrátt fyrir að vera án síns öflugasta leikmanns, Elias Ellefsen á Skipagøtu, þá voru Færeyingar nærri því að ná a.m.k. öðru stiginu gegn Slóvenum í annarri umferð B-riðils Evrópumóts landsliða 20 ára og yngri í handknattleik karla í Porto...
Norska handknattleikskonan Marit Malm Frafjord hefur tekið sæti í stjórn danska handknattleiksfélagsins Team Esbjerg Elitehåndbold A/S. Frafjord sem hætti að leika handknattleik í vor er fyrsta konan til þess að taka þátt í stjórn félagsins sem um nokkurra ára...
Færeyingar unnu sögulegan sigur í dag þegar landslið þeirra í handknattleik karla, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, vann danska landsliðið í fyrstu umferð á Evrópumeistaramótinu sem hófst í Porto í morgun, 33:32. Jafnt var að loknum fyrri hálfleik,...
Tobias Reichmann, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands í handknattleik, hefur gengið til liðs við TV Emsdetten sem féll í 3. deild í vor. Síðustu fimm árin hefur Reichmann leikið með MT Melsungen. Áður hefur hægri hornamaðurinn m.a. leikið með Kielce í...
Rússinn Konstantin Igropulo verður aðstoðarþjálfari Evrópumeistara Barcelona á næsta tímabili samkvæmt fregnum Esports Rac1 á Spáni. Igropulo lék með Barcelona fyrir allmörgum árum. Hann var þjálfari Dinamo Viktor í Rússlandi á síðasta tímabili. Carlos Ortega þjálfari Barcelona og Igropulo...
Franska 2. deildarliðið Cavigal Nice, sem Grétar Ari Guðjónsson markvörður, lék með frá 2020 og til loka leiktíðar í vor, er eina liðið af sextán í deildinni sem ekki hefur fengið leyfi til þess að taka þátt í deildarkeppninni...
Evrópumeistarar Barcelona í handknattleik karla, staðfestu loks í gær að sænski hornamaðurinn Hampus Wanne verður leikmaður liðsins frá og með næsta keppnistímabili. Samningur Wanne við Katalóníuliðið gildir fram á mitt ár 2025. Wanne hefur síðustu árin leikið með Flensburg. Brasilíski...
Fáum á óvart þá mætast Egyptaland og Spánn í úrslitum handknattleikskeppni karla á Miðjarðarhafsleikunum sem standa nú yfir í Alsír en á þeim er keppt í fjölda íþróttagreina. Í kvennaflokki leikur Spánn einnig til úrslita og mætir Króötum. Serbía...
Bakslag er í meiðslum norsku handknattleiksstjörnunnar Sander Sagosen. Hann fer í aðra aðgerð á ökkla í upphafi vikunnar, eftir því sem TV2 í Noregi sagði frá í gær. Sagosen ökklabrotnaði í leik fyrir um mánuði og fór þá fljótlega...
Norska landsliðið varð í dag heimsmeistari í handknattleik kvenna meðal landsliða skipuðum leikmönnum 20 ára og yngri. Norska liðið vann Evrópumeistara U19 ára frá síðasta ári, lið Ungverja, með tveggja marka mun, 31:29, í úrslitaleik í Celje í Slóveníu....
Við athöfn eftir að lokið var við að draga í riðla á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla 2023 í Katowice í Póllandi í gær var Janus Czerwinsky fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands heiðraður af Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF, fyrir ævistarf sitt við handknattleik.Hassan...
Dómstóll Handknattleikssambands Evrópu, EHF, hefur vísað frá kröfu rússneska handknatteikssambandsins um að leikbann rússneskra landsliða og félagsliða verði fellt úr gildi.Framkvæmdastjórn EHF ákvað 28. febrúar að félagsliðum og landsliðum Rússlands og Hvíta-Rússlands megi ekki keppa á mótum á...
Rússneska landsliðskonan Daria Dmitrieva hefur skrifað undir eins árs lánasamning við Krim Ljubljana. Dmitrieva er ein fremsta handknattleikskona Rússa. Hún er samningsbundin CSKA Moskvu. Dmitrieva er önnur rússneska landsliðskonan á tveimur dögum sem færir sig um set frá heimalandinu...
Noregur og Ungverjaland mætast í úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna 20 ára og yngri í Slóveníu á sunnudaginn. Norska landsliðið vann stórsigur á hollenska landsliðinu, 32:23, í undanúrslitum í dag. Síðdegis mátti sænska landsliðið að játa sig sigrað í hinni viðureign...
Axel Stefánsson og liðsmenn hans í norska liðinu Storhamar Håndball Elite drógust m.a. í riðli með ungverska stórliðinu í Györ í B-riðil Meistaradeildar kvenna í handknattleik þegar dregið var í riðla í morgun. Storhamar, sem hafnaði í öðru sæti...