Orri Freyr Þorkelsson skoraði fimm mörk þegar Elverum vann Nærbø öðru sinni í undanúrslitum norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær, 34:24. Leikið var í Nærbø. Aron Dagur Pálsson skoraði ekki mark að þessu sinni fyrir Elverum sem þarf einn...
Væntanlegir leikmenn Fram á næsta keppnistímabili, Luka Vukicevic og Marko Coric, unnu austurrísku bikarkeppnina í handknattleik karla á laugardaginn með liði sínu, Bregenz. Þeir skoruðu fimm mörk hvor í úrslitaleiknum sem Bregenz vann, 32:30, gegn Handball Tirol.Óskar Ólafsson skoraði...
Sænski handknattleiksþjálfarinn Bengt Johansson, maðurinn á bak við gullöld sænska landsliðsins á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og á fyrstu árum 21. aldar, er látinn 79 ára gamall. Sænska handknattleikssambandið greinir frá þessu í morgun og segir Johansson...
Síðari leikirnir í 8-liða úrslitum í Meistaradeild kvenna fóru fram um helgina. Augu flestra beindust að leik Györ og Brest á laugardaginn en liðin gerðu jafntefli í fyrri leiknum. Leikurinn náði hins vegar aldrei að verða spennandi þar sem...
Stamatis Papastamatis forseti gríska meistaraliðsins AEK Aþenu mun ekki vera gefinn fyrir hálfvelgju né að tvínóna þegar kemur að því að taka ákvarðanir. Það sannaðist í gær þegar hann kom inn í klefa til leikmanna strax að loknum framlengdum...
Óskað hefur verið eftir lögreglurannsókn á einkar óeðliegum úrslitum tveggja leikja í serbneska kvennahandknattleiknum, eftir því sem balkan-handball greinir frá í morgun. Sterkur grunur leikur á um að úrslitum hafi verið hagrætt og að maðkur sé í mysunni.Annarsvegar er...
Sara Dögg Hjaltadóttir og samherjar í Gjerpen HK Skien eru í góðum málum í umspilskeppni þriggja liða um sæti í norsku úrvalsdeildinni. Gjerpen HK Skien hefur unnið báða leiki sína til þessa. Í gær vann liðið Haslum Bærum Damer,...
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði fimm mörk og átti eina stoðsendingu auk þess að vera fastur fyrir í vörninni þegar lið hans, IFK Skövde vann Kristianstad með fimm marka mun, 33:28, í annarri viðureign liðanna í undanúrslitum um sænska meistaratitilinn...
Fyrri leikirnir í 8-liða úrslitunum í Meistaradeild kvenna fóru fram um helgina. Veislan hófst með leik Brest og Györ á laugardaginn en leikir þessara liða hafa í gegnum tíðina verið jafnir og spennandi. Engin breyting varð á að þessu...
Átta liða úrslit Meistaradeildar kvenna hefjast um helgina þegar sex lið berjast um þrjú sæti sem eru í boði í Final4 úrslitahelginni í Búdapest. CSM og Esbjerg mæstast í leik sem EHF kallar leik vikunnar. Um er að ræða...
Evrópu- og heimsmeistarar Noregs í handknattleik kvenna sem Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson þjálfar, verða í A-riðli þegar titilvörnin hefst á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Slóveníu, Svartfjallalandi og Norður Makedóníu 4. - 20. nóvember á þessu ári. Dregið hefur verið...
Tekin var sú tímamótaákvörðun á fundi framkvæmdastjórnar Handknattleikssambands Evrópu, EHF, í Ljubljana í gær að fella niður hina svokölluðu útivallarmarkareglu í öllum Evrópumótum félagsliða á vegum EHF frá og með næsta keppnistímabili.Reglan gengur út á að sé markatala í...
Tess Wester, markvörður hollenska landsliðsins í handknattleik kvenna, kveður CSM Búkarest í sumar. Hún segir óvíst hvað taki við hjá sér. Alveg eins komi til greina að leika með félagsliði heima í Hollandi. West hefur verið helsti markvörður hollenska...
Undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik lauk í gær og þar með liggur ljóst fyrir hvaða 12 þjóðir komast áfram í lokakeppni EM sem fram fer frá 4. til 20. nóvember í Norður Makedóníu, Slóveníu og Svartfjallandi. Mótið verður um...
Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu þegar lið hans, Göppingen, vann Hannover-Burgdorf á heimavelli í gær, 31:25, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Göppingen var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:13. Göppingen er...