Staffan „Faxi“ Olson þykir líklegur til að taka við þjálfun sænska handknattleiksliðsins IFK Kristianstad fyrir næsta tímabil. Með Kristianstad leika m.a. Íslendingarnir Ólafur Andrés Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson.Ulf Larsson tók tímabundið við þjálfun Kristianstad rétt fyrir jól eftir að...
Danski handknattleiksmaðurinn Mikkel Hansen er sagður ætla að flytja heim til Danmerkur sumarið 2022 og ganga til liðs við meistaraliðið Aalborg Håndbold. TV2 í Danmörku greinir frá þessu í morgun og segist hafa heimildir fyrir að samkomulag sé í...
Anita Görbicz hefur verið ráðin íþróttastjóri ungverska handknattleiksliðsins Györ. Görbicz er ein fremsta handknattleikskona síðustu tveggja áratuga og alla tíð leikið með uppeldisfélagi sínu, Györ. Hún ætlar að leggja skóna á hilluna í vor og tekur þá við starfi...
Aron Pálmarsson lék ekki með Barcelona í kvöld þegar liðið slapp fyrir horn í kvöld með stigin tvö í viðureign við franska liðið Nantes á heimavelli. Frakkarnir veittu harða mótspyrnu og það var ekki fyrr en að leiktíminn var...
Glenn Solberg landsliðsþjálfari Svíþjóðar í handknattleik karla heldur tryggð við þá leikmenn sem skiluðu Svíum silfurverðlaunum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í síðasta mánuði. Hann valdi í gær 18 leikmenn til þátttöku í forkeppni Ólympíuleikanna sem fram á að fara...
Daníel Freyr Andrésson náði sér ekki á strik í gærkvöld þegar lið hans Guif frá Eskilstuna tapaði fyrir Ystads IF, 32:29, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Daníel Freyr varði eitt skot áður en hann var kallaður af...
Ómar Ingi Magnússon átti annan stórleikinn í röð fyrir Magdeburg í kvöld þegar liðið vann Montpellier, 32:30, í Frakklandi í viðureign liðanna í C-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik. Ómar Ingi skoraði 10 mörk og var allt í öllu hjá Magdeburg...
Ekkert verður af því að norska karlalandsliðið í handknattleik verði á heimavelli í forkeppni Ólympíuleikanna í næsta mánuði. Vegna strangra sóttvarnareglna í Noregi er ekki mögulegt að Norðmenn standi fyrir keppninni. Nú er leitað að öðrum keppnisstað.Norska...
Göppingen staðfesti í gærkvöld að Gunnar Steinn Jónsson hafi skrifað undir samning við félagið sem gildir til loka júní. Fyrr í gær hafði Ribe-Esbjerg greint frá því að Gunnar hafi kvatt félagið eftir þriggja ára veru og væri á...
Ein allra fremsta handknattleikskona síðustu tveggja áratuga, Anita Görbicz, hefur ákveðið að leggja keppnisskóna á hilluna í vor eftir langan og glæsilegan feril. Görbicz, sem er 37 ára gömul hefur allan sinn atvinnumannaferil leikið með ungverska stórliðinu Györ. Hún...
Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk í sjö skotum og Ólafur Andrés Guðmundsson eitt í tveimur skotum þegar lið þeirra, IFK Kristianstad vann Helsingborg, 27:23, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Kristianstad situr í sjöunda sæti deildarinnar. Bjarni Ófeigur...
Lokaumferðin í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í handknattleik fór fram um helgina þar sem að endanleg niðurröðun liðanna ákvarðaðist og hvaða lið það verða sem mætast í 16-liða úrslitunum sem hefjast í byrjun mars. Einum leik var þó frestað þar...
Kiril Lazarov fremsti handknattleiksmaður sem Norður-Makedónía hefur alið af sér og einn fremsti handknattleiksmaður síðari tíma hefur verið ráðinn þjálfari karlalandsliðs heimalands síns. Hann skrifaði undir samning á dögunum en tilkynnt var um ráðninguna í morgun. Lazarov verður einnig...
Lokaumferðin í Meistaradeild kvenna fer fram um helgina þar sem að aðalleikur helgarinnar er án efa viðureign Györ og CSKA í B-riðli en um er að ræða hreinan úrslitaleik um toppsæti riðilsins. Aðrir leikir í B-riðli er Balkanskagaslagur ...
Norska handknattleikskonan, Nora Mørk, virðist hafa sloppið betur en í fyrstu var óttast eftir að hún fann smell í vinstra hnénu í kappleik Vipers og Rostov-Don í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Mørk hefur farið í ítarlega skoðun í Ljubljana...