Tveir leikir fóru fram í Meistaradeild kvenna í dag en um var að ræða leiki sem var frestað fyrr í vetur sökum Covid19. Í Rúmeníu áttust við Valcea og Buducnost þar sem heimastúlkur byrjuðu þann leik mun betur og...
Norski landsliðsmaðurinn Bjarte Myrhol er enn verkjaður í öxlinni en lætur sig hafa það að leika með norska landsliðinu á HM: Myrhol, sem er samherji Elvars Arnar Jónssonar hjá Skjern, gekkst undir aðgerð í september og vann hörðum höndum...
Keppni í milliriðlum á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla hefst í dag með sex leikjum. Íslenska landsliðið verður eitt af fyrstu liðum á svið að þessu sinni þegar það mætir Sviss í Dr. Hassan Moustafa íþróttahöllinni í 6. október hverfinu...
Tveir leikir eru á dagskrá í dag í Meistaradeild kvenna. Um er að ræða leiki sem var frestað fyrr í vetur sökum heimsfaraldursins sem geisar um álfuna. Í A-riðli mætast FTC og Metz og fer leikurinn fram í...
Riðlakeppni HM í handknattleik karla lauk í kvöld þegar sjö leikir fóru fram. Í A-riðli tapaði þýska landsliðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar fyrir bráðgóðu liði Ungverja, 29:28. Ungverjar hafa þar með fjögur stig í farteskinu í milliriðil en Þýskaland...
Halldór Jóhann Sigfússon stýrði landsliði Barein til sigurs á Kongó í lokaumferð D-riðils heimsmeistaramótsins í handknattleik í Egyptalandi í kvöld, 34:27. Þar með tryggði Barein sér sæti í milliriðlakeppni mótsins og mætir liðum um C-riðli. Þar með er ljóst...
„Við erum gríðarlega stoltir af árangri okkar. Jafntefli við Króata í fyrstu umferð gerir árangurinn ennþá stærri vegna þess að nú förum við með stig áfram inn í milliriðilinn,“ sagði Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans í samtali við handbolta.is rétt...
Dagur Sigurðsson er kominn með japanska landsliðið í handknattleik karla í millriðlakeppni heimsmeistaramótsins í Egyptalandi. Japan vann fyrir stundu Angóla, 30:29, í hörkuleik í Alexandríu í C-riðli keppninnar. Japan fer þar með áfram úr C-riðli með eitt stig eftir...
Kórónuveiran gerir ekki mannamun. Enginn er óhultur fyrir henni eins og læknir sænska landsliðsins í handknattleik karla, Daniel Jerrhag, hefur fengið að finna fyrir. Hann er nú kominn í einangrun eftir að hafa greinst jákvæður við skimun. Jerrhag fór...
Sjö leikir fara fram á lokakeppnisdegi riðlakeppni HM í handknattleik karla. Áttundi leikurinn, milli Grænhöfðaeyja og Úrúgvæ var felldur niður eftir að landslið Grænhöfðaeyja varð að draga sig úr keppni í gær.Spenna er enn fyrir hendi þar sem...
Franski landsliðsmarkvörðurinn Wesley Pardin meiddist illa á hægra hné eftir 20 mínútna leik gegn Sviss í gær eftir að Cedrie Tunowski skall á fótlegg hans. Tveir samherjar Pardin urðu að bera hann af leikvelli og ljóst er að hnéið...
Í kvöld lauk keppni í fjórum riðlum heimsmeistaramótsins í handknattleik karla í Egyptalandi og ljóst hvaða lið verða saman í riðli í milliriðlakeppni mótsins sem hjá neðangreindum liðum hefst á miðvikudaginn. Í milliriðli þrjú verða Frakkland, Noregur og Sviss...
Portúgal verður efst í F-riðli og fer áfram í milliriðil með fjögur stig. Þessi staðreynd lá fyrir nú í kvöld eftir öruggan sigur portúgalska landsliðsins á landsliði Alsír í fyrri leik F-riðils heimsmeistaramótsins, 26:18. Portúgal var með fimm marka...
Landslið Grænhöfðaeyja hefur dregið sig úr keppni á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla. Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, tilkynnti þessa ákvörðun forsvarsmanna handknattleikssambands eyjanna rétt áðan.Aðeins eru níu leikmenn eftir ósmitaðir af kórónuveirunni í herbúðum landsliðsins sem er í Kaíró og torsótt...
Hildigunnur Einarsdóttir skoraði tvö mörk í gær þegar lið hennar, Bayer Leverkusen, tapaði fyrir Oldenburg, 26:22, í þýsku 1.deildinni í handknattleik. Hildigunnur glímir við erfið meiðsli í hné og fer í aðgerð þess vegna um næstu mánaðarmót eins og...