Þýska handknattleiksliðið Bergischer HC sem Arnór Þór Gunnarsson er annar þjálfara hjá, mun leika í 2. deild þýska handknattleiksins. Félagið hefur rekið mál gegn deildarkeppninni fyrir að veita HSV Hamburg keppnisleyfi í 1. deild þrátt fyrir að hafa hafnað...
Spánverjinn David Davis var í morgun kynntur til leiks sem eftirmaður Xavier Pascual í stól þjálfara rúmenska meistaraliðsins Dinamo Búkarest. Pascual var leystur frá störfum á dögunum eftir þriggja ára veru en hann verður næsti þjálfari Telekom Veszprém í...
Ungverska meistaraliðið Telekom Veszprém, sem Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handknattleik leikur með, staðfesti í hádeginu að Momir Ilic þjálfari og Péter Gulyás aðstoðarþjálfari hafi verið leystir frá störfum. Fregnirnar hafa legið í loftinu síðan í upphafi mánaðarins að...
Þorsteinn Leó Gunnarsson mun leika undir stjórn sænska þjálfarans Magnus Andersson hjá FC Porto í Portúgal á næsta keppnistímabili. Andersson, sem var leikmaður hins sigursæla sænska landsliðs á tíunda áratug síðustu aldar og lék alls 307 landsleiki, var í...
Hinn þrautreyndi ungverski markvörður, Roland Mikler, leikur áfram með Pick Szeged næsta árið. Hann hefur skrifað undir nýjan eins árs samning. Mikler hefur verið hjá Pick Szeged í fimm ár en hann var einnig með liði félagsins frá 2010...
Oddaleikur fer fram um gríska meistaratitilinn í handknattleik karla á sunnudaginn eftir að AEK Aþena jafnaði metin í rimmunni með sigri í fjórða úrslitaleiknum við Olympiakos, 28:23, á heimavelli í dag. Hvort lið hefur þar með tvo vinninga. Ljóst...
Línumaðurinn þrautreyndi Kári Kristján Kristjánsson hefur framlengt samning sinn við ÍBV til eins árs.
Carlos Ortega þjálfari nýkrýndra Evrópumeistara karla í handknattleik, Barcelona, hefur framlengt samning sinn við félagið fram til ársins 2027. Ortega tók við þjálfun Barcelona vorið 2021...
Þýsku dómararnir Sebastian Grobe og Adrian Kinzel hafa ákveðið að láta gott heita eftir að hafa gengið í gegnum súrt og sætt sem dómarapar í þýska handknattleiknum í 23 keppnistímabil. Úthald þeirra við dómgæsluna þykir gott.
Ekkert verður af...
Alls fylgdust 675.000 Danir með útsendingu á DR2 í Danmörku frá úrslitaleik Aalborg Håndbold og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla á sunnudaginn. Þegar litið er til þess fjölda sem leit einhverntímann á skjáinn, um lengri eða skemmri tíma...
Barcelona vann Aalborg Håndbold, 31:30, í æsispennandi úrslitaleik Meistaradeildar karla í handknattleik í Lanxess Arena í Köln í gær. Vart mátti á milli liðanna sjá frá upphafi til enda.
Þetta er í 12. sinn sem Barcelona vinnur Meistaradeild Evrópu,...
Olympiakos, sem tapaði fyrir Val í úrslitum Evrópubikarkeppninnar í lok síðasta mánaðar, steig skref í átt að gríska meistaratitlinum í handknattleik karla í kvöld þegar liðið vann meistara síðasta árs, AEK Aþenu, 24:22, í þriðju viðureign liðanna í úrslitakeppninni...
Kamil Syprzak varð markahæsti leikmaður Meistaradeildar karla í handknattleik sem lauk í gær með naumum sigri Barcelona á Aalborg Håndbold. Syprzak, sem leikur með PSG í Frakklandi, en liðið heltist úr lestinni í átta liða úrslitum eftir tap Barcelona,...
Ungverjarnir Adam Biro og Oliver Kiss dæma viðureign SC Magdeburg og THW Kiel um þriðja sæti í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í Lanxess Arena í Köln í dag. Flautað verður til leiks klukkan 13. Kiss er Mosfellingum að góðu...
Barcelona leikur til úrslita í Meistaradeild karla í handknattleik karla í fjórða sinn á fimm árum á morgun. Andstæðingurinn verður danska meistaraliðið Aalborg Håndbold eins og árið 2021. Barcelona fór illa með þýska liðið THW Kiel í síðari undanúrslitaleik...
Aron Pálmarsson er sá handknattleiksmaður sögunnar sem leikið hefur flesta leiki í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu, alls 19. Spánverjinn Raúl Entrerrios er næstur með 16 leiki ásamt Momir Ilic, Viran Morros, Gonzalo Péres de Vargas og Cédric Sorhaindo. Af þessum...