- Auglýsing -
- Auglýsing -

Útlönd

- Auglýsing -

Molakaffi: Sættir sig við orðinn hlut, Bebeshko, úrslitaleikur

Þýska handknattleiksliðið Bergischer HC sem Arnór Þór Gunnarsson er annar þjálfara hjá, mun leika í 2. deild þýska handknattleiksins. Félagið hefur rekið mál gegn deildarkeppninni fyrir að veita HSV Hamburg keppnisleyfi í 1. deild þrátt fyrir að hafa hafnað...

Molakaffi: Davis, Annika, Pereira, Aho

Spánverjinn David Davis var í morgun kynntur til leiks sem eftirmaður Xavier Pascual í stól þjálfara rúmenska meistaraliðsins Dinamo Búkarest. Pascual var leystur frá störfum á dögunum eftir þriggja ára veru en hann verður næsti þjálfari Telekom Veszprém í...

Staðfesta uppsögn Ilic og Gulyás

Ungverska meistaraliðið Telekom Veszprém, sem Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handknattleik leikur með, staðfesti í hádeginu að Momir Ilic þjálfari og Péter Gulyás aðstoðarþjálfari hafi verið leystir frá störfum. Fregnirnar hafa legið í loftinu síðan í upphafi mánaðarins að...
- Auglýsing -

Andersson er mættur á ný – Þorsteinn Leó leikur undir stjórn Svíans

Þorsteinn Leó Gunnarsson mun leika undir stjórn sænska þjálfarans Magnus Andersson hjá FC Porto í Portúgal á næsta keppnistímabili. Andersson, sem var leikmaður hins sigursæla sænska landsliðs á tíunda áratug síðustu aldar og lék alls 307 landsleiki, var í...

Molakaffi: Mikler, Nenadić, Sørensen, Bogojevic, Bregar

Hinn þrautreyndi ungverski markvörður, Roland Mikler, leikur áfram með Pick Szeged næsta árið. Hann hefur skrifað undir nýjan eins árs samning. Mikler hefur verið hjá Pick Szeged í fimm ár en hann var einnig með liði félagsins frá 2010...

Oddaleikur í Aþenu á sunnudaginn

Oddaleikur fer fram um gríska meistaratitilinn í handknattleik karla á sunnudaginn eftir að AEK Aþena jafnaði metin í rimmunni með sigri í fjórða úrslitaleiknum við Olympiakos, 28:23, á heimavelli í dag. Hvort lið hefur þar með tvo vinninga. Ljóst...
- Auglýsing -

Molakaffi: Kári, Ortega, Darleux, númer tekið úr umferð

Línumaðurinn þrautreyndi Kári Kristján Kristjánsson hefur framlengt samning sinn við ÍBV til eins árs.  Carlos Ortega þjálfari nýkrýndra Evrópumeistara karla í handknattleik, Barcelona, hefur framlengt samning sinn við félagið fram til ársins 2027. Ortega tók við þjálfun Barcelona vorið 2021...

Molakaffi: Dómarar hætta, Andersson, margar umsóknir, Kounkoud dæmdur

Þýsku dómararnir Sebastian Grobe og Adrian Kinzel hafa ákveðið að láta gott heita eftir að hafa gengið í gegnum súrt og sætt sem dómarapar í þýska handknattleiknum í 23 keppnistímabil. Úthald þeirra við dómgæsluna þykir gott. Ekkert verður af...

Molakaffi: Mikill áhugi, O’Sullivan, Olsson, Bruun, Ugalde, Zorman

Alls fylgdust 675.000 Danir með útsendingu á DR2 í Danmörku frá úrslitaleik Aalborg Håndbold og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla á sunnudaginn. Þegar litið er til þess fjölda sem leit einhverntímann á skjáinn, um lengri eða skemmri tíma...
- Auglýsing -

Myndskeið: Æsispennandi úrslitaleikur – samantekt

Barcelona vann Aalborg Håndbold, 31:30, í æsispennandi úrslitaleik Meistaradeildar karla í handknattleik í Lanxess Arena í Köln í gær. Vart mátti á milli liðanna sjá frá upphafi til enda. Þetta er í 12. sinn sem Barcelona vinnur Meistaradeild Evrópu,...

Olympiakos steig skref í átt að meistaratitlinum

Olympiakos, sem tapaði fyrir Val í úrslitum Evrópubikarkeppninnar í lok síðasta mánaðar, steig skref í átt að gríska meistaratitlinum í handknattleik karla í kvöld þegar liðið vann meistara síðasta árs, AEK Aþenu, 24:22, í þriðju viðureign liðanna í úrslitakeppninni...

Molakaffi: Syprzak, Mem, Ortegea, Richardson, Gísli, Aron, Hansen, Alfreð

Kamil Syprzak varð markahæsti leikmaður Meistaradeildar karla í handknattleik sem lauk í gær með naumum sigri Barcelona á Aalborg Håndbold. Syprzak, sem leikur með PSG í Frakklandi, en liðið heltist úr lestinni í átta liða úrslitum eftir tap Barcelona,...
- Auglýsing -

Molakaffi: Biro, Kiss Nikolov, Nachevski, Dahmke, Elías, Hansen, Aron, Guðjón

Ungverjarnir Adam Biro og Oliver Kiss dæma viðureign SC Magdeburg og THW Kiel um þriðja sæti í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í Lanxess Arena í Köln í dag. Flautað verður til leiks klukkan 13. Kiss er Mosfellingum að góðu...

Barcelona fór illa með Kiel – Nielsen var enn einu sinni í stuði

Barcelona leikur til úrslita í Meistaradeild karla í handknattleik karla í fjórða sinn á fimm árum á morgun. Andstæðingurinn verður danska meistaraliðið Aalborg Håndbold eins og árið 2021. Barcelona fór illa með þýska liðið THW Kiel í síðari undanúrslitaleik...

Meistaradeildin – Aron er leikjahæstur, sjö tilraunir án árangurs hjá Hansen, sigursælir þjálfarar

Aron Pálmarsson er sá handknattleiksmaður sögunnar sem leikið hefur flesta leiki í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu, alls 19. Spánverjinn Raúl Entrerrios er næstur með 16 leiki ásamt Momir Ilic, Viran Morros, Gonzalo Péres de Vargas og Cédric Sorhaindo. Af þessum...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -