Í kvöld fóru fram fyrri leikirnir í átta liða úrslitum Evrópudeildar karla í handknattleik. Síðari leikirnir fara fram eftir viku. Samanlagður sigurvegari tekur sæti í undanúrslitum. Úrslitahelgi Evrópudeildarinnar fer fram 27. og 28. maí í Flens-Arena í Flensburg.
Úrslit kvöldsins:Granollers...
Úkraína og Tékkland hafa tryggt sér keppnisrétt á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik sem haldið verður í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í lok nóvember og fram eftir desembermánuði.
Úkraína vann Norður Makedóníu í síðari leik landsliða þjóðanna í umspilinu í kvöld,...
Tveir leikmenn KA hafa verið valdir í færeyska karlalandsliðið sem leikur tvo síðustu leikina í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik. Um er að ræða Nicholas Satchwell markvörður og Allan Norðberg, örvhenta skyttu og hægri hornamann.
Færeyska landsliðið er í hörkuriðli með...
Gísli Þorgeir Kristjánsson er í liði 26. umferðar þýsku 1. deildarinnar eftir stórleik sinn með SC Magdeburg gegn THW Kiel, 34:34, á sunnudaginn. Gísli Þorgeir skoraði átta mörk í leiknum í tíu tilraunum og gaf sex stoðsendingar.
Barcelona er spænskur...
Fyrri umferð umspilsleikja fyrir heimsmeistaramót kvenna í handknattleik er lokið. Hér fyrir neðan eru úrslit leikjanna.
Leikir síðari umferðar dreifast á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku.
Samanlagður sigurvegari hverrar viðureignar öðlast þátttökurétt á heimsmeistaramóti kvenna sem fram...
Þórey Rósa Stefánsdóttir leikur sinn 120. A-landsleik fyrir Ísland í dag þegar íslenska landsliðið mætir Ungverjum á Ásvöllum í fyrri umferð umspilskeppninnar um sæti á HM. Flautað verður til leiks klukkan 16. Þórey Rósa er leikreyndasti leikmaður landsliðsins um...
Heims- og Evrópumeistarar Noregs í handknattleik kvenna unnu landslið Svartfjallalands með níu marka mun í fyrri vináttuleik liðanna, 34:25. Leikurinn fór fram í Ørsathallen á Vestlandinu í gær. Síðari viðureignin verður í nýju keppnishöllinni í Volda á morgun.
Eins...
Grétar Ari Guðjónsson varði átta skot, 42%, þann tíma sem hann stóð í marki franska liðsins Sélestad í sigri á Limoges, 29:27, á heimavelli í gærkvöld í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Sélestad rekur áfram lestina í deildinni ásamt...
Skjótt skipuðust veður í lofti hjá handknattleiksþjálfaranum Hrvoje Horvat í gær. Honum var fyrirvaralaust vikið úr starfi þjálfara þýska 1. deildarliðsins Wetzlar í gærmorgun eins og handbolti.is sagði frá. Ekki liðu nema nokkrar klukkustundir frá brottrekstrinum þangað til að...
Jakob Martin Ásgeirsson leikmaður FH var í gær úrskurðaður í eins leiks bann. Jakob Martin hlaut útilokun með skýrslu vegna gáleysislegrar aðgerðar í leik FH og KA í Olísdeild karla 31.mars, eins og það er orðað í úrskurði aganefndar....
Hrvoje Horvat var í morgun leystur frá starfi þjálfara þýska 1. deildarliðsins HSG Wetzlar eftir aðeins fjóra mánuði í starfi. Horvat mun eiga í viðræðum við annað lið. Það þótti forráðamönnum Wetzlar alls ekki viðunandi og sögðu þjálfaranum að...
Ásgeir Snær Vignisson skoraði eitt mark fyrir Helsingborg í gærkvöld þegar liðið vann Karlskrona, 28:25, á heimavelli Karlskrona í umspilskeppni um sæti í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik á næsta keppnistímabili. Liðin mætast á ný í Helsingborg á laugardaginn. Karlskrona...
Sænska handknattleikssambandið hagnaðist ágætlega á að halda heimsmeistaramótið í handknattleik í upphafi þessa árs. Mótið var haldið í samvinnu við pólska handknattleikssambandið.
Sænska handknattleikssambandið segir í tilkynningu frá að hagnaður þess af mótahaldinu verði um 25 milljónir sænskra króna,...
Framtíð pólska meistaraliðsins Industria Kielce er áfram í óvissu vegna bágrar fjárhagsstöðu. Ekki hefur tekist að afla nýrra samstarfsfyrirtækja eftir að drykkjarvörufyrirtæki Van Pur sagði upp samningi undir lok síðasta árs, hálfu ári áður en samningurinn átti að...
Viktor Petersen Norberg skoraði fjögur mörk og Óskar Ólafsson eitt þegar lið þeirra, Drammen, tapaði fyrir Runar, 37:27, í uppgjöri liðanna um þriðja sætið í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í Sandefjord í gærkvöld. Runar hafnar þar með í þriðja...