Landslið Serba og Sviss hafa lokið þátttöku sinni á Evrópumóti kvenna í handknattleik eftir leiki þriðju og síðustu umferðar í kvöld. Serbar töpuðu fyrir Slóvenum með þriggja marka mun, 27:24, og biðu þar með lægri hlut í öllum leikjum...
Einn allra fremsti handknattleiksmaður Afríku frá upphafi, Egyptinn Ahmed Elahmar, hefur ákveðið að gefa ekki oftar kost á sér í landslið Egyptalands. Hann er 38 ára gamall og hefur átt sæti í landsliðinu í tvo áratugi.Elahmar hefur fimm...
Frakkland og Holland eru örugg um sæti í milliriðlakeppni eftir stórsigra á andstæðingum sínum í annarri umferð C-riðils Evrópumóts kvenna í handknattleik í kvöld. Hollendingar kjöldrógu liðsmenn Norður Makedóníu í Boris Trajkovski-íþróttahöllinni í Skopje, 30:15.Þetta var annar skellur...
Annarri umferð riðlakeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik lýkur í kvöld með leikjum í C- og D-riðlum mótsins. Evrópumeistarar Noregs eru öruggir um sæti í milliriðli eftir tvo stóra sigra, þann síðari í gærkvöld á Sviss, 38:21.Sænska landsliðið, sem...
Gísli Þorgeir Kristjánsson hafnaði í öðru sæti í kjöri á leikmanni októbermánaðar í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Hann hlaut um 19% atkvæða. Domenico Ebner, markvörður Hannover-Burgdorf, hreppti hnossið með ríflega 71% atkvæða. Kristján Örn Kristjánsson, Donni, átti tvær skottilraunir...
Slóvenar komu í veg fyrir að Danir fengju þá óskabyrjun sem þeir vonuðust eftir á Evrópumeistaramótinu í handknattleik kvenna í Celje í Slóveníu í kvöld. Með afar góðum leik, ekki síst í síðari hálfleik, þá unnu Ana Gros og...
Evrópumeistarar Noregs, undir stjórn Selfyssingsins Þóris Hergeirssonar, hófu titilvörnina á Evrópumeistaramótinu í handknattleik í kvöld með glæsibrag. Niðurstaðan var níu marka sigur á króatíska landsliðinu í síðari leik kvöldsins í A-riðli í Ljubljana í Slóveníu, 32:23, eftir að...
Tryggvi Þórisson og samherjar í Sävehof komust upp í annað sæti í sænsku úrvalsdeildinni með sigri á Lugi, 29:20, á heimavelli. Tryggvi lék með Sävehof en skoraði ekki að þessu sinni. Sävehof hefur 12 stig að loknum átta leikjum...
Evrópumót kvenna í handknattleik hefst á morgun í þremur grannríkjum, Slóveníu, Svartfjallalandi og Norður Makedóníu. Norska landsliðið, undir stjórn Þóris Hergeirsson á titil að verja á mótinu, eftir að hafa borið höfuð og herðar yfir önnur landslið á EM...
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma viðureign PPD Zagreb og Dinamo Bucuresti í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla í kvöld. Leikurinn fer fram í Zagreb. Bjarni Ófeigur Valdimarsson skorað þrjú mörk og gaf fimm stoðsendingar í naumu tapi...
Önnur umferð Evrópudeildar karla í handknattleik fór fram í kvöld. Tólf leikir í fjórum riðlum og talsvert af Íslendingum á ferðinni fyrir utan leikmenn Vals.A-riðill:Veszprémi KKFT - Kadetten Schaffhausen 25:33 (11:16).Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 10 mörk fyrir Kadetten....
Oddur Gretarsson var valinn í lið sjöundu umferðar þýsku 2. deildarinnar í handknattleik en liðið var tekið saman í gær. Oddur lék afar vel og skoraði sjö mörk þegar Balingen-Weilstetten vann Tusem Essen, 30:29, á heimavelli á föstudagskvöldið. Akureyringurinn...
Eftir að hafa beðið afhroð í viðureign við hollenska landsliðið á æfingamóti í Stavangri fyrir helgina þá sneru leikmenn norska landsliðsins í handknattleik kvenna, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, bökum saman í tveimur síðari leikjum mótsins.Norsku heimsmeistararnir unnu Dani,...
Bjarki Már Elísson skoraði sex mörk þegar Veszprém vann grannliðið Fejér-B.Á.L. Veszprém, 48:27, í ungversku 1. deildinni í handknattleik í gær. Bjarki Már og félagar sitja í efsta sæti deildarinnar með 12 stig eftir sex leiki. Hið umtalaða lið Ferencváros,...
Elliði Snær Viðarsson skoraði fimm mörk í fimm skotum, varði þrjú skot og stal boltanum einu sinni þegar lið hans, Gummersbach, vann GWD Minden á heimavelli í gærkvöld, 26:22. Hákon Daði Styrmisson skoraði tvisvar sinnum fyrir Gummersbachliðið sem Guðjón...