Monthly Archives: May, 2021

KA vann mikilvægt stig í hörkuleik á Varmá

KA-menn unnu mikilvægt stig í baráttu sinni fyrir þátttökurétt í úrslitakeppni Olísdeildar karla þegar þeir náðu jafntefli við Aftureldingu, 27:27, á Varmá dag. Aftureldingarliðið var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda og var með tveggja til fjögurra...

Vörn og markvarsla skilar sigrum

„Það er verður ekkert gefið eftir á sunnudaginn. Ég hlakka fyrst og fremst til leiksins enda hafa Haukar sýnt það í vetur gegn okkur að þeir eru með hörkulið,“ sagði Lovísa Thompson leikmaður Vals, aðspurð eftir sigur liðsins á...

Valur hélt sjó og fer með vinning til Hafnarfjarðar

Valur er kominn yfir gegn Haukum í rimmu þeirra í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik eftir sex marka sigur, 25:19, í Origohöllinni í dag. Valur var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Næsti leikur liðanna verður í...

Kominn í undanúrslit

Nýkrýndir bikarmeistarar Kadetten Schaffhausen, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, eru komnir í undanúrslit um svissneska meistaratitilinn í handknattleik eftir að hafa lagt í dag lið Bern Muri öðru sinni, 33:26. Leikið var í Bern.Kadetten, sem vann bikarkeppnina síðasta laugardag mætir...

Stjarnan komst hvorki lönd né strönd gegn ÍBV

ÍBV byrjaði úrslitakeppni Olísdeildar kvenna af miklum krafti í dag þegar liðið lagði Stjörnuna, 21:17, í Vestmannaeyjum í fyrsta leik liðanna. Eyjaliðið getur þar með tryggt sér sæti í undanúrslitum endurtaki það leikinn í annarri viðureign liðanna sem fram...

Tennur losnuðu, kjálki gekk til og hlaut einnig heilahristing

Lettinn Endijs Kusners leikur ekki meira með Herði á Ísafirði á þessu keppnistímabili eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg í viðureign Harðar og Fjölnis í Grill 66-deildinni á þriðjudagskvöld. Bragi Rúnar Axelsson, formaður handknattleiksdeildar Harðar, staðfesti þetta í gærkvöld....

Fara brattar inn í skemmtilegasta tíma ársins

„Það ríkir mikil eftirvænting í hópnum enda er þetta skemmtilegasti tími ársins. Við förum brattar inn í leikina en jafnframt meðvitaðar um að við verðum að eiga toppleiki til að eiga möguleika gegn gríðarlega sterku ÍBV-liði,“ segir Rakel Dögg...

Tímasetningin er ömurleg en ég held í vonina

Tveir sterkir leikmenn ÍBV og landsliðskonur eiga í erfiðum meiðslum um þessar mundir. Þar af leiðandi er óvíst hversu mikið þeir geta tekið þátt í næstu leikjum liðsins í úrslitakeppni Olísdeildarinnar en fyrsta umferð hefst í dag með tveimur...

Dagskráin: Flautað til leiks í úrslitakeppni Olísdeildar

Úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik hefst í dag. Liðin sem höfnuðu í þriðja til sjötta sæti ríða á vaðið en þau tvö sem höfnuðu í tveimur efstu sætum deildarinnar, deildarmeistarar KA/Þórs og Fram sitja hjá í fyrstu umferð. Þau...

Molakaffi: Reinkind, Portner, einstakur Lazarov, Herning-Ikast, SönderjyskE

Harald Reinkind skoraði 10 mörk fyrir Kiel þegar liðið vann PSG, 31:29, í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar karla í handknattleik í Kiel í gærkvöld. Dylan Hahi skoraði átta mörk fyrir PSG og Mikkel Hansen sex mörk....
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Molakaffi: Grgic, Mensah, Romero, Thomsen, EM-meistarar í Alanya

Þýski landsliðsmaðurinn Marko Grgic og markakóngur þýsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð gekk til liðs við Flensburg í gær...
- Auglýsing -