Slök markvarsla varð liði Söndru Erlingsdóttur að falli í dag þegar það sótti lið Roskilde heim í upphafsumferð dönsku B-deildarinnar í handknattleik. Lokatölur 33:28 fyrir Hróarskelduliðið.
Sandra stóð fyrir sínu. Hún stjórnaði leik liðsins af röggsemi auk þess að skora...
Bjarni Ófeigur Valdimarsson mætir öflugur til leiks með IFK Skövde í upphafi nýs leikjaárs. Hann fór á kostum í dag þegar Skövde kjöldró Guif frá Eskilstuna í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni sem fram fór í Skövde, 32:21. Keppni í...
Axel Stefánsson hafði betur í uppgjöri íslensku handknattleiksþjálfaranna í norsku úrvalsdeild kvenna í dag þegar lið hans, Storhamar, sótti Fredrikstad Bkl. heim. Elías Már Halldórsson þjálfar síðarnefnda liðið en svo skemmtilega vill til að Elías Már var aðstoðarmaður Axels...
Íslendingar í dönsku úrvalsdeildinni hrósuðu sigri í dag með liðum sínum. Danmerkurmeistarar Aalborg höfðu betur í heimsókn sinni til Sjálands, 33:26. Viktor Gísli Hallgrímsson og samherjar í GOG lögðu Bjerringbro/Silkeborg í háspennuleik, 31:30, á heimavelli fyrir framan troðfullt hús...
Díana Dögg Magnúsdóttir lék afbragðsvel með BSV Sachasen Zwickau í dag þegar liðið heimsótti Buxtehuder SV í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Góð frammistaða Eyjakonunnar dugði þó ekki því Zwickau-liðið tapaði með sjö marka mun, 32:25, og er án...
Fjölnir/Fylkir mætti Íslandsmeisturum KA/Þórs í síðasta leik 16-liða úrslita Coca Cola-bikarsins í handknattleik kvenna í Dalhúsum kl. 15 í dag.
KA/Þór vann örugglega með tíu marka mun, 36:26, eftir að hafa verið 11 mörkum yfir í hálfleik, 21:10.
Munurinn...
Unglingalandsliðsmaður HK, Símon Michael Guðjónsson, varð fyrir því óláni að fara úr vinstri axlarlið eftir tíu mínútur í viðureign HK og Fram í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik karla í Kórnum í Kópvogi í gær. Ljóst er að...
Nokkuð hefur verið um staðfest félagaskipti í handknattleiknum hér heima síðustu daga og hafa starfsmenn HSÍ verið með stimpilinn á lofti nánast dag og nótt til að tryggja handknattleiksfólki þátttökurétt í kappleikjum tímabilsins sem hafið er. Hér fyrir neðan...
Einn leikur er á dagskrá í handknattleiknum hér heima í dag en með honum lýkur 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik. Íslandsmeistarar KA/Þórs sækja heim Fjölni/Fylki í Dalhús í Grafarvogi. Flautað verður til leiks klukkan 15.
Sigurliðið mætir Stjörnunni...
Grétar Ari Guðjónsson átti stórleik og stóran þátt í að lið hans, Cavigal Nice, vann upphafsleik sinn í frönsku B-deildinni í handknattleik í gærkvöld. Nice lagði þá Cherbourg, 29:26, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir að loknum fyrri...