Nú þegar keppni er lokið í Olísdeild kvenna, Grill 66-deild kvenna og Grill 66-deild karla liggur fyrir hvað lið mætast í fyrstu umferð í umspili um sæti í Olísdeildum karla og kvenna á næsta keppnistímabili.
Fyrsta umferð í umspilskeppni Olísdeildar...
Gísli Þorgeir Kristjánsson er í liði marsmánaðar í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Hann er annar tveggja leikmanna SC Magdeburg í úrvalsliðinu. Hinn er örvhenta skyttan Kay Smits.
Viktor Gísli Hallgrímsson varði sex skot þann tíma sem hann stóð í...
Óðinn Þór Ríkharðsson lét sér nægja að skora sex mörk fyrir Kadetten Schaffhausen í dag þegar liðið vann HC Kriens-Luzern með átta marka mun á heimavelli í lokaumferð svissnesku A-deildarinnar í handknattleik, 36:28. Óðinn skoraði fjögur af mörkum sínum...
Sigvaldi Björn Guðjónsson og Janus Daði Smárason skoruðu helming marka Noregsmeistara Kolstad í kvöld þegar liðið vann meistara síðustu ára, Elverum, 30:27, í Elverum í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Sigvaldi Björn, sem er fyrirliði Kolstad, varð meistari með...
Afturelding fékk afhent sigurlaun fyrir að vinna Grill 66-deild kvenna í dag eftir að liðið lagði HK U, 39:21, í síðustu umferð deildarinnar á Varmá. Afturelding vann deildina með 29 stigum í 16 leikjum, varð fjórum stigum á undan...
THW Kiel er komið á kunnuglegar slóðir í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Lið félagsins settist í efsta sæti deildarinnar í dag í framhaldi af fjögurra marka sigri á Gummersbach, 30:26, í Schwalbe Arena í Gummersbach. Kiel, sem er...
Þýska meistaraliðið SC Magdeburg missti af tækifæri til að setjast í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í dag þegar liðið náði jafntefli við MT Melsungen, 27:27, í viðureign liðanna sem fram fór í Kassel. Kay Smits jafnaði metin fyrir...
TuS Metzingen, liðið sem Sandra Erlingsdóttir landsliðskona í handknattleik leikur með, tapaði fyrir VfL Oldenburg í bronsleik þýsku bikarkeppninnar í handknattleik í dag, 30:26. Leikið var Porsche-Arena í Stuttgart.
Sandra skoraði þrjú mörk og átti tvær stoðsendingar. Hún er ein...
Aldís Ásta Heimisdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og félagar þeirra í Skara HF tryggðu sér framhald í einvíginu við Höörs HK H 65 í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar. Skara vann aðra viðureign liðanna á heimavelli í dag, 29:27,...
Síðasta umferð Grill 66-deildar kvenna í handknattleik fer fram í dag. Flautað verður til leiks í leikjunum fjórum klukkan 16 í Skógarseli, Úlfarsárdal, Varmá og í Safamýri.
Í leikslok á Varmá fær Aftureldingarliðið afhent sigurlaun sín en liðið innsiglaði...
Árlegur Stjörnuleikur í handknattleik fer fram í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum á föstudaginn klukkan 17 þar sem helstu handboltakempur Eyjamanna...