- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: November, 2023

Viggó og Andri Már unnu sitt gamla lið

Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson létu mikið að sér kveða með SC DHfK Leipzig í þýsku 1. deildinni í handknattleik þegar þeir mættu sína gamla liði, Stuttgart, á heimavelli í kvöld. Báðir hafa þeir áður leikir með Stuttgart....

ÍR sagði skilið við botnliðin – Valur tryllti sér á toppinn

ÍR-ingar kvöddu neðstu liðin þrjú í Olísdeild kvenna í kvöld með góðum sigri á KA/Þór í KA-heimilinu í kvöld 22:19 í síðasta leik liðanna í deildinni á árinu. ÍR hefur þar með 10 stig eftir níu leiki og er...

Dagskráin: Þrír hörkuleikir kvenna og áfram haldið í bikarnum auk grillsins

Síðasta umferð ársins í Olísdeild kvenna hefst í kvöld með þremur leikjum. Einnig verður haldið áfram að fækka liðum sem standa eftir í Poweradebikar karla. Ein viðureign fer fram í keppninni í kvöld. Til viðbótar verður leikur í Grill...

Molakaffi: Mrkva, Thulin, Marquez, Naji, Arnór, erfið staða hjá Elverum

Landsliðsmarkvörður Tékka, Tomas Mrkva, hefur skrifað undir nýjan samning við þýska meistaraliðið THW Kiel. Nýi samningurinn gildir fram á mitt árið 2025. Mrkva, sem valinn var handknattleiksmaður ársins 2023 í Tékklandi, kom til Kiel frá Bergischer HC sumarið 2022. Sænski...

Skoruðu 22 mörk í síðari hálfleik – Bjarki Már og Veszprém í efsta sæti

Norska meistaraliðið Kolstad með Sigvalda Björn Guðjónsson landsliðsmann innanborðs fór á kostum og skoraði 22 mörk í síðari hálfleik á heimavelli í kvöld. Markasúpan lagði grunn að fimm marka sigri á franska stórliðinu PSG, 36:31, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu...

Landsliðskonurnar stóðu í ströngu í Þýskalandi – myndskeið

Landsliðskonurnar Díana Dögg Magnúsdóttir og Sandra Erlingsdóttir urðu að bíta í það súra epli að vera í tapliðum í kvöld í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Díana Dögg og liðsmenn BSV Sachsen Zwickau töpuðu á heimavelli fyrir Bensheim/Auerbach, 32:25. Á sama tíma beið TuS Metzingen lægri hlut í viðureign við Oldenburg, 30:26, í EWE-Arena í Oldenburg.

Andrea tók þátt í sögulegum leik í Silkeborg

Danska meistaraliðið Esbjerg vann það afrek í kvöld að ljúka keppnisárinu í dönsku úrvalsdeildinni án þess að tapa leik. Esbjerg lagði í kvöld Silkeborg-Voel, sem landsliðskonan Andrea Jacobsen leikur leikur með, 31:24, í Silkeborg og hefur þar með leikið...

Einar skoraði sigurmarkið í Höllinni – Selfyssingar sluppu fyrir horn

Einar Sverrisson og Jón Þórarinn Þorsteinsson sáu til þess Selfoss slapp inn í átta liða úrslit Poweradebikarsins í handknattleik í kvöld eftir að liðið steig krappan dans gegn Þór í Höllinni á Akureyri. Einar skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu...

Víðismenn voru Stjörnunni engin fyrirstaða

Stjarnan varð fyrst til að innsigla sæti í átta liða úrslitum Poweradebikarsins í handknattleik karla. Stjarnan vann öruggan sigur á Víði, 33:16, í íþróttahúsinu í Garði í kvöld. Níu marka munur var á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 18:9.Stjarnan...

Ætlar þú að fylgja landsliðinu út á HM?

Ennþá er möguleiki á að tryggja sér aðgöngumiða með milligöngu HSÍ á leiki íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna. Fyrsti leikurinn fer fram 30. nóvember í Stavangri eins og hinar tvær viðureignirnar í riðlakeppni mótsins.Í tilkynningu frá HSÍ...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Arnar Freyr verður vikum saman frá keppni

Arnar Freyr Arnarsson verður ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik á heimsmeistaramótinu sem hefst í næstu viku vegna tognunar...
- Auglýsing -