- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: May, 2024

Meistarar fjögurra landa leika til þrautar í Búdapest

Að margra mati tvö bestu lið Meistaradeildar kvenna í handknattleik á leiktíðinni, Györ og Metz, drógust ekki saman þegar dregið var til undanúrslita í dag í Búdapest þar sem einnig verður leikið til þrautar í keppninni 1. og 2....

Evrópumeistararnir halda titilvörninni áfram gegn Aalborg

Evrópumeistarar SC Magdeburg mæta Aalborg Håndbold í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla í Lanxess-Arena í Köln laugardaginn 8. júní. Dregið var til undanúrslitaleikjanna í Búdapest í dag. Í hinni viðureign undanúrslit eigast við spænsku meistararnir Barcelona og Þýskalandsmeistarar...

Tveir leika með íslenskum félagsliðum

Tveir leikmenn sem leika með íslenskum félagsliðum eru í landsliði Eistlands sem mætir íslenska landsliðinu í tvígang í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu á næstu dögum. Fyrri viðureignin verður í Laugardalshöll annað kvöld, miðvikudag, klukkan 19.30.Annars vegar er um...

Árni Snær og Þorvar Bjarmi með EHF-réttindi

Handknattleiksdómararnir Árni Snær Magnússon og Þorvar Bjarmi Harðarson eru komnir með réttindi til að dæma í alþjóðlegri keppni á vegum Handknattleikssambands Evrópu, EHF. Þeir eru þriðja íslenska parið sem er um þessar mundir með réttindi á vegum sambandsins.Árni Snær...

Æft fyrir landsleikinn við Eistlendinga – liðsstjórinn á afmæli

Snarpur undirbúningur íslenska landsliðsins í handknattleik karla fyrir fyrri viðureigina við Eistlendinga í umspili um HM sæti hófst í gær og stendur yfir í dag og fram á morgundaginn þegar flautað verður til leiks í Laugardalshöll klukkan 19.30.Æft var...

HM-sæti í boði í Höllinni – fjölskylduhátíð með stákunum okkar

„Áhuginn fyrir leiknum er mjög mikill. Ég sé ekki fram á annað en að Höllin verði uppseld og stemningin verði frábær á stórleik með strákunum okkar,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson markaðsstjóri HSÍ spurður um væntanlega aðsókn á fyrri viðureign...

Hákon Daði meiddist illa á hné – keppnistímabilið er á enda

Handknattleiksmaðurinn Hákon Daði Styrmisson meiddist illa á öðru hné 18 mínútum fyrir leikslok í viðureign Eintracht Hagen og TuS N-Lübbecke í 2. deild þýska handknattleiksins á laugardagskvöld. Meiðslin eru það alvarleg að hann tekur ekki þátt í þremur síðustu...

Molakaffi: Gidsel, Yoon, Köster, meistarar í Færeyjum, Hedin

Danski handknattleiksmaðurinn Mathias Gidsel jafnaði á sunnudaginn metið í fjölda skoraðra marka á einu keppnistímabili þegar mörk úr vítaköstum hafa verið dregin frá. Gidsel hefur skorað 248 mörk til þessa, ekkert þeirra úr vítaköstum. Reyndar hefur hann ekki tekið...

Aftur er Hamborgarliðið í kröggum

Þýska handknattleiksfélaginu HSV Hamburg hefur verið synjað um keppnisleyfi í efstu deild handknattleiksins á næstu leiktíð. Félaginu tókst ekki að leggja fram fjármagnaða fjárhagsáætlun vegna næstu leiktíðar á dögunum. Þrátt fyrir að hafa fengið gálgafrest þá lánaðist forráðamönnum félagsins...

Elvar kallaður inn í landsliðið – fjórir eru frá vegna meiðsla

Aron Pálmarsson, Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson og Þorsteinn Léo Gunnarsson eru meiddir og reiknar Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla ekki með þeim í leiknum við Eistlendinga í undankeppni heimsmeistaramótsins í Laugardalshöll á miðvikudagskvöldið klukkan 19.30. Elvar...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Molakaffi: Alfreð, Holm, Lauge, Bartusz, Palasics

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattliek karla verður án markvarðarins sterka, Andreas Wolff, örvhentu skyttunnar Franz Semper og línumannsins...
- Auglýsing -