- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnar Birkir styrkir nýliða sænsku úrvalsdeildarinnar

Arnar Birkir Hálfdánsson gekk til liðs við Amo Handboll í sumar. Mynd/Amo Handboll
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn Arnar Birkir Halfdánsson hefur samið við nýliða sænsku úrvalsdeildarinnar, Amo Handboll til tveggja ára. Frá þessu segir félagið í sumar en orðrómur um vistaskipti Arnars Birkis frá danska úrvalsdeildarliðinu Ribe-Esbjerg til Amo hefur verið uppi um nokkurt skeið.

Amo vann næst efstu deild sænska handknattleiksins í vor. Félagið er með bækistöðvar í Alstermo í Smálandshéraði á austurhluta Gautlands í Svíþjóð.

Arnar Birkir er örvhent skytta og 29 ára gamall. Hann samdi við Ribe-Esbjerg fyrir ári síðan en fékk e.t.v. ekki þau tækifæri hjá danska liðinu sem hann verðskuldaði. Áður var hann í tvö ár hjá EHV Aue í Þýskalandi og þar áður með SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni.


Arnar Birkir lék lengi með Fram hér á landi auk þess að vera um skeið með ÍR og FH. Hann lék talsvert með yngri landsliðum Íslands og var 2018 kallaður inn í æfingahóp A-landsliðsins.

Sá fjórði til nýliðanna

Arnar Birkir er fjórði íslenski handknattleiksmaðurinn sem gengur til lið við sænskt félagslið á síðustu vikum. Hinir nýliðar sænsku úrvalsdeildarinnar, HF Karlskrona, hafa samið við Dag Sverri Kristjánsson, Ólaf Andrés Guðmundsson, Þorgils Jón Svölu Baldursson auk Phil Döhler markvarðar sem leikið hefur með FH síðustu ár.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -