- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Sandra, Sigvaldi, Aron, Arnór, Viktor, Axel, Óskar, Ólafur, Arnar Birkir

Sandra Erlingsdóttir og samherjar hennar í EH Aalborg unnu afar góðan sigur á Bjerringbro, 38:32, á útivelli í dönsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Sandra var næst markahæst hjá EH Aalborg með átta mörk, þar af voru tvö...

Skoruðu þrjú síðustu mörkin og náði þar með jafntefli

Selfoss skoraði þrjú síðustu mörkin og náði þar með í jafntefli í fyrri leiknum við Jerzalem Ormoz, 31:31, í fyrri leik liðanna í 2. umferð Evrópubikarkeppninni í handknattleik karla í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. Gestirnir voru tveimur mörkum...

Bjarni Ófeigur var maður leiksins

Bjarni Ófeigur Valdimarsson var maður leiksins í dag þegar lið hans IFK Skövde vann Hammarby, 33:30, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Bjarni Ófeigur skoraði sex mörk og var einnig aðsópmikill í varnarleik liðsins. Til viðbótar...

Díana Dögg var öflug í fyrsta sigrinum

Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona, og samherjar hennar í BSV Sachsen Zwickau unnu langþráðan sigur í dag í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Nýliðarnir unnu þá Bayer Leverkusen á heimavelli, 29:22, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir að loknum...
- Auglýsing-

Nýliðarnir stóðu í Stjörnunni

Nýliðar Aftureldingar í Olísdeild kvenna stóðu í Stjörnunni í kvöld í viðureign liðanna í 3. umferð Olísdeildar á Varmá í Mosfellsbæ. Eftir hressilega mótspyrnu Aftureldingar þá tókst Stjörnunni að öngla í bæði stigin með naumum sigri, 18:17, eftir að...

FH átti við ofurefli að etja

FH-ingar áttu við ofurefli að etja þegar þeir mættu liði SKA Minsk í fyrri umferð Evrópubikarsins í handknattleik karla, 2. umferð í Kaplakrika í kvöld. Leikmenn SKA voru mun sterkari frá upphafi til enda. Þrautþjálfaðir atvinnumenn sem gáfu ekkert...

Framar náði að kreista út sigur á HK

Fram átti í mestu erfiðleikum gegn sprækum leikmönnum HK er liðin mættust í Olísdeild karla í handknattleik í Framhúsinu en tókst fyrir rest að kreista fram tveggja marka sigur, 27:25, og komast upp að hlið Vals og ÍBV með...

Fram notaði tækifærið og tyllti sér á toppinn

Fram komst upp í efsta sæti Olísdeildar kvenna þegar liðið lagði HK með níu marka mun í upphafsleik 3. umferðar deildarinnar í Framhúsinu í dag, 30:21. Aðeins munaði einu marki á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 17:16. Framarar skelltu í...
- Auglýsing-

Haukar unnu stórsigur í hitanum á Kýpur

Haukar eru komnir með annan fótinn hið minnsta í þriðju umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla eftir stórsigur á Parnassos Strovolou, 25:14, í fyrri viðureign liðanna á Nikósíu á Kýpur í dag. Síðari leikurinn verður á sama stað á morgun. Haukar...

Selfyssingar mæta bjartsýnir til leiks gegn Jeruzalem

„Það er svolítið erfitt að meta styrkleika liðsins sem er skipað blöndu af yngri leikmönnum og eldri og reynslumeiri. Ég tel okkur eiga möguleika,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss sem mætir í kvöld slóvenska liðinu RK Jeruzalem Ormos...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18232 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -