- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingaliðin jöfnuðu metin í annarri umferð

Íslendingaliðin Skara HF og Kristianstad Handboll jöfnuðu í dag metin í einvígjum við andstæðinga sína í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik kvenna. Skaraliðar lögðu Höörs HK H 65, 28:24, á heimavelli. Kristianstand vann Gautaborgarliðið Önnereds með eins...

Viggó er mættur til leiks á ný – sigur í Nürnberg

Viggó Kristjánsson lék á ný með Leipzig í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag eftir nokkra fjarveru vegna veikinda. Endurkoma Seltirningsins hafði sannarlega góð áhrif á samherja hans sem fóru heim með bæði stigin frá heimsókn til Erlangen...

„Þetta er bara veisla“

https://www.youtube.com/watch?v=KxvaxBcCT4o „Þetta er flottur viðburður sem mikið er í lagt,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals sem vonast eftir að N1-höll félagsins verði troðfull af áhorfendum þegar Valur mætir CS Minaur Baia Mare í undanúrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla klukkan...

Þurfum að kalla fram okkar einkenni

https://www.youtube.com/watch?v=t-TQF7l6qCw „Við þurfum fyrst og fremst að ná fram góðum leik, kalla fram okkar einkenni, fá hraðaupphlaup og leika af skynsemi í sókninni. Fyrst og fremst þurfum við að einbeita okkur að því að vinna þá hér heima,“ segir Óskar...
- Auglýsing-

Dagskráin: FH-ingar og Eyjamenn ríða á vaðið

Undanúrslit Olísdeildar karla í handknattleik hefjast í dag þegar ÍBV sækir FH heim í Kaplakrika. Leikurinn hefst klukkan 17. Deildarmeistarar FH eiga harma að hefna eftir tap fyrir ÍBV í undanúrslitum á síðasta ári. Eyjamenn sópuðu þá FH úr leik,...

Íslendingarnir kveðja EHV Aue í sumar

Ólafur Stefánsson þjálfari og Sveinbjörn Pétursson markvörður kveðja þýska 2. deildarliðið í EHV Aue í vor. Liðinu bíður fall í 3. deild í lok keppnistímabilsins eftir eins árs veru í 2. deildar. EHV Aue virðast allar bjargir bannaðar í...

Skoraði þrjú mörk en fékk þungt högg á rifbein

Áfram eru Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar hennar í BSV Sachsen Zwickau í harðri baráttu við að forðast fall úr þýsku 1. deldinni í handknattleik. Í gær töpuðu þær með níu marka mun fyrir Bensheim-Auerbach, 33:24, á heimavelli og...

Orri Freyr markahæstur í borgarslagnum

Orri Freyr Þorkelsson og samherjar hans í Sporting Lissabon unnu Benfica í uppgjöri höfuðborgarliðanna í úrslitakeppninni um portúgalska meistaratitilinn í handknattleik í gær, 37:28. Yfirburðir Sporting voru talsverðir í leiknum en liðið skoraði 23 mörk í fyrri hálfleik en...
- Auglýsing-

Molakaffi: bikarmeistari, Haukur, Guðmundur, Einar, Dana, Tryggvi

Nantes, liðið sem Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður í handknattleik leikur með, varð í gærkvöld franskur bikarmeistari í handknattleik í þriðja sinn í sögu sinni. Nantes vann stórlið PSG, 31:23, í úrslitaleik í Bercy-íþróttahöllinni í París. Í fjarveru Viktors Gísla...

Erfitt að vera í eltingaleik frá upphafi til enda

https://www.youtube.com/watch?v=6IOPPwc98j8 „Það er erfitt að vera í eltingaleik, jafna metin og missa þá svo alltaf framúr aftur eftir að við náum að jafna metin. Í þetta fer orka,“ sagði Halldór Örn Tryggvason þjálfari Þórs í samtali við handbolta.is eftir tap...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 til 2019. Stofnaði handbolti.is árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 164 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
12666 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -