Fjölnir vann fyrstu viðureignina við Þór, 30:26, í kapphlaupi liðanna um sæti í Olísdeild karla á næstu leiktíð, 30:26, í Fjölnishöllinni í kvöld. Framlengja varð leikinn til þess að knýja fram hrein úrslit. Brynjar Hólm Grétarsson jafnaði metin fyrir...
Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður landsliðsins og franska liðsins Nantes tekur ekki þátt í fleiri leikjum á keppnistímabilinu. Hann er að fara í aðgerð vegna meiðsla á olnboga sem tóku sig upp í byrjun mars og hafa plagað hann um...
Bjarki Már Elísson og samherjar í Telekom Veszprém innsigluðu deildarmeistaratitilinn í Ungverjalandi annað ári í röð í gær með níu marka sigri á helsta keppinautinum, Pick Szeged, 36:27, á heimavelli. Bjarki Már skoraði fjögur mörk í leiknum. Telekom Veszprém...
https://www.youtube.com/watch?v=rPKKY8YF_ac
Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari segir stöðuna á leikmönnum karlalandsliðsins almennt vera góða nú þegar styttist leikina við Eistlendinga í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu. Leikirnir verða 8. og 11. maí og sá fyrri í Laugardalshöll en hinni síðari í...
Nýkrýndir þýskir bikarmeistarar SC Magdeburg færðust aðeins nær takmarki sínu að verða þýskir meistarar í handknattleik karla í kvöld þegar þeir unnu Flensburg á útivelli, 32:29, í hörku skemmtilegum leik. Magdeburg, með þrjá íslenska landsliðsmenn innanborðs, komst með sigrinum...
Alls hafa níu þjálfarar stjórnað Valsliðinu í Evrópuleikjum. Af þeim eru sex „heimamenn“ og þrír aðkomumenn; KR-ingarnir Reynir Ólafsson og Hilmar Björnsson, og Pólverjinn Stanislav Modrovski.
Þess má geta að níu þjálfarar hafa stýrt FH-liðinu og hafa þeir allir verið...
https://www.youtube.com/watch?v=jDYm0vGzdOw
„Í heimi þjálfarans eru engir leikir auðveldir. Ég hef að minnsta kosti ekki fundið fyrir því,“ sagði Snorri Stein Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla spurður um væntanlegar viðureignir við Eistlendingar í umspili um sæti á næsta heimsmeistaramótinu sem fram...
Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik hefur valið 18 leikmenn sem eiga að taka þátt í leikjunum tveimur við Eistlendinga í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu. Leikir verða 8. maí hér á landi og þremur dögum síðar í...
Perla Ruth Albertsdóttir landsliðskona í handknattleik og leikmaður Selfoss skoraði eitt af fjórum snotrustu mörkum undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik. Þetta er mat Handknattleikssambands Evrópu, EHF, sem tekið hefur saman myndskeið af þeim mörkum sem þóttu bera af öðru...
https://www.youtube.com/watch?v=uZf7oFc-gEc
„Svona leikir gefa manni orku frekar en að þeir taki orku frá manni,“ segir Björgvin Páll Gústavsson markvörður Vals sem verður í eldlínunni með samherjum sínum á sunnudaginn þegar þegar Valur mætir rúmenska liðinu Baia Mare í undanúrslitum Evrópubikarkeppni...
Undanúrslit úrslitakeppni Olísdeildar kvenna hefst á þriðjudaginn með leikjum á heimavöllum Vals og Fram en leikmenn félaganna mæta til leiks eftir að hafa setið yfir í fyrstu umferð. Á þriðjudaginn verður liðinn mánuður síðan 21. og síðasta umferð Olísdeildar...
Pfadi Winterthur jafnaði metin í undanúrslitaeinvíginu við Kadetten Schaffhausen um svissneska meistaratitilinn í handknattleik í gær með níu marka sigri á heimavelli, 34:25. Landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk fyrir Kadetten, þar af fimm úr vítakaöstum.
Winterthur og Kadetten...
Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sagði frá því í kvöld á Facebook að hann hafði skrifað undir þriggja ára samning við þýska handknattleiksliðið Eintracht Hagen á dögunum. Hann hefur leikið með liðinu síðan í lok september á samningi sem gildir...
Hergeir Grímsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Hauka að lokinni yfirstandandi leiktíð. Selfyssingurinn hefur undanfarin tvö ár leikið með Stjörnunni í Garðabæ en var þar áður leikmaður Selfoss. Hann var m.a. í Íslandsmeistaraliði Selfoss árið 2019.
Hergeir sem...
„Við getum látið okkur hlakka til. Við eigum von á hörkuleikjum gegn mjög góðum þjóðum,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir að dregið var í riðla lokakeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik í Vínarborg...