Handknattleiksmaðurinn efnilegi, Magnús Dagur Jónatansson, skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við handknattleiksdeild KA. Magnús Dagur, sem er 17 ára gamall er einn efnilegasti leikmaður landsins og nú þegar kominn í stórt hlutverk í meistaraflokksliði KA ásamt...
Leonharð Þorgeir Harðarson hefur gert nýjan þriggja ára samning við handknatteiksdeild FH. Þetta kemur fram í tilkynningu handknattleiksdeildar FH í morgun.
Leonharð Þorgeir, sem er 27 ára gamall, gekk til liðs við FH frá Haukum í upphafi árs 2019 og...
Evrópumót kvenna í handknattleik árið 2026 fer fram í fimm löndum, Póllandi, Rúmeníu, Slóvakíu, Tékklandi og Tyrklandi. Framkvæmdastjórn Handknattleikssambands Evrópu, EHF, samþykkti þessa niðurstöðu á fundi sínum fyrir helgina. Þetta verður í fyrsta sinn sem lokakeppni Evrópumóts í handknattleik...
Arnar Birkir Hálfdánsson hreppti bronsverðlaun í sænsku bikarkeppninni í handknattleik í gær þegar Amo HK vann Önnereds, 36:27, í leiknum um þriðja sætið. Arnar Birkir skoraði þrjú mörk í leiknum. Ystads IF HK, sem vann Amo í undanúrslitum á...
TuS Metzingen, liðið sem Sandra Erlingsdóttir landsliðskona er samningsbundin hjá, varð í fyrsta sinn þýskur bikarmeistari í handknattleik í dag. Sigurinn var óvæntur því liðið lagði Bietigheim sem haft hefur nokkra yfirburði í þýskum kvennahandknattleik síðustu árin. M.a. hafði...
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla hefur þurft að gera breytingar til viðbótar á landsliðshópnum sem kemur saman í Aþenu í Grikklandi á morgun, mánudag. Benedikt Gunnar Óskarsson, Val og Andri Rúnarsson, SC DHfK Leipzig hafa verið kallaðir...
Valsarinn Benedikt Gunnar Óskarsson bætti í gær 22 ára gamalt markamet Halldórs Ingólfssonar, Haukum, í úrslitaleik bikarkeppni HSÍ. Benedikt Gunnar skoraði 17 mörk þegar Valur vann ÍBV, 43:31, úrslitaleik Powerade-bikars karla í Laugardalshöll.
Fyrra met, 14 mörk, setti Halldór...
Dagur Gautason skoraði fjögur mörk þegar ØIF Arendal vann mikilvægan sigur á Drammen, 32:27, í kapphlaupi liðanna um þriðja sæti norsku úrvalsdeildarinnar í gær. Leikurinn fór fram í Sør Amfi í Arendal. Afar góður fyrri hálfleikur hjá Arendal-liðinu lagði...
„Ég hef verið góður eftir áramót en í dag small bara allt saman,“ sagði 17 marka maðurinn í úrslitaleik Powerade-bikarsins í handknattleik karla, Valsarinn Benedikt Gunnar Óskarsson, þegar handbolti.is truflaði kappann í fögnuðinum eftir að leikmenn Vals höfðu tekið...
„Varnarleikurinn í síðari hálfleik er augljóslega það sem fyrst kemur upp í hugann þegar ég lít til baka svona rétt eftir leik til að meta hvað fór úrskeiðis hjá okkur,“ sagði Magnús Stefánsson þjálfari karlaliðs ÍBV við handbolta.is eftir...
„Það er leiðinlegt Eyjamanna vegna hvernig fór en vitanlega er ég og við þeim mun glaðari með úrslitin. Síðari hálfleikur var stórkostlegur hjá okkur. Það skoruðu allir og úr hvaða skoti sem var. Ég er mjög sáttur,“ sagði Óskar...
Valsmenn sýndu allar sínar bestu hliðar í síðari hálfleik í dag þegar þeir unnu ÍBV, 43:31, í úrslitaleik Powerade-bikars karla í handknattleik í Laugardalshöll. Þeir léku við hvern sinn fingur jafnt í vörn sem sókn og skoruðu m.a. 26...
„Þetta var bara frábær úrslitaleikur í bikarkeppni. Bikarinn er allt annað en deildin. Við unnum þær um daginn í deildinni með fjögurra marka mun eftir að hafa verið undir í hálfleik. Stjarnan er bara með mjög gott lið sem...
„Við höfðum trú á að geta veitt Val alvöruleik og við gerðum það. Ekki er langt síðan að við vorum í hörkuleik við Val í deildinni og þess vegna höfðum við fulla trú á okkar getu þótt margar spár...
„Við vissum að þetta yrði hörkuleikur hvað sem hver sagði og að það tæki 60 mínútur vinna,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari nýkrýndra bikarmeistara Vals við handbolta.is í Laugardalshöll í dag rétt eftir að flautað var til leiksloka í...