Ungverska stórliðið Györ losaði sig í dag við danska þjálfarann Ulrik Kirkely og aðstoðarmann hans, Kristian Danielsen. Þeir komu til starfa hjá félaginu á síðasta sumri en ráðning Kirkely hafði átt langan aðdraganda.
Ástæða þess að Kirkely er sagt upp...
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, er sannkallaður Evrópuherforingi Íslands þessa dagana, en hann er á leið til Rúmeníu í næstu viku með hersveit sína; til að herja á herlið Steaua í Búkarest.
Óskar Bjarni er sá þjálfari, sem hefur náð...
Vináttulandsleikir Grikklands og Íslands í handknattleik karla sem fram fara í Aþenu á föstudag og á laugardag verða hvorki sendir út í sjónvarpi né streymt á netinu.
Kjartan Vídó Ólafsson markaðsstjóri HSÍ staðfesti þetta við handbolta.is í morgun eftir...
„Þessi staða okkar er ánægjuleg og við tökum henni fegins hendi,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik um þá staðreynd að karlalandsliðið verður í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla undankeppni Evrópumótsins 2026 í kóngsins Kaupmannahöfn...
Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir hefur jafnað sig ágætlega af handarbroti sem hún varð fyrir í 27. janúar. Díana Dögg staðfesti við handbolta.is í gær að hún verði í leikmannahópi BSV Sachsen Zwickau í kvöld þegar liðið fær Thüringer HC...
Ungmennalið KA lagði ungmennalið Vals, 33:28, í viðureign liðanna í Grill 66-deild karla í handknattleik í KA-heimilinu í kvöld. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 17:17. Liðin sigla lygnum í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar. Valur er með...
ÍBV vann Hauka með sex marka mun, 29:23, í viðureign liðanna í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:15. Þar með tókst Haukum ekki að lauma sér upp fyrir Fram...
Hægri hornamaðurinn Birgir Már Birgisson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Birgir Már hefur verið ein af kjölfestum FH-liðsins undanfarin ár eða allt síðan hann kom í Krikann frá Víkingi sumarið 2018.
Birgir Már var kjörinn...
Íslenska landsliðið í handknattleik kom til Aþenu í laust fyrir miðnætti í gærkvöld ásamt þjálfurum og aðstoðarfólki hvar dvalið verður fram á sunnudag við æfingar og keppni. Tveir leikmenn, Arnar Freyr Arnarsson og Ýmir Örn Gíslason, lentu í vandræðum...
Isabella Schöbel Björnsdóttir, markvörður, hefur framlengt samningnum sínum við handknattleiksdeild ÍR til ársins 2026. Hún er uppalin hjá félaginu og hefur látið vel til sín taka á sínu fyrsta ári í efstu deild. Einnig hefur hún á síðustu árum...
Mariam Eradze hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Vals til árins 2027. Hún mætir þar með ótrauð til leiks í haust með Valsliðinu eftir árs fjarveru. Mariam sleit krossband í leik á æfingamóti á Selfossi rétt áður en...
Tveir Íslendingar eru í liði 24. umferðar 2. deildar þýska handknattleiksins sem valið var í gærmorgun en umferðinni lauk á sunnudagskvöld. Sveinbjörn Pétursson er markvörður úrvalsliðsins en hann fór á kostum þegar EHV Aue vann Tusem Essen á heimavelli...
Gísli Þorgeir Kristjánsson rakaði til sín verðlaunum í kvöld þegar German Handball Awards fyrir árið 2023 voru afhent en vefsíðan handball-world hefur staðið fyrir valinu fáein síðustu ár m.a. með aðstoð lesenda.
Gísli Þorgeir var valinn leikmaður ársins 2023...
Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik hefur verið tilneyddur til að gera fjórðu breytinguna á landsliðshópnum sem hann verður með til æfinga og keppni í Aþenu í Grikklandi næstu dagana.Fyrir stundu var Arnór Snær Óskarsson leikmaður Gummersbach kallaður...
Elvar Ásgeirsson og Ágúst Elí Björgvinssonar eiga von á að fá nýjan þjálfara til Ribe-Esbjerg fyrir næsta keppnistímabil. Stjórn Ribe-Esbjerg sagði í morgun upp Anders Thomsen þjálfara. Jesper Holm aðstoðarþjálfari tekur við og stýrir Ribe-Esbjerg út keppnistímabilið. Framundan...